Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 26
IJr fundargjörð Öldunnar
Guðmundur H, Oddsson tók saman
Fundur, 31. janúar 1900.
1. Vörpumálið: Bjami Sæmundsson
upplýsti, að varpa 50 faðma á
lengd og 5 faðma á dýpt, fengist
fyrir kr. 500.oo og var samþykkt
að kaupa hana.
2. Hannes Hafliðason skýrði frá því,
að Verzlunarmannafélagið, Stú-
dentafélagið og Reykjavíkurklúbh-
urinn hefðu í Iiyggju að koma sér
upp fundarhúsi, og bjóða þau Old-
unni þátttöku.
Málið mikið rætt. Síðan var
Þorsteinn Þorsteinsson skipaður
til að athuga þetta mál.
3. Tillaga frá Ilannesi Hafliðasyni.
„Félagið Aldan samþykkir að aug-
lýsa í einhverju blaði, að það vilji
framvegis útvega útgerðarmönnum
kringum landið formenn á skip
sín.“
Fundur 17. október 1900.
1. Lagður fram 10 kr. reikningur fyr-
ir fyrir blómsveig á leiði M.F.
Bjarnasonar. Rætt tun að reisa lion-
um minnisvarða.
2. Vitamál. Rædd og frestað til næsta
fundar.
3. Hannes Hafliðason. Að leita sam-
vinnu við dönsk skipstjórafélög, og
fara þess á leit við Alþingi, að
efnilcgir sjómenn verði styrktir til
utanferða til frekari lærdóms.
Fundur, 31. október 1900.
1. Álitið að félagið Aldan ætti ekki
að reisa Markúsi minnisvarða, en
að þeir félagsmenn, er það vildu,
gætu gert það ásamt öðrum, svo
sem útgerðarmönnum og fl. velunn-
urum Markúsar.
2. Vitamálin. Samþykkt að kjósa 3ja
manna nefnd til að undirbúa bæna-
Markús Bjarnason,
skólastjóri.
skrá og leggja liana fram til undir-
skriftar í vetur.
3. Umræður miklar um skýrslur þær,
er landsstjóri heimtar af skipstjór-
um. — Samþykkt að borðleggja
málið.
Fundur, 14. nóvember 1900.
1. Sölvi Víglundsson ræddi um nauð-
syn þess, að félagið ætti fána.
2. Rætt um eflingu styrktarsjóðsins.
3. Formaður taldi æskilegt, að lmldið
yrði jólatré fyrir börn félags-
manna. Samþykkt að fela for-
manni athugun á því.
Fundur, 28. nóvember 1900.
1. Samþykkt að félagið eignist fána.
2. Samþykkt að reyna að komast í
kynni einnig við norsk skipstjóra-
félög, og kaupa fyrir félagið
norska og danska „Sjöfarstidende."
3. Bárufélagið býður Öldunni kaup á
hálfri húseign sinni við Vonar-
stræti og í það kosin 5 manna
nefnd.
Fundur, 12 .desember 1900.
1. Neitað að vera með um kaup á %
Báruhúsinu. Meðlimir Stýrimanna-
skólans liafa stofnað skólafélagið
„Fram.“
2. Samkvæmt beiðni bæjarstjórnar um
að tilnefna 1 mann í undirbúnings-
nefnd (Aldamótaviðhafna), var
formaður kosinn samhljóða.
Aðalfundur, 9. janúar 1901.
Mættir á fundinn 37 félagar.
Styrktarsjóður kr. 3.373.59.
Formaður Þorsteinn Þorsteinsson,
ritari Jafet Ólafsson,
gjaldkeri Finnur Finnsson.
1. Samþykkt að styrkja Aldamóta-
haldið með kr. 30.oo.
Fundur, 23. janúar 1901.
1. Send álitsgjörð til Alþingis um ný-
byggingu vita.
2. Lesinn upp samþykktur reikningur
yfir ádráttarvörpu félagsmanna.
Fundur, 13. febrúar 1901.
Mættir voru á fundinum Tryggvi
Gunnarsson, bankastjóri og Helgi
Iíelgason frá Útgerðarmannafélaginu.
Tryggvi kvað það vera erindi
þeirra á fund að fá liðsinni Óldufé-
lagsins, til þess að bæta og vanda sem
mest vcrkun á saltfiski, einkum um
borð í fiskiskipum. Hann kvað það
mjög sorglegt, að saltfiskur frá verzl-
unum við Faxaflóa væri að rýrna í á-
liti meðal kaupmanna erlendis, og
væri því ekki vanþörf að ráða bót á
því hið fyrsta. Miklar umræður og
VÍKINGUR
60