Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 12
nafn tegundarinnar er Mergulus Alle eða Plautus Alle. Hið íslenzka halkionsnafn á haf- tyrðli er alþýðuskýring á kynja- fugli eins og Bjarni Sæmundsson segir: „Bábyljan um það, að haf- tyrðillinn væri sama og halkýon Suðurlanda hefur líklega komið ningað með farmönnum eða munk- hann leitar sér að æti, en er mest úti á opnu hafi aðra tíma ársins. Haftyrðlar eru smæstir álkufugla, ekki stærri en þrestir, líkir lunda í vexti, nema nefið, það er lítið, stutt og kúpt líkt og á rjúpu. Full- orðinn fugl í vorbúningi er svartur á baki, hvítur á bringu, nefið svart, fæturnir smáir, dökkir og með Hann er litfagur fugl, liturinn er merlandi sem fosfór og í sólskini glitrar hann sem smaragður. Með orðum er þó ekki unnt að gefa tæmandi lýsingu á jafn undrafögr- um gimsteini og fuglinn er, þegar hann situr og nýtur sólar. Óger- legt er að lýsa fuglinum, maður verður að sjá hann. Hann situr HaftyrSlar eru fuglar af svartfuglaœtt. um.“ Benedikt Gröndal tekur í sama streng í fuglatali sínu: ,,Ég veit ekki hvar það kemur fyrir, hvort það er í einhverjum Hómilíu- bókum eða prédikunum, en halkí- ónin var víst allsnemma tekinn inn í kristnina af klerkunum eins og pelikaninn.“ „Halkýon Suðurlanda" er nefni- lega allt annar fugl. Bjarni Sæ- mundsson kallar hann ísfuglinn (alcedo ispida) — flugkafarinn meðal spörfugla. Á ensku heitir þessi fugl kingfisher (konungs- fiskimaður). Ef borin er saman lýsing á lifn- aðarháttum flugkafara og haftyrð- ils, minna þeir þó talsvert á hvorn annan. Haftyrðillinn er á margan hátt kenjóttur fugl og því ekki nema eðlilegt að þjóðtrúin blandaði hon- um saman við erlenda kynjafugla. Hér á eftir fer lýsing Bjarna Sæ- mundssonar á haftyrðlinum: „Haf- tyrðillinn er hánorrænn fugl og eiginlega úthafsfugl, sem um varp- tímann heldur sig mest innan um hafísinn eða útjarða hans. — Hann hvílir sig á ísnum milli þess sem svartar fitjar. Haftyrðlar kviðra glaðlega á flugi. Haftyrðill er ein- kennandi á Thulesvæðinu og pólar- eskimóarnir veiða fuglinn í háf, fá þeir upp í 6 stykki í háfinn í einu. Haftyrðillinn er skemmtilegasti fugl, fjörugur í öllum hreyfingum, trítlar furðu fljótt á uppréttum fótum eða smýgur eins og rotta í urðunum, eða stillir sér upp á kletta til þess að njóta útsýnisins, eða tinsa sig til. Grímsey er eina varpstöð hans hér á landi. Hann verpir í þéttum stórum byggðum, hreiðrar um sig í glufum í berginu, eða í holum í urðunum, þar sem erfitt er eða ógerningur að komast að honum. Sagan um, að halkion (eða haf- tyrðill) geri sér hreiður úti á rúm- sjó eða kleki þar eggjum sínum er hreinasta bábylja." Sænskur fuglafræðingur kemst svo að orði um „Halkýon Suður- landa“ — flugkafarinn (e. King- fisher, s. Kungfiskaren, 1. alcedo ispida): „Flugkafarinn er eini full- trúi í Evrópu af fuglaætt, sem annars á heimkynni sin í hitabelt- islöndum. hljóður á skógargreinum, er lúta yfir vötn og læki, en við minnstu hreyfingu tindra og blika sólar- geislamir á málmgljáandi fjöðrun- um. Flugkafarinn lifir á smáfiskum og verpir í holum, sem hann gref- ur sér í árbakkana. Ef flugkafar- inn sér smáfisk, steypir hann sér í vatnið eftir honum, og í sólskininu er það eins og glóandi málmur falli sjóðandi í vatnið, en rautt, hvítt, blátt og grænt brennist með lit- og geislafegurð sinni á augað. Það er sjón, sem aldrei gleymist.“ Það, sem að öðru leyti einkennir fuglinn, er að ósjálfrátt virðist höfuðið of stórt fyrir búkinn, en þetta ósamræmi er hverfandi vegna þess hvað fuglinn er litfagur. Fætur flugkafara eru veikburða, þriðja og fjórða tá er samgróin og greinist í tvennt — er önnur oft kölluð Halkion eins og fuglinn, en hin Keyx. — Allt ber að brunni grísku goð- sögunnar, sem varð til fyrir öldum. Með því að bera saman nöfn og lifnaðarhætti þessara tveggja fjar- skyldu fugla, finnst mér verakom- 46 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.