Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 32
NORSKA VERITAS100 ARA
Um þessar mundir minnist
flokkunarfélagið Det Norske
Veritas hundrað ára afmælis
síns, en það var stofnað árið
1864 og hóf starfsemi sína 15.
sept. það ár. Þann 11. sept. s.l.
helgaði stórblaðið Norges Hand-
els og Sjöfarts tidende flokkun-
arfélaginu mestan hluta af tvö-
földu blaði, sem út kom þann
dag, með greinum eftir ýmsa
framámenn í norskum iðnaði,
verzlun og útgerð. Er ekki mein-
ingamunur um það, að Det
Norske Vertias sé einn horn-
steinn hins mikla norska verzl-
unarflota, og eigi stóran þátt í
vexti hans og viðgangi.
Á afmælisdaginn voru skráð-
ar hjá félaginu rúml. 13 millj-
ónir br.reg.t., þar af rúmar 11
milljónir í norskum skipum eða
2354 talsins. Frá Norðurlöndum
öðrum en Noregi voru skráð
skip eins og hér segir:
Svíþjóð 84 skip 395,674 br.reg.t.
Danm. 24 „ 49,243 „
Finnl. 87 „ 188,924 „
Islandi 80 „ 15,969
Fœreyj. 51 „ 14,837 „
Um vöxt félagsins er þetta
upplýst: Við lok seinni heims-
styrjaldarinnar voru skráð 2,7
milljónir br.reg.t. Á árinu 1956
komst talan yfir 5 millj. og árið
1962 var farið yfir 10 millj.
markið.
í viðtali sem blaðamaður frá
Norges Handels og Sjöfarts Tid-
ende átti við Thorvald Bruland
einn af forstjórum Det Norska
Veritas, leggur forstj. mikla á-
herzlu á hve samvinnan við yf-
irmenn skipanna sé mikilvæg til
þess að góður árangur náist. „Ég
get sagt óhikað, að öll okkar
Georg Vedeler, forstjóri Veritas.
starfsemi er byggð á því, að
reglunum sé framfylgt í reynd,
að skipin séu ekld misnotuð.“
Það er vitað mál og ætti öllum
að vera augljós, að séu skip mis-
notuð, t.d. með skakkri hleðslu,
eða viðhald þeirra vanrækt, er
bæði öryggi mannslífa stefnt í
hættu og ef til vill ekki síður
hinu efnahagslega öryggi.
í athyglisverðri forustugrein
um stofnun Det Norske Veritas
er sagt eftirfarandi:
„Við segjum í dag, að það hafi
verið stofnað í smáum stíl og
hávaðalaust. Kringum það var
enginn bumbusláttur eða leiftur-
blys,. sem skáru í augun. Snotur-
lega er skrifað í fundarbókina,
með einni undantekningu þó,
sem gæti minnt okkur á að þrátt
fyrir allt var þetta á tímum hins
hugmyndaríka Jules Vernes.
Hin fallega rithönd, sem einn-
ig er áberandi eftir þann 15.
september 1964, daginn sem Det
Norske Veritas hóf starf sitt,
má taka sem tákn þess trausta
og fagra handverks, sem skipa-
smíði var í þá daga. En þó það
sé viðurkennt, þá var það í raun-
inni ekki annað en undirstaðan.
Veritas, sem fæddist á fimmtug-
asta frelsisári þjóðarinnar, þró-
aðist einkum til manndóms á
ríkum erfðavenjum Norska
verzlunarflotans, og fékk þaðan
framtíðarhugsjónir sínar. Nýjar
smíðareglur voru settar. Hug-
takið burðarmagn var skilgreint
og með því reiknað í raunveru-
Ieikanum. Það hafði ekki verið
gert áður. Sennilega hefir það
sumsstaðar valdið óánægju. En
mestu máli skipti að skapa
venjur, nýjar venjur, sem juku
öryggið á sjónum og hið fjár-
hagslega jöfnum höndum.
Þessum venjum hafa stjórn-
endur Veritas fylgt í starfi sínu
alla öldina og inn í þá næstu.
Hættuárin 1914-18 og 1939-45
náðu ekki að brjóta á bak aftur
norska verzlunarflotann og ekki
heldur Det Norske Veritas. Enn
nýjar smíðareglur voru sam-
þykktar, nýjar leiðir farnar og
ráðist í nýjar gerðir skipa. Nýj-
um starfsviðum bætt við þó ær-
ið starf væri fyrir. En megin-
hugsjónin er meðvitað og ámeð-
vitað að auka öryggið á sjónum.
En svo yfirgripsmikið er starf-
ið nú orðið, að áhrifa þess gætir
langt út yfir siglingarnar, þess
gætir sífellt meir og meir í flest-
um greinum iðnaðarins. Ef til
vill var það þessi þróun, sem
mennirnir frá 1864 gátu ekki
séð fyrir.
En hinar veiku einstaklings-
•raddir, sem hófu samspil á árun-
um eftir 1860 og skópu Det
Norske Veritas, eru nú fullskip-
VÍKINGUR
66