Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 25
Karl Sigurðsson. FormaSur áriS 1960. starfi sínu, samþykkti félagið á fundi 15. marz 1957, að gerast aðili innan Farmanna- og fiski- mannasambands Islands. í tilefni af 10 ára afmæli sínu, afhenti það Matsveina- og veit- ingaþjónaskólanum gjöf til kaupa á kennslutækjum til skól- ans. Stjórn félagsins, er kosin var á stofnfundi, var endurkjörin næsta ár á eftir, nema Anton Líndal var kosinn varastjórn- andi. Sat þessi stjórn svo til árs- ins 1960, eða í fimm ár. Anton Líndal hefur lengst allra manna starfað að stjórnarstörfum fyr- ir félagið, hann hefur verið gjaldkeri þess s.l. 5 ár og verið varastjórnandi í 4 ár, eða sam- tals 9 ár. Á þessum 10 árum hafa 3 menn verið formenn félagsins, 2 menn verið gjaldkerar og 4 menn verið ritarar. Formenn hafa verið Guðbjörn Guðjónsson 1955—1959. Karl Sigurðsson 1960 og núverandi formaður Böðvar Steinþórsson síðan 1961. Gjaldkerar hafa verið Aðalsteinn Guðjónsson 1955—1959 og Ant- on Líndal síðan 1960. Ritarar hafa verið Konráð Guðmundsson 1955—1959, Aðalsteinn Guð- jónsson 1960, Karl Sigurðsson 1961—1963 og Guðjón Guðna- son síðan 1964. Eins og fyrr segir er félagið aðili að Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands, og er fulltrúi þess í stjórn FFSÍ Böðv- ar Steinþórsson og til vara Elís- berg Pétursson. Einnig er félag- ið aðili að Sjómannadagsráði, og fulltrúar þess þar eru þeir Aðalsteinn Guðjónsson og Böðv- ar Steinþórsson og til vara Elís- berg Pétursson og Halldór Viðar Pétursson. Eins og fram kemur hér að framan, er núverandi stjórn fé- lagsins skipuð þessum mönnum: Minningarorð Frh. af bls. 55 hjálmsdóttir systurdóttir Sigur- finnu. Öll eru þau búsett í Vest- mannaeyjum. Heimili þeirra Stefáns og Sig- urfinnu var rómað fyrir gest- risni og glaðværð og var þangað gott að koma. Jafnframt því, að Stefán var einn helzti sjósóknari og útgerð- armaður sinnar tíðar, ráku þau hjón mikinn búskap, miðað við stærð búa í Vestmannaeyjum, á jörðinni í Gerði. Utan róðra stóð Stefán sjálf- ur í miklum jarðabótum, og stór- bætti og jók jörðina í Gerði. Stefán Guðlaugsson var fram- sýnn maður og stórhuga um fleira en útgerð og búskap, hann studdi með ráð og dáð öll helztu framfaramál sjómanna í Vest- mannaeyjum. Stefán lagði m.a. drjúgan skerf til kaupa á björgunar- og varðskipinu „ÞÓR“ til Eyja ár- ið 1919. Menntunarmál sjómanna voru honum ávallt efst í huga og við setningu Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum s.l. haust, var afhent sparisjóðsbók með rúm- um 22 þús. kr. ásamt vöxtum frá Stefáni og Sigurfinnu, en ár- ið 1962 höfðu þau hjónin gefið 20.000 kr. til væntanlegs Stýri- mannaskóla í Vestmannaeyjum. Var þessi upphæð stofnupp- hæð tækjasjóðs skólans. Formaður er Böðvar Steinþórs- son, en hann hefur áður verið í stjórn Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna í 13 ár, þar af í 7 ár sem formaður. Guðjón Guðnason er ritari og Anton Líndal gjaldkeri. Varastjórn- endur eru Kári Halldórsson og Frímann Guðjónsson. í Félagi bryta eru nú, allir starfandi brytar á farþega- flutninga- og varðskipum, sem til slíkra starfa hafa réttindi samkvæmt lögum. böst. Hefur enginn einstaklingur sýnt þessu framfaramáli sjó- manna eins mikinn áhuga og Stefán Guðlaugsson. Fyrir störf sín hlaut Stefán riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir nokkrum árum. Hinn 24. janúar s.l. gerði Skip- stjóra- og Stýrimannafélagið „VERÐANDI“ Stefán að heið- ursfélaga sínum, var það að til- lögu allra fremstu formanna í Vestmannaeyjum, og eins og segir í heiðursskjali, „vegna nær hálfrar aldar farsællar skip- stjórnar og stuðnings við fram- faramálefni sjómannastéttarinn- ar fyrr og síðar.“ Stefán var vissulega vel að þessum heiðri kominn. Útför Stefáns var gerð frá Landakirkju, laugardaginn 20. febrúar s.l. að viðstöddu fjöl- menni. Kvöddu þar Vestmannaeying- ar einn sinna beztu sona, sem bar ávallt hag og farsæld heima- byggðar fyrir brjósti. í fegursta veðri vetrarins, logni og skyni síðdegissólar, var hinn aldni sjómaður lagður til hvílu í nýjum grafreiti í kirkju- garði Landakirkju, örskammt frá fæðingarstað sínum, þaðan sem er fegurst útsýn yfir byggð- ina og höfnina. Minning góðs sjómanns og framfaramanns mun lifa. Honum fylgir virðing og þakk- læti eftirkomenda. G.Á.E. VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.