Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 20
Upphafsár vélvæðmgar í Vestmannaeyjum
Siguröur Bjarnason.
GuSjón Jónsson, Hlíöardal.
Ólajur Jónsson, Yztaskála.
Skuld II, 16,36 tonn.
SmíSuS í Danmörku 1921.
„FriSþjófur“ 13,50 tonn.
SmíSaSur í Fœreyjum 1920.
Sigurður Bj arnason, var
fæddur að Stokkseyri 25. ágúst
1896. Foreldrar: Bjarni Jónas-
son og Árnlaug Sveinsdóttir.
Sigurður byrjaði ungur sjó-
mennsku í verstöðvum sunnan-
lands bæði á vélbátum og togur-
um. Til Vestmannaeyja fór Sig-
urður fyrst 1924 og var háseti
á „Goðafoss“ hjá Árna Þórar-
inssyni. 1927 byrjar Sigurður
formennsku með m.b. „Gitjon“
og svo „Enok II,“ sem hann átti
sjálfur og svo „Gullfoss“ og síð-
ar „Snig.“ Eftir það fór Sigurð-
ur úr Vestmannaeyjum og gerð-
ist formaður í Faxaflóa og þar
drukknaði Sigurður af m.b.
Jóni Guðmundssyni, féll fyrir
borð 31. júlí 1934.
Sigurður var mesti hreysti-
maður og aflamaður ágætur.
Guðjón Jónsson, Hlíðardal, er
fæddur að Steinum undir Eyja-
fjöllum 5. des. 1899. Foreldrar:
Jón Einarsson og Jóhanna
Magnúsdóttir og hjá þeim ólst
hann upp.
Guðjón fór fyrst til Vest-
mannaeyja 16 ára gamall til sjó-
róðra og réri þar á ýmsum bát-
um, t.d. „Nansen“ og „Höfrungi
I,“ sem hann átti hlut í. For-
mennsku byrjaði Guðjón 1930
með m.b. „Siggu.“ Eftir það er
Guðjón með eftirtalda báta:
,.Hebron,“ „Gullfoss" og „Skuld“
fram á þennan dag. Síðustu 25
árin hefur Guðjón mestmegnis
stundað dragnótaveiði og hefur
hann verið einn heppnasti for-
maður í Eyjum á það veiðarfæri.
Jafnhliða hefur Guðjón verið
stjórnsamur formaður.
ólafur Jónsson, Yztaskála, er
fæddur að Hvammi undir Eyja-
fjöllum 21. sept. 1897. Foreldr-
ar: Jón Auðunsson og Sigríður
Ólafsdóttir.
Ólafur fór ungur með foreldr-
um sínum að Yztaskála og ólst
þar upp. Strax og aldur leyfði
fór Ólafur til sjóróðra í Vest-
mannaeyjum og var þar fljót-
lega vélamaður í „Unnur 111“
hjá Þorsteini í Laufási, en 1938
tók Ólafur við formennsku á
Unni, því þá hætti Þorsteinn
formennsku. — Síðar er Ólafur
með eftirtalda báta: ,.Hjálpara,“
„Ástdísi“ og „Herjólf,“ eftir það
hætti Ólafur formennsku og
flutti norður á Hofsós og stund-
ar sveitabúskap. Ólafur var góð-
ur sjómaður og fjölhæfur mað-
ur á allan hátt.
1
T
1
I
64
VÍKINGUR