Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 29
2. Árangurinn af (1) verður
betri nýting, þ.e. meiri af-
köst, og minna viðhald. Það
er sjaldgæft að vélahlutar
bili skyndilega, og að mæli-
tæki hafi ekki sýnt aðdrag-
anda að biluninni. Stöðugt
eftirlit með mælum, sem sýna
ástand vélanna á hverri
stundu, tryggir að hægt sé í
tíma að koma við varúðar-
ráðstöfunum.
3. Aukin nýtni vegna jafnara
álags kemur fram við notkun
sjálfvirku tækjanna, og sér-
staklega skilgreinda stjórn-
unar-áætlun er hægt að skrá
í minni reikniheila.
Ein merkilegasta þróunin,
sem orðið hefir, að dómi Capt.
Sermiers, er það, að svo að segja
viðskiptaleg ábyrgð hefir verið
létt af yfirmönnunum, og gerir
það, að embætti þeirra verða
síður eftirsóknarverð. Séu þeir
nú sviftir enn meiri ábyrgð í
starfi, verður það stritvinnan
einber á færibands máta, og
færri tækifæri til afslöppunar.
Af þessum ástæðum verður
brýn þörf fyrir nýja, það er,
aukna þjálfun yfirmanna. Þjálf-
un, sem verður eins fyrir alla,
þannig að allir nái sama mennt-
unarstigi. Þessi tvennskonar em-
bætti, við varðstöðu og viðhald,
eru undir eftirliti annarra yfir-
manna, en þar verður ætlast til
að þeir meðhöndli verkfæri, svo
sem rennibekki, suðutæki eða
þess háttar, verða þeir að hafa
undir sinni stjórn æft starfslið
og sérhæfða handverksmenn.
Kennsla fyrir framtíðar yfir-
menn á skipum verður að vera
á þann veg skipulögð, að haft sé
í huga, að á þeim verði mest
megnis ungir menn, það verður
að auðvelda þeim að geta snúið
aftur til hliðstæðrar landvinnu
um 40 ára aldur. Kennslan verð-
ur að fela í sér tryggingu fyrir
því, að yfirmenn af skipunum
eigi auðveldan aðgang að starfi
í landi við þeirra hæfi. Og ef
rekstur vélanna fer fr’am á svip-
aðan hátt og tilsvarandi fyrir-
tæki í landi, eins og Captain
VÍKINGUR
Sermier hefir bent á, mundi
starfsliðið, sem hér á hlut að
máli, komast að raun um að
bæði menntun þess og reynsla
kemur þeim að miklu gagni við
landstörfin.
Með því að það mundi þurfa
um tíu ár til þess að breyta
Sjónvarp er notaS í vaxandi mœli til aS
lylgjast meS vinnu og tœkjum á þilfari
og vél nýrra skipa meö aukinni sjálf-
virkni — Myndin sýnir sjónvarpsskerm á
stjórnpalli.
kennslutilhögun og koma upp
yfirmannaliði, er fært væri um
að taka að sér stjórn þeirra
starfsdeilda, sem hér um ræðir,
er mælt með bráðab. ráðstöfun-
um, sem yrðu á þann veg, að
völdum yfirmönnum væri gefinn
kostur á þjálfun, er gerði þá
færa um að taka að sér stjórn á
nýjum skipum, sem nú eru að
komast í gagnið.
Það sem nú er undirbúið 1
Frakklandi, verður síðar endur-
tekið í útvegsmálum helztu sigl-
ingaþjóða. Er því nauðsynlegt
að þeir, sem það mál skiptir, líti
raunsæjum augum á þau úr-
lausnarefni, sem um er að ræða.
Sé það ekki gjört og nauðsyn-
legar breytingar á menntun vél-
stjóraefna látin lönd og leið, er
hætt við að hlutur þeirra þjóða
í ,,kökunni,“ — (the shipping
cake), minnki það mikið, að ein-
ungis ríflegur ríkisstyrkur getur
haldið í þeim lífinu.“
Eftir Shipbuilding and
Shipping Record.
*
Sumarnótt á veiðivatni
Frh. af bls. 43
Ég lærði mikið af Jóni félaga
mínum þessa nótt við Heiðar-
vatn. Hann var svo kunnugur
við vatnið og þekkti glögg deili
á öllu er að veiðinni laut. Þessi
nótt og aðrar slíkar eru tengdar
mínum beztu minningum af lið-
inni ævi. „Dalurinn“ er svo und-
ur kyrrlátur og fagur á björtum
vornóttum, að það er heillandi
að dvelja þar við veiðiföng og
það jafnvel þótt að veiðin sé
eitthvað minni en tveir hest-
burðir af spikfeitri vatnableikju.
Á fögrum vor- og sumarnótt-
um í Heiðardal hefir orðið til
þetta kvæði er ég læt hér fylgja
með sem táknræna mynd aí
Dalnum fagra.
1 Heiðardalnum.
Fjallakyrrð í faðmi þínum
fögnuð veitir ungri sál.
Heiðursbyggð í huga mínum
hlíðar vermir sólarbál.
Svanir fljúga á sumarkveldi
syngjandi um himinlind
þar er fegurst vorsins veldi
vegleg fjöllin, tignarmynd.
Þar er „Fossinn“ hreini, hvíti
hátt af bjargi steypir sér,
þótt hann ennþá enginn nýti
orkan jafnan föl er þér.
Áin liðast ofan í Dalinn
urriðinn í hyljum býr
faðminn strýkur fjalla svalinn
fegurð þín er ævintýr.
Skot í næturskjóli
Frh. af bls. 51
Skipstjórinn greip um fram-
lappirnar á skipshvolpinum og
fleygði honum fyrir borð.
Þegar Finnur skipstjóri gekk
aftur til káetu sinnar, gizkaði
hann á, að E.s. „HAFDÍSIN“
væri stödd beint út af Norð-
fjarðarnípunni.
63