Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 8
Rómantík á bjartri sumarnótt. vanur veiðimaður í Heiðarvatni, þekkti þar alla beztu veiðistað- ina, og kunni glögg deili á botn- festum, sem sumsstaðar voru til erfiðleika við veiðiskapinn. Átti hann bát við vatnið, sem hann notaði við lagnetjaveiði á haustin. Ég átti engan bát og var einn- ig ókunnugur veiðiháttum við vatnið. Sá ég það, að það mundi ákjósanlegt að bindast félags- skap með Jóni. Brá ég mér til Víkur á hans fund og sagði honum allt um mína hagi, og það með að ég væri tilbúinn til þess að fara í veiðitúr í Heiðarvatn, en bát hefði ég engan. Talaðist svo til okkar á milli, að við yrðum í félagi um að fara í vatnið. Ég skaffaði net og vaði, en hann bátinn. Leið svo að helgi um að fara í vatnið. Ég tók saman föggur mínar og fékk lánaðan hest hjá föður mínum, sem „Skúmur“ hét, mesti hesta gripur og maga- spakur. Við Jón höfðum sam- band okkar á milli í gegnum tal- símann, sem lá um sveitina og til Víkur. Veður var hið ákjós- anlegasta, sólskin og hiti, eftir því sem um var að ræða svo snemma sumars. Lagði ég svo af stað á „Skúm“ mínum, traustum fararskjóta, sem leið lá upp í Heiðardal að áliðnum degi, og skyldum við Jón hittast í Engi- sandi, sem er eyðibýli sunnan Arnarstakks, sem og varð. Jón hafði fengið lánaðan hest hjá Jóni Halldórssyni í Suður-Vík, svo að við vorum vel undir það það búnir að taka á móti veiði, ef að hún gæfist. Hittumst við félagi minn svo á ákvörðunar- stað, eins og um hafði verið sam- ið. Héldum við svo samferða nið- ur í Heiðaardalinn, og áleiðis að vatninu, sem hylur mikinn hluta dalsins, en há fjöll og heiðalönd umhverfis. Það var komið kvöld og logn í dalnum. Vatnið lá eins og speg- ill í vorblíðunni, enginn vind- gári hreyfði yfirborð þess. En um allt vatn voru boður af silungi, sem vokaði í yfir- borðinu og stökk og gleypti mý- flugur, því að mý er mikið á sumrin í Heiðardalnum. — Leist Jóni veiðilega á vatnið og var allmikill hugur í okkur að geta hafið veiðina sem fyrst. Bátur Jóns var að austanverðu við vatnið, í hrófi þar. Urðum við því að fara hálfa leið kringum vatnið. Austur og norður fyrir „Holt“ er svo heitir. Heita Litlu og Stóru Hvamrn- ar að vestan, sunnan og austan í kringum vatnið. Er það land gott til hagbeitu og er eign Reynishverfinga. En að norðan- verðu heita Flög, Langibakki og Skálabót. Er það land í eigu Heiðarsbænda. Það er marbakki allt kringum vatnið og mismun- andi langt út á hann. Lengst „undir Flögum“ á annað hundr- að faðmar. Þetta landgrunn er veiðisvæði, ádráttur veiðanna. — Lagnetja- veiðin fer fram í djúpinu utan marbakkans. Þá er við félagarn- ir komum að bátnum, ákvað Jón að við skyldum hefja veiðina að sunnanverðu við vatnið, — í „Hvömmunum“ og undir Holti. Aðstaða við svona lagaðar veið- ar er þannig, að hafðir eru tveir vaðir, sem festir eru við netið. Fyrst er róið út með annan vaðinn út á marbakkabrún, þar sem stutt er út á hann. Síðan er netið lagt þvert með landinu og síðan róið í land með seinna vað- inn. Að því loknu fara veiði- mennirnir, sem venjulega eru tveir, sinn að hvorum vað og hefst þá drátturinn. Aðdragandi er þetta frá 10—60 faðmar eftir því hvar verið er við vatnið. — Silungategundir þær sem í vatn- inu eru, eru bleikja, urriði og svo Komið að landi með veiði. 42 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.