Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 5
FRÁSÖGN
Jónasar Jónassonar,
skipstjóra á b. v. Ce-resio
Fimmtudaginn 5. febrúar árið 1925 kl. 10 síðdegis lagði
togarinn C e r e s i o af stað frá Hafnarfirði í veiðiför til
vesturlandsins. Skyldi fiska í salt, því að á þeim tíma voru
fiest skip á saltfiskveiöum hér við land. Um hádegi daginn
eftir var komið á móts við Patreksfjörð og þar kastað
trolli. Veður var gott, blíðalogn og sléttur sjór. Flestir
íslenzku togararnir voru að veiðum þarna, ásamt nokkrum
cnskum skipum. Fiskur var fremur tregur.
Klukkan um 4 síðdegis kom skeyti frá L e i f i
H o p p n a, sem var að fiska úti á Hala. Þar var þá dágott
fiskirí. Fóru því flest af íslenzku skipunum út á Hala um
kvöldið og fiskuðu þar um nóttina, því að þar var aðal-
fiskislóðin á þeim tíma.
Um kvöldið fór að draga upp þykkni í norðaustri og
voru skýin græn að lit með dimmbláum eyðum á milli.
Hef ég aldrei séð loftslag eins og þá.
Klukkan 3 um morguninn gerði ofsarok af norðri, en
það stóð aðeins í liálfa klukkustund. Klukkan 8 árdegis
fór að hvessa af ANA og um hádegi var komið stórvi'ðri
og haugasjór. Var þá hætt að fiska, veiðarfærin bundin
upp og gengið frá öllu á þilfarinu, sem bezt mátti vorða.
Síðan var lagt af stað til lahds með fullri ferð.
Þegar búið var að stíma um 12 mílur, var veðrið orðið
svo vont. að ekki þótti gerlegt að halda áfram lengur,
enda var þá kominn svarta bylur, svo að ekki sást út úr
augunum og því vonlaust að ná landi. Var því haldið upp
í vindinn með liægri ferð.
Veðrið fór síversnandi og sjórinn óx að saraa skapi.
Varð að stíma með allt að hálfri ferð til þess að halda í
horfinu og stundum á fullri ferð, þegar undan sló. Lifrar-
tunnumar, sem tómar voru, tók allar fyrir borð, og þær
sem fullar vora varð að brjóta svo að ekki hlytist tjón af,
er þær ultu um þilfarið, því að sjógangur var svo mikill,
að ekki var viðlit að koma á þær böndum.
Klukkan um 7 síðdegis var veðurhreðin orðin svo mikil,
að ekki varð lengur ferðafært milli lúkars og káetu, og
voru því framhluti skipsins og afturhluti þess einangraðir
hvor frá öðrum. Þegar farið var á milli stýrishúss og
káetu, sem ekki var gert nema brýn nauðsyn krefði, var
aðeins einn maður látinn fara í livert sinn og litið eftir
honum úr stýrishúsinu, til þess að sjá hvernig honum
reiddi af. Var kaðall liafður eftir maskínukassanum, til
þess að lialda sér í, því að ekki var stætt vegna veðursins,
og varð því maðurinn að skríða mest af leiðinni.
Loftvogin stóð þráðbeint upp og niður og gekk eins og
pendull í klukku. Hef ég aldrei séð hana svo langt- niðri,
enda var þetta hið harðasta veður, sem ég hef komið út í,
VÍKINGUR
Jónas Jónasson.
og önnur veður. sem ég hef fengið, fyrr og síðar, era smá-
munir í sambandi við það.
Klukkan uin 8 kom brotsjór á skipið og tók baujurnar
úr báðum vöntunum, þannig að sjórinn tók belgina, en
skildi sköftin eftir.
Um miðnætti brotnuðu báðar loftskeytastengurnar. Einn-
ig biluðu raflagnir, svo að lýsa varð á kompásinn með
kerti. Var erfitt að halda logandi á því og var þá reynt að
nota gasljós en það bilaði, svo aftur varð að taka kertin
í notkun.
Sami veðurofsinn Iiélzt alla nóttina. Um morguninn, þeg-
ar bjart var orðið, komust menn þó úr lúkarnum, en þá
liafði verið sambandslaust við hann í 18 klst. samfleytt og
sama vaktin því staðið allan tímann.
Seinni hluta dagsins fór heldur að draga úr veðrinu, en
ekkert sló á sjóinn, fvrr en komið var undir miðnætti. Þá
var farið að leita lands, því að margt þurfti að lagfæra,
og komum við loks til Dýrafjarðar, eftir erfiða ferð, út-
bjuggiun þar loftnet fyrir okkur og náðum sambandi við
Reykjavík. Var það eina sambandsleiðin, sem Reykjavík
hafði við Vesturland, því að allar símalínur höfðu slitnað
í veðrinu. Milli fjarðanna innbyrðis var þó samband ennþá.
Eitt af skeytunum, sem við fengum, var frá eigendum
skipsins og var okkur sagt þar að fara til Patreksfjarðar
til aðstoðar öðru skipi frá sama útgerðarfélagi, togaranum
Earl Haig, sem orðið hafði fyrir áfalli í ofviðrinu daginn
áður. Var skipinu fylgt til Hafnarf jarðar og komið þang-
að daginn eftir, fimmtudaginn 12. febr.
1 sambandi viS fjársöfnun, sem hafin var í Reykja-
vík eftir sjóslysiö á Halami'öum 8. febrúar 1925,
var reisl á Lcekjartorgi mikiS líkneski gert úr snjó.
Á myndinni sést þetla mikla snjólíkneski.
39