Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 30
Hvernig verður tómstundum sjómannsins bezt varið í landlegum? Eftir Ingólf Stefánsson Hvað er hægt að gera til þess að stytta sjómönnum stundir, er þeir liggja í höfn fjarri heimil- um sínum. Á síðasta ári varð reynslan sú, að síldveiðarnar stóðu yfir frá því fyrripart júní til áramóta. Allt útlit er fyrir, að þannig verði veiðin stunduð á næstu árum. Á síðasta sumri voru helztu löndunarhafnirnar á fjörðunum austanlands og svo mun verða fyrst um sinn. Af þessum sökum er óhjákvæmilegt að saman safnist fjöldi skipa þegar illviðriskaflar eru, og þyk- ir þá mörgum manninum lengi að líða tíminn. Þó skipin séu nú orðið með góðar og fullkomnar vistarverur, vilja menn gjarnan finna fast undir fótum annað slagið. Á öllum fjörðum austan- lands eru starfrækt nýleg fé- lagsheimili, en aðallega mun rekstur þeirra vera miðaður við dans og kvikmyndasýningar. — Sennilega er ekki hægt að reikna með, að hægt sé að hafa not af þeim til þeirrar starfsemi er ég hefi hugsað mér í sambandi við tómstundir sjómanna. Málefnið er ekki sér íslenzkt, þetta hafa Norðmenn verið að gera áætlan- ir um að undanförnu og hefur þeim helzt látið sér detta í hug eftirtalin verkefni: „Námskeið í viðgerðum á síldarleitartækjum, miðunartækjum, siglingartækj- um, nýjungar í veiðitækni, nám- skeið í hjálp í viðlögum, blást- ursaðferðin kennd, meðferð á björgunartækjum, fyrirlestrar um stöðugleika skipa með skýr- ingarmyndum.“ Þetta er allt úr daglega lífinu og kannske menn séu ekki svo hrifnir að meðtaka það til sjós og lands. Þá kemur að léttara efninu. — Fyrir þá yngri væri nauðsyn að skipuleggja íþróttir svo sem knattspyrnu, handbolta, sund, glímu, en þarna þarf til- sögn hæfra manna. Eins er með taflkeppnir, bridge og sjálfsagt eitthvað ótalið í þessum grein- um. — Eins mætti skipuleggja gönguferðir um nágrenni stað- arins undir leiðsögn kunnugra. Af léttara taginu og andlegu efni er tilvalið að fá góða upp- lesara til að flytja og kynna góð- ar bókmenntir. — Kannske væri hægt að fá leikarana okkar til að flytja stutta þætti. Ótalin er tónlistin. Þyrfti henni að vera tvískipt, annars vegar létt tónlist, hins vegar æðri tónlist. Þessi flutningur gæti farið fram af segulbandi eða plötum, en sjálfsagt verður í framtíðinni hægt að njóta bæði leiklistar frá Þjóðleikhúsi og tónlist frá simfóníuhljómsveit- inni. Eitt er það, sem ég held að nauðsynlegt sé í sambandi við skemmtanahald, en það er að nokkuð meiri sundurgreiningséá aldursflokkum, en nú á sér stað. Mér virðist að ef ungt fólk er að skemmta sér og fær að vera óáreitt, þá sé því nóg að fá að dansa eftir þeirri músik, sem það kýs sér, en á hinu ieitinu eru fullorðnir menn, sem finnast þeir ekki geta farið af stað fyrr en þeir hafa fengið sér einn grá- an. Mörgum verður helzt fyrir, þegar um landlegu er að ræða, að halla sér að flöskunni. — Þó ekki séu útsölur Á.V.R. á höfn- unum, er sjaldnast hörgull á á- fengi og virðist manni oft því meir um áfengi, sem staðurinn ætti samkvæmt reglugerð að vera áfengislaus. Útsala áfengis- ins hefur færst yfir á afgreiðsl- ur pósthúsanna, og ekki alltaf skorið við nögl sem pantað hef- ur verið. Með þessu móti liggja oft geysilegar birgðir áfengis í höfnunum, þá skipin koma inn, verður drykkjuskapur þá oft hömlulaus. Við það að hvergi má sitja að drykkju, nema þá um borð í skipunum, eða á heim- ilum kunningjanna, verður oft mikið ónæði. Þá viðgengst hinn sér-íslenzki siður, að fenginn er leigubíll, og í honum er verið meðan birgðir endast og ekki gefur. Stundum endar þetta með því að birgðirnar þrjóta og telja þá bílstjórarnir margir hverjirekki eftir sér að útvega viðbótarlögg — auðvitað fyrir hæfilega þókn- un. í erlendum höfnum þar sem ég hef komið, geta menn fengið keypt áfengi í fingurbjargar stórum skömmtum. Hér þekkist ekki svo nánasarleg úthlutun á áfengi, hér fæst minnst heil- flaska. Ég hef orðið fyrir því, þegar ég kom til Islands eftir VÍKINGUR 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.