Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 18
Þati var á framboðsfundi, þar sem tveir snillingar tókust á um hylli kjós- enda. Fyrri ræðumaðurinn talaði lengi og fjólglcga um allt það, sem liann ætlaði að afreka fyrir kjördæmið. Þegar liinn frambjóðandinn loks fékk orðið var ræða hans stutt: — Andstæðingur minn sparar mér að þreyta ykkur, kæru kjósendur. En ég vildi aðeins leggja áherzlu á, að þaS sem lrnnn lofaði ykkur ætla ég mér að efna. — ★ — Verkaskipti. Verðbólgan er það ástand kallað, þegar allir eru svo ríkir, að enginn hefir efni á neinu. Enski íhaldsþingmaðurinn séra Gott- skálkur Hansson var þekktur fyrir hnittin tilsvör. Eitt sinn, er hann var að halda ræöu á kosningafundi, greip einn kjósenda fram í framan úr sal: — Heyrið þér prestur minn, getið þér mettað 500 manns með tveimur fiskum 1 — Já, vissulega, svaraði prestur um hæl. — Ef livor þeirra er eins stór þorskur og þér! — ★ — Það er svipað með peningana og áburðinn. Hvorutveggja verður að dreifa út svo að gagni komi. Fjórhent á pianó. Jón átti gamlan bílskrjóð, sem hann kallaði Lúther. — Hversvegna kallarðu hann Lúther, spurði kunningi hans. — Vegna þess að hann stendur þama og getur ekki annað. —• ★ — Tóbías gamli sat og las í blaði: — Hugsaðu þér, kona. Iiér stendur að kameldýrið geti þrrolað í heila viku án þess að drekka. — Það er nú ekki mikið, svaraði konan snúðugt. Ég þekki kameldýr, sem getur drukkið í heila viku ári þess að gera handtak. — ★ — Forstjórinn fól skrifstofustjóra sín- um að ráða einkaritara: — Hún verður að vera dugleg og iðin, góður hraðritari og alls ekki yngri en 40 ára! — Eg skal gera mitt bezta, — en nefndi frúin yðar nokkuð hvort iiún ætti að nota gleraugu ? Frívaktin — Hve gamall eruð þér? — Sjötugur. — Hve lcngi hafið þér unnið liér? — 80 ár. — Hvernig má það ske? — Ég reikna eftirvinnuna með. — ★ — Flestir trúa því að ástin sé blind, en vilja þó halda því fram að hún rati í myrkri. Svo skal ég segja þér leyndarmál. — Ég átti að heilsa frá lienni mömmu og segja þér að hún fann flugu í rúsínukökunni, sem hún keypti áðan. — Heilsaðu mömmu þinni aftur, drengur minn, svaraði bakarinn, og segðu henni, að ef hún komi strax með fluguna skuli hún fá rúsínu í staðinn. Ung stúlka lá ein á stofu í sjúkra- húsi undir þunnu teppi og beið rann- sóknar. Tveir ungir alvarlegir menn í hvít- um sloppum komu inn í stofuna, tóku teppið af stúlkunni og fóru að atliuga hana. — Haldið þið að það þurfi upp- skiirð, spurði stúlkan kvíðin. — Það skuluð þér spyrja lækninn um, svaraði annar þeirra. Við crum bara að mála liérna! — ★ — Víffa er pottur brotinn. Kennslukona vestanhafs baðst lausn- ar frá störfmn, með eftirfarandi skýr- ingum: — Astandið cr orðið óþolandi. Kenn- ararnir óttast skólastjórann. Skóla- stjórinn er skíthræddur við skólanefnd- ina. Skólanefndin við foreldrana, for- eldrnmir við börnin, en börnin, þau hræðast livorki dauðann né djöfulinn! 52 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.