Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 7
Gunnar Magnússon frá Reynisdal: SUMARNÓTT Á VEIÐIVATNI Mýrdalurinn liggur sunnan undir Mýrdalsjökli, í skjóli hans og heiðarlandanna, sem eru að baki byggðarinnar. Þar búa bændur búum sínum á víð og dreif um sveitina. Aðal atvinnu- vegur þeirra er kvikfjárrækt, en ýmis önnur viðfangsefni hafa hvatt þá til starfa, þar á meðal veiðiskapur í Heiðarvatni, sem er allstórt veiðivatn í Heiðar- dalnum, sem heitir svo. Bæir tveir eru í dalnum, sem heita Stóra-Heiði og Litla-Heiði. Þar hafa bændur búið um ó- munatíð og stundað veiðiskap árið um kring, ásamt því að annast bú sín, svo sem bænda er háttur. Ég átti heima í Reynishverf- inu, sem liggur suður undir sjó, þar sem hafaldan svellur og sog- ar ár út og ár inn. Reynishverf- ingar áttu veiðirétt í Heiðar- vatni, vegna þess að Arnar- stakksheiðin, sem er heiðaland þeirra, liggur að nokkru leyti umhverfis vatnið. Voru því þessar ínytjur stund- aðar af landeigendum meira og minna eftir því sem ástæður leyfðu vetur og sumar. Þarna í vatninu var veittmeð ýmsu móti, það var stunduð á- dráttarveiði, lagnetjaveiði og dorgarveiði. Á sumrin var veitt á dorg af bátum hringinn í kringum vatnið, en á vetrum var stunduð dorgarveiði á ísnum. Veturinn 1931 var ég á tog- ara frá Reykjavík, þá 18 ára að aldri. Þar sem ég hélt til, var til kolatroll, allstór nót og semsagt ný. Ég hafði áhuga á því að eignast nótina, sá að hún var upplögð til þess að sníða úr henni dráttarnet til silungsveiða, þá er austur kæmi um vorið. Og það varð úr að ég keypti nótina af þeim er átti. Fór ég svo með hana austur um vorið. Sneið ég svo trollið niður og felldi úr því dráttarnet, sem var 40 m langt og tveggja metra breitt. Kork og blý hafði ég nóg og meira en það á netið, af því er til féllst af nótinni. Tóg í vaði keypti ég svo vestur í Vík, var þá netið tilbúið. — Austur í Vík var maður búsettur, Jón Jónsson að nafni.Var hann son- ur Jóns Þorsteinssonar, silfur- smiðs og Guðríðar Brynjólfs- dóttur frá Litlu Heiði. Jón var Gunnar Magnússon frá Reynisdal. inu andæft upp í sjó og vind meö hægri ferð. Klukkan 10 e.m. kom brotsjór á skipið bakborðsmegin, sem skemmdi bæði öldustokk og brúarvæng, síöuljósker og lilíf, enn- fremur brotnuðu rúður í stýrisliúsi og ýmislegt floira skemmdist. Eftir þetta varð aö liafa ýmist fulla eða hálfa ferð til þess að lialda skipinu upp í. Sunnudaginn 8. febrúar 1925. Fái’viðri frá ANA með mikilli snjókomu og frosti. Skip- inu haldið upp í veðrið með ýmist hálfri eða fullri ferð. Rétt eftir miðnætti kom brotsjór á stjórnborSssíðu og kastaSi skipinu á liliðina; mestallt saltiS í lestinni kast- aðist yfir í bakborðssíðu og mikiS af kolum kastaðist til, annar björgunarbáturinn brotnaði og allar lifrartunnurnar fóru fyrir borð og miklar skemmdir urðu aðrar. Var þá nokkuö af skipshöfninni sent niður í lest og kolabox, til að moka til salti og kolum og reyna með því aS rétta skip- VÍKINGUR ið viS. Eftir á að gizka 30 mínútur var skipið komiS á réttan kjöl aftur. Þegar birti um morguninn, sást aS loft- skeytastöngin á frammastri var brotin og loftnetið slitið niSur. Allar rafleiðslur voru eyðilagSar og skipið því ljós- laust ofandekks, báSir áttavitarnir duttu niður og eyði- lögðust. Mánudaginn 9; febrúar 1925. Vindur og sjór úr sömu átt, en farið að lygna. Kl. 1 f. m. farið aS stíma; dýpi er þá 90 faðmar; stefna sett SV. Þegar birti sást Látrabjarg á bakborða, og kom þá í ljós aS skipið hafði farið 25 sjómílur aftur á bak í ofviðr- inu. Ivlukkan 2 e. m. þvert af Malarrifi. Er þá komið upp loftneti og reynt að ná sambandi við Reykjavík, fyrsta skipið, sem haföi samband við liana eftir ofviðriS. Klukkan um 9 e. m. komiö til Reykjavíkur. 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.