Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 21
MINNING
t
Stefán Guölaugsson
í Gerði í Vestmannaeyjum
Fædd'ur 6. des. 1888
Dáinn 13. febrúar 1965.
Stefán Guðlaugsson, skipstjóri
og útgerðarmaður fæddist í
Gerði í Vestmannaeyjum 6. des.
1888. Bjó hann þar allan sinn
aldur og var alltaf kenndur við
þann stað.
Hann andaðist laugardaginn
18. febrúar s.l. eftir langvarandi
vanheilsu. Kvaddi þar einn af
mestu sjómönnum Vestmanna-
eyja.
Hann var sonur Guðlaugs
Jónssonar og konu hans Marg-
rétar Eyjólfsdóttur frá Kirkju-
bæ, sem bjuggu rausnarbúi í
Gerði.
Stefán hóf strax sjómennsku
á unga aldri og fór fyrst til sjós
12 ára gamall, aldamótaárið,
með Jóni frænda sínum á sex-
æringnum Halkion. Stefán var á
vertíð í hálfan mánuð og fékk
200 til hlutar, sem þótti gott af
hálfdrættingi.
Sem hálfdrættingur heila ver-
tíð var Stefán ráðinn aðeins 15
ára gamall, á tólfæringinn ísa-
fold árið 1908. Þá voru liðin 114
ár síðan 12-æringi hafði verið
haldið út frá Vestmannaeyjum.
Formáður var hinn kunni sjó-
sjósóknari og aflamaður Friðrik
Svipmundsson frá Löndum. Ver-
tíðina 1905 var Stefán, 16 ára
gamall, ráðinn fyrir heilum hlut
á Immanúel, sem var tíróinn,
formaður Jóel Eyjólfsson frá
Kirkjubæ. — Þegar vélbátaöldin
hófst upp úr 1906 varð Stefán
háseti á vélbátum, m.a. á m/b
Bergþóru með Magnúsi í Dal.
Auk sjómennsku stundaði
Stefán á sumrin mikið fugla-
veiðar og eggjatöku, sem títt var
í Vestmannaeyjum, lá Stefán
mörg sumur við að veiða í Ell-
VÍKINGUR
iðaey og Suðurey, en hann þótti
hinn bezti veiðimaður, lipur og
snarpur í fjöllum.
Árið 1909 hóf Stefán for-
mennsku á fyrsta vélbátnum
með nafninu — Halkion. Bátur
þessi var 8,75 lestir, með 10
hestafla Dan-vél, súðbyrtur og
smíðaður í Frederikssund í Dan-
mörku, eins og fjölmargir fyrstu
vélbátanna. Var Stefán eigandi
að bátnum ásamt fleirum.
Stefán var síðan óslitið for-
maður þar til hann lét af for-
mennsku haustið 1956 — eða
samfleytt í 47 ár. Var hann þá
elzti starfandi formaður í Vest-
mannaeyjum og mun enginn
hafa verið eins lengi samfleytt
starfandi skipstjóri frá þessari
stærstu verstöð landsins.
Nær alltaf var Stefán fonnað-
ur á báti með nafninu Halkion.
Á sinni löngu sjómannstíð var
Stefán sérstakur gæfumaður sem
formaður, aflasæll og heppinn
og hafði ávallt á að skipa úrvals
mönnum, sem fylgdu honum í
fjölda ára. Sótzt var eftir að
koma unglingum í skiprúm til
Stefáns og voru síðan margir
þeirra í skiprúmi hjá honum í
áratugi.
Formennska og útgerð Stefáns
einkenndist alla tíð af sérstakri
framsýni og stjórnsemi, en af-
burða sjómennsku og skipstjórn
Stefáns var viðbrugðið. — Var
Stefán sérstaklega veðurglöggur
og sótti sjóinn fast.
Stefán var einn sá fyrsti, er
hóf netaveiðar við Vestmanna-
eyjar.
Á hinum erfiðu tímum eftir
1930 tókst Stefáni með dugnaði
sínum og útsjónarsemi við verk-
un þurrfisks að losa sig ogfleiri
útgerðarmenn úr hinum harka-
legu tökum heimskreppunnar.
Stefán Guðlaugsson var því
einn þeirra manna, sem með sókn
sinni á fengsæl mið og fram-
taki byggði upp hina blómlegu
byggð í Vestmannaeyjum og
lifði og tók þátt í hinni stórkost-
legu atvinnubyltingu 20. aldar-
innar.
Stefán hóf sjómennsku á ára-
skipi föður síns og frænda og
hélt hann áfram útgerð á þeim
grunni, sem lagður var, og sótti
ávallt á brattann til meiri og
betri framfara með því að fylgj-
ast með tækni og nýjungum á
hverjum tíma. Stefán lifði það
að sjá syni sína halda glæsilega
uppi merkinu að hætti hans
sjálfs.
Síðasta ferð Stefáns niður að
höfn var í janúar síðastliðnum,
þegar hann fór að skoða nýjan
Halkion — glæsilegasta skip
Vestmannaeyjaflotans í dag.
Þessi aldni sægarpur mátti
sannarlega muna tvenna tímana,
^sexæringinn Halkion í nausti á
hafnlausri strönd og svo vélskip-
ið Halkion, 260 tonna skip, í
einni myndarlegustu og örugg-
ustu hafnarkví landsins.
Stefán Guðlaugsson gat með
ánægju litið yfir lokið dagsverk,
hann var einn þeirra, sem hafði
í orðsins sönnu merkingu ávaxt-
að sitt pund.
Stefáns hægri hönd var kona
hans, Sigurfinna Þórðardóttir,
sem lifir mann sinn. Hjónaband
þeirra var sérlega farsælt og
voru þau hjón ávallt sem eitt í
blíðu og stríðu, þau 55 ár, sem
þau lifðu saman. Börn þeirra á
lífi eru: Guðlaugur fram-
kvæmdastjóri, Þórhildur húsfrú,
Gunnar vélstjóri og Stefán skip-
stjóri á Halkion, uppeldisdóttir
þeirra hjóna er Ragna Vil-
Frh. á bls. 59
55