Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 31
Þormóður Hjörvar: MEÐ REGNHLIF langa útivist. að útsala áfengis á austurlandi gerði ferð með á- fengi fyrir tugþúsund krónur og innleiddi þar með taumlaust fyllirí. Þetta gerðist fyrir meira en áratug, svo að menn geta hugsað sér það magn sem um var að ræða. Hvort er betra að hafa drykkjukrár eða menn staupi sig á götum og gatnamótum ? Ég er ekki í neinum vafa. Ofdrykkju- siðir eins og eru almennt hér- lendis eru ekki til sóma. Mér hefur fundist að menn væru yfirleitt hófsamari á áfengi, eft- ir því frjálsari sem menn væru að því að nálgast það, nema þá um algert bann sé að ræða, og því ekki það, fremur en þann ómenningarhátt sem ríkir í þess- um málum hérlendis. Að endingu vil ég aðeins segja þetta: Tökum allir höndum saman og fáum þessi mál leyst á þann hátt er við getum verið þekktir fyrir að standa að. Læt ég svo útrætt um þetta í bili, en gott væri ef þeir, sem að þessu eiga að búa, létu frá sér heyra og mættu sjómenn gera meir að því en nú er, að láta álit sitt í Ijós um ýmis mál er þá varðar. Það er erfitt, þó samtök sjómanna vilji koma ýmsum málum fram, ef sjó- mennirnir sjálfir eru svo sinnu- lausir, að þeir láti sig engu skipta, hvern gang málefnin hafa. Þó að vel gangi nú á síldveið- unum á hinum stærri skipum, þá megum við ekki gleyma því, að það er í fleiri horn að líta, en aðeins nokkrir stórir bátar, sem síldveiðar stunda og við verðum að gera okkur ljósa grein fyrir því, að ekki er hægt að truflast svo af árgæskunni, að við lát- um allt reka á reiðanum um aðra þætti sjósóknar og annað, sem að sjósókn lítur. Þó aðallega hafi hér verið rætt um síldveiðihafnirnar á Austurlandi, þá er ekki betra á- standið í þessum efnum í Reykjavík, Vestmannaeyjum eða höfnunum suður með sjó. í gær komst hitinn í New York upp í 37 stig. í dag var hann öllu skaplegri, það gekk á með skúrum. Ég ákvað því að ráðast í það fyrirtæki að svipast um á Heims- sýningunni, enda var tæpast mikil ös í rigningunni. — Hann Dick, bögglaherbergisumsjónarmaðurinn, á hótelinu, hafði boðist til að vera mér hjálplegur við slíkar aðstæður. Það leið heldur ekki á löngu þar til koma hefði mátt auga á mig, gangandi upp sjöttu avenjú, með leiguregnhlíf í hendinni. Maðurinn er takmörkuð vera, börn hafa gjarnan þann vana að rita fullt heimilisfang þannig: „Jó- hanna Jónsdóttir, Húsasundi 50, Reykjavík, Kjósarsýslu, íslandi, Evrópu, Hnettinum, Himingeimn- um. Þegar árin líða hætta menn að muna sitt upprunalega heimilis- fang, láta oft nægja að skrifa bara Ég. Mannsandinn kemur um óravegu. Við fæðinguna tekur hann á sig hlekk eftir hlekk, fyrst hinn þre- falda persónuleika, svo upplagið, síðan treður hann sér í vinnugall- ann (líkamann). Þá koma fjöl- skylduböndin, ættartengslin, þjóð- ernið, kynstofninn, STAÐAN, loks ýmis félagatengsl. Ofan á alla þessa hlekki var ég nú orðinn enn rígbundnari við efn- ið, takmarkaðri. Regnhlífanotandi. Þetta var einkennilega takmarkað- ur heimur, ég hafði aldrei fyrr tek- ið eftir því, hve margskonar regn- hlífar eru í notkun, og allir þessir regnhlífanotendur. Sumir með upp- spenntar regnhlífar, ýmist í vinstri eða hægri hendi, og væri það eitt útaf fyrir sig merkilegt rannsókn- arefni. Þá voru menn með regn- hlífar hangandi í olnbogabótinni, ýmist í þeirri vinstri eða hægri, og héldu þá oft á dagblaði í sömu hendi, ekki var það þó alltaf, sum- ir voru með blaðið í hinni hend- inni. Ef þeir þá voru með nokkurt blað. Allmargir héldu um miðja regn- hlífina og sveifluðu þá oft hend- inni, eða héldu henni alveg kyrri. Líka var regnhlífin notuð sem göngustafur, þeir voru færri. Ein- staka sérvitringur krækti hand- fangið á hattbarðið. Ég fann að Framhald á bls. 68 VÍKINGUR 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.