Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 19
ÞaS var fyrir ekki alllöngu að frú
nokkur spurði frægan stjörnufræðing
kvíðafull, hvort hugsanlegt væri að
kjamorkusprengja gæti sprengt jörð-
ina í loft upp.
— Hvað mn það, svaraði stjörnu-
fræSingurinn og yppti öxlum.
— Þér skuluð ekki halda að jörðin
sé ein af stæm plánetuniun.
— ★ —
Sjúklingurinn, miðaldra maSur, var
kominn á skurðarhorSiS.
Rétt áður en svefngríman var sett
fyrir vit hans, spurði hann lækninn
hvað skurSurinn yrði langur. Læknir-
inn spurSi hann hví hann spyrSi um
það.
— Jú, sjáið þér nú, læknir góður.
Skurðurinn á konunni minni er 12
sentimetrar og skurSurinn á systur
hennar 10 sentimetrar. Eg væri ySur
þakklátur ef minn skurSur yrði eins
langur og þeirra beggja til samans. Þá
slippi maður loksins við að heyra þær
tönglast sí og æ á þessum óttalcgu
skurSum sínum!
- ★ -
— Eyrirlestur minn í kvöld, sagði
sálfræSingurinn, fjallar um arfgenga
geSbilun.
— Ég vona að þú hafir verið svo
háttvís aS bjóða ekki foreldrum þín-
um. 1
Frívaktin
Af þrem vinkomun giftust tvær með
stuttu millibili. Þegar frá leið og sú
þriSja giftist ekki, tóku þær að angra
hana með ýmsum athugasemdum. Hún
tók þessu með jafnaSargeSi, þar til
eitt sinn að þær spurðu hana meS
nokkurri meinfýsni!
— Segðu okkur eins og er, liefurðu
aldrei fengiS tækifæri til að ná þér í
mann?
Sú ógifta liorfSi á þær með hæðnis-
svip. — ÞiS getið reynt að spyrja
mennina ykkar.
— ★ —
Mikið himnaríki væri lífiS hér á
jörSu, ef viS höguðum okkur eins
gagnvart meðbræðrum okkar og hund-
inum okkar.
Leiðréttiríg.
Hr. ritstjóri. í blaSi ySar stóð fyrir
nokkru, aS brotist hefði veriS inn í
Kjósinni og stolið 17000 krónum.
Þetta er vægast sagt mjög ýkt. Það
var aðeins stolið 1700 krónum.
VirSingarfyllst,
Þjófurinn.
- ★ —
Treystu ekki um of á framtíðina,
liarmaðu aldrei liSna tíS.
- ★ -
Viff lifum í voninni.
Brezkur skipamiSlari sendi um ára-
mót einum af sínum beztu viðskipta-
vinum í mörg ár eftirfarandi nýárs-
kveðju: „Við óskum skipum yðar
hæstu fanngjalda, — og að þau leggi
ávallt úr höfn á réttiun tíma. Mættu
þau einnig ná liöfn á tilsettum tíma.
Þau gera þaS ekki, — en viS lifum í
voninni!“
VÍKINGUR
53