Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 27
sammála álit að leggja þyrfti fyllstu áherzlu á vöruvöndun. Tryggvi las einnig upp lög, er Út- vegsamnnafélagið lieí'ði komið sér saman um fyrir hinn fyrirhugaða ábyrgðarsjóð sjómanna. Bað um að öldufélagið kysi einn mann til þess að íhuga þetta. Fundur, 9. október 1901. Rætt um tombólu. Fundur, 23. október 1901. Rætt um botnvörpuveiðamáliö, er nú lægi fyrir Alþingi. AS laga baujuna á Akureyjarrifi og fá ljósvita á Engey og hljóðmerki á Reykjanes. Leita til hafnamefndar og Alþingis um málið. Fundur, 7. nóvember 1901. Bréf frá hafnsögumönnunum Þórði Jónssyni og Helga Teitssyni um að fé- lagið safnaSi undirskriftmn að áskor- un til Hafnarnefndar um Ijós á Engey og bauju á Aukureyjarrif. Hannes Hafliðason vakti máls á grein, er skrifuð væri í Reykvíking gagnvart sjómönnum. Kom fram til- laga um að stefna BreiðfjörS, og kosin var þriggja manna nefnd til að at- liuga málið. Fundur, 20. nóvember 1901. VarSandi stefnu á Breiðfjörð, leit- aSi nefndin til Einars Benediktssonar, málaflutningsmanns og ráðlagði hann frá því að stefna BreiSfjörS. En áleit, að félagiS skrifaSi áskoran til V.O. Breiðfjörð, og birti hana í opinberu blaði Isafold. — FormaSur las upp áskorunina, er Einar hafði samiS. Málinu frestaS til næsta fundar. Fundur, 4. desember 1901. Samþykkt að senda yfirlýsingu fé- lagsins varðandi BreiðfjörS til Isa- foldar. Lesið upp bréf frá Framfara- félaginu varSandi stofnun lestrarfélags fyrir almenning. Styrktarbeiðni kom frá GuSmundi Kristjánssyni. Rætt um jólatrésskemmtun og skemmtun fyrir félagsmenn og kosnar nefndir. Fundur, 18. desember 1901. Ágóði af tombólu 690.81 kr. og var samþykkt aS leggja hana á vexti í Landsbankanum. Guðmundi Kristjánssyni veittur kr. 75 styrkur. Farið fram á að félagiS leggSi fram kr. 30 til aldamótahalds. Samþykkt að greitt yrði úr félagssjóöi kr. 70 til að styrkja skemmtun félagsmanna. Fundur, 7. janúar 1902. StyrktarsjóSur kr. 4.177.oo Hannes Hafliöason, formaður. Geir Sigurðsson, ritari, Kristinn Magnússon, gjaldkeri. Lesið upp bréf frá Guðmundi í Landakoti, þar sem hann fer þess á leit viS félagið, hvort þaS vildi ekki gefa álit sitt um hvort vitinn á Gerða- tanga væri ekki góö leiðbeining skip- um, er þar ættu leið um. Orsakir til þessarar beiðni voru þær, aS Stranda- menn höfðu sótt um styrk til Alþingis, til þess að halda vitanum við, en fengið litla áheyrn. Formanni faliS að athuga máliö. Rætt um hve óheppilegur tími liefði verið valinn til Alþingiskosninga, er ættu að vera 10. september, en þá væru margir sjómenn ekki komnir í land og gætu því ekki haft noytt at- kvæSisréttar síns. Samþykkt að semja álitsgerð til Alþingis um að breyta tímanum í 15. október. Fundur, 22. janúar 1902. Lesin upp álitsgerð til Alþingis varðandi frestun á kosningardaginn. Málinu frestað. Fundur, 8. október 1902. Varðandi ráðningaxsamþykkt, er út- gerðarmenn við Faxaflóa höfSu sam- iS, lét Ottó Þorláksson það í Ijós að enginn af meðlimum Bárufélagsins myndi ráða sig fyrir þaö, sem þar væri í boði og sama væri aS segja um flesta sjómenn. Sér fyndist því liggja næst, að Öldufélagið kysi nefndmanna til þess aS íhuga þetta mál í samvinnu við BárufélagiS og útgerðarmenn. — Menn sammála en málinu frestaö. Fundur, 22. október 1902. Formaður ræddi um lífsábyrgð sjó- manna. Fundur, 5. nóvember 1902. Kosin 3ja manna nefnd, til að fylgjast meö framgangi um lífsábyrgð sjómanna. Fundur, 17. des^mber 1902. Þorsteinn Þorsteinsson vakti máls á því, aS nauðsyn væri, aö kveikt væri á Engey allan veturinn, og var for- manni falið að skora á Hafnamefnd að sjá um að svo væri gert. Fundur, 14. janúar 1903. StyrktarsjóSur kr. 4.330.oo. Hannes HafliSason, formaður, Geir SigurSsson, ritari, Kristinn Magnússon, gjaldkeri. Lesið upp bréf frá Sjómannafélag- inu Báran, um hvort ekki væri æski- legt, að skipaðar yrðu meS lögum ráðingarskrifstofur um land allt. Mikl- ar umræður. Formaöur taldi, aS lands- sjóður mundi ekki veita fé til slíks, og taldi ófrelsi að mega ekki ráða sína menn sjálfur, en brýna nauðsyn, aS skipaSur yrSi fastur lögskráningar- stjóri. Málinu frestað. Rætt um að reisa minnisvarða á leiSi Markúsar Bjamasonar, fyrrver- andi skólastjóra. Fundur, 28. janúar 1903. Fundurinn áleit brýna nauðsyn aö fá vita á Suðurströndina eða Vest- mannaeyjar. Skipuð 3ja manna nefnd, er undirbúa skyldi álitsgerð fyrir næsta þing. Fundur, 5. janúar 1903 (Aukafundur). Þorsteinn Þorsteinsson kvaS nauð- syn að koma einum manni úr sínum hópi í bæjarstjóm. Fundur, 14. október 1903. Geir SigurSsson hóf máls á því, að félagið gengist fyrir, að liafin yrði síldarútgerð. Kosin 5 manna nefnd. Fundur, 28. október 1903. Rætt um, að félagiS keypti norsk og dönsk fiskveiSitímarit. Fundur, 20. janúar 1904. Rætt um prentað málgagn fyrir sjó- mannastéttina. Fundur, 3. febrúar 1904. Tímaritsmálið. Rætt við Bjarna Sæ- mundsson að taka að sér ritstjóm, en hann taldi fært að sinna því og var því málinu frestað til næsta hausts. Kaupfélagiff. Lögð fram álitsgerS í 5 liðum. VlKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.