Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 10
Gudjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri:
SKIPSNAFNIÐ HALKION
í rúma öld hafa aflasæl áraskip
og vélbátar borið nafnið Halkion í
Vestmannaeyjum, og hefur nafnið
ávallt fylgt skipum Gerðisættar.
Fæstum mun kunnug merkileg
saga þessa nafns og því er skrifað
hér nokkuð um sögu þess, ef verða
mætti mönnum til fróðleiks og á-
nægju að vita, hvaðan þetta ein-
kennilega nafn, sem oft er vitlaust
og brenglað í framburði ókunn-
ugra, er komið og hver saga þess
er.
Q
Halkion-nafnið á sér langa sögu,
það er upphaflega komið frá
Grikklandi og þaðan hefur það bor-
izt ásamt svo mörgu öðru úr
grískri menningu til Rómaveldis.
Aristóteles, sem ásamt Plató og
Sókrates var einn mestur grískra
heimspekinga og fyrsti náttúru-
fræðingur veraldar, skrifaði meðal
annarra um kynjafuglinn Halkion.
Aristóteles var uppi á fjórðu öld
fyrir Krists burð, og hefur oft ver-
ið nefndur faðir vísindanna.
Hin gríska stöfun nafnsins er
alkúon, en á latínu skrifast nafnið
alcyon, síðan hefur h bætzt fram-
an við, en u verður að y eða i, sem
sé haleion.
í alfræðiorðabókum, eins og t.d.
frönsku orðabókinni Larousse, er
orðið skýrt þannig: „Kynjafugl,
sem var talinn gera hreiður sín á
hafinu, er það var rennislétt. Fugl-
inn var álitinn fyrirboði gæfu og
hamingju, hann var helgaður gyðj-
unni Thetis (sem var drottning
sævarguðsins) og talinn tákn frið-
arins. Einnig er talað um „Jours
alcyoniens" — Halkionsdaga, séu
það þeir sjö dagar, sem fara á und-
Guðjón Ármann Eyjólfsson,
slcólastjóri Stýrimannaskólans
í Vestmannaeyjum.
an og eftir vetrarsólhvörfum, sam-
tals 14 dagar, en á þeim dögum er
sagt, að sé kyrrð á úthafinu og
geri halkion þá hreiður sitt.“ — í
öðrum orðabókum kallast stilludag-
ar um varptíma fugla almennt
halkionsdagar.
Skærasta stjarnan í stjörnuhópn-
um, „Sjöstjaman,“ er kölluð Halki-
on, og er þar kölluð dóttir Atlasar,
hins gríska guðs, sem átti að
standa undir hvelfingu himins við
Njörvasund (sbr. Atlasfjöll).
Skemmtilegustu skýringu á nafn-
inu og sambandi þess við skip og
fugla, er að finna í grískri goða-
fræði og bezti heimildarmaður er
rómverska skáldið Ovidíus. Hann
lifði á tímum Krists, talinn fædd-
ur árið 43 f. Kr. og lézt árið 18 e.
Kr. — Ovidíus var gott skáld og
margt af yrkisefnum hans var úr
grískri goðafræði, þar á meðal sag-
an um Keyx og Halkion.
Sögnin er þannig í frásögn Ovi-
díusar:
Keyx konungur í Þessalíu var
sonur Lucifers, ljósberans, stjömu
þeirrar, er boðar nýjan dag og
Ijómaði Keyx af lífsgleði eins og
faðir hans. Halkion drottning var
einnig af göfugum ættum, hún var
dóttir Æolusar vindakonungs.
Keyx og Halkion unnust hugást-
um og máttu ekki hvort af öðru
sjá. Eigi að síður rann upp sú
stund, er Keyx varð að yfirgefa
Halkion og fara langa ferð yfir
hafið. — Ýmislegt hafði borið að
höndum og raskað ró hans, og vildi
Keyx leita ráða véfréttarinnar í
Delfi, sem var hjálpræði manna í
vandræðum þeirra. Þegar Halkion
komst að því, sem Keyx hafði í
hyggju, varð hún altekin sorg og
skelfingu. Hún sagði honum með
tárin í augunum og grátekka í
röddu, að hún þekkti sem fáir aðr-
ir afl vindanna á hafinu. í höll föð-
ur síns hafði hún frá bernsku séð
til þeirra, er þeir héldu sína æðis-
gengnu fundi, hún hafði séð þung-
búin skýin sem þeir stefndu á fund
sinn og tryllingslegar rauðar eld-
ingar.
„Margoft sá ég brotinn við á
ströndinni úr skipum, sem höfðu
farizt,“ sagði hún. „Æ, farðu ekki,
en geti ég ekki talið um fyrir þér,
þá taktu mig að minnsta kosti með
þér. Ég get afborið hvað sem vera
skal, er yfir okkur gengur bæði.“
Keyx var mjög hrærður, af þvi
að hann elskaði Halkion jafn heitt
og hún hann, en hann hélt fast við
sinn fyrri ásetning. Honum fannst,
að hann yrði að leita ráða hjá vé-
44
VÍKINGUR