Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 6
FRÁSÖGN
Nikuíásar Jónssonar,
skipstjóra á
b.v. Earl Haig
Útdráttur úr
daghók skipsins
Nikulás Kr. Jónsson
skipstjóri.
Laugardaginn 7. febrúar.
Togað um nóttina til kl. 6 um morguninn, 35 sjómílur
norður af Kóp. Síðan stímað út á Hala. Þar norðaustan
stormur. Ekkert aðhafst. Trollið bundið upp. Haldið upp
í veðrið, fyrst með hægri ferð, en síðar smám saman bætt
við meiri og meiri ferð, eftir því, sem veðurofsinn fer vax-
andi. Notuð full ferð að lokum.
Kl. 11 e.m. reið brotsjór yfir skipið, er braut niður loft-
skeytastengurnar og sópaði fyrir borð öllu, sem lauslegt
var ofan þilja, lifrartunnum (60 alls) og fiskikössum. Rúð-
ur brotnuðu í brúnni.
Sunnudagurinn 8. febr.
Sami veðurofsinn og fyrr látlaus stórliríð og liörkufrost.
Kl. 4 e. m. var ég staddur í herbergi mínu. Kom stýrimað-
urinn þá niður til mín og sagði veðrið nú heldur vægara;
myndi sennilega vera óhætt að gera tilraun til þess að leita
lands. Fór ég þegar upp í brú, en var með naumindum
kominn þangað, þegar hrikalegur brotsjór hóf sig skyndi-
lega upp fyrir framan skipið. Haldið var upp í sjóinn svo
vel sem unnt var, en rétt áður en hann reið yfir skipið,
var vélin stöðvuð. Þó var krafturinn svo mikill á sjónum,
að hann mölbraut ofan af brúnni allan efri hluta stýris-
hússins, sem gerður var úr tré og svipti þilinu úr henni að
aftan. Samtímis hratt liann skipinu svo harkalega aftur á
bak, að stýrisstamminn snerist og lagðist stýrisfjöðrin
fram á skrúfublöðin bakborðsmegin. — Skipið lagðist á
stjómborðshliðina, þannig að sjór flæddi niður í það um
lúgur á „keis.“ Kolin, saltið og fiskurinn hentist til í skip-
inu, og voru menn sendir fram í lestina (gegnum „tunnel-
inn“) til þess að lagfæra það.
Skipið náðist fljótlega á réttan kjöl aftur, með því að
taka áfram á vélinni, en ómögulegt var að hafa stjórn á
því, því að stýrið var svo skakkt, að ekki var hægt að
koma því miðskipa. Rak því skipið með öllu stjórnlaust,
það sem cftir var dagsins, en án þess að fá veruleg áföll.
Mánudaginn 9. febr.
Látið reka sem fyrr, fyrir sjó og vindi til kl. 2 f. m.
Þá nokkuð farið að lægja veðrið. Reynt var að halda til
lands, en sú tilraun varð árangurslaus, þar sem aðeins var
hægt að stýra skipinu til bakborða. Gerð var tilraun til
þess að ráða bót á þessu moð því að setja út trollhlcra
stjómborðsmegin, en það nægði ekki á móti stýrinu. Var
því enn látið reka um stund. Sást þá skipsljós skammt í
burtu og var neyðarrakettu skotið til þess að'vekja á okk-
ur athygli. Kom skipið þegar á vettvang, en það var
brezki togarinn St. Brelaid. Var óskað eftir að hann biði
hjá okkur meðan tilraun yrði gerð til þess að lagfæra stýrið.
Vegna sjógangsins reyndist það ómögulegt og vom þá ráð-
stafanir gerðar til þess að aðkomutogarinn reyndi að draga
okkur til lands. Togvírar hans voru dregnir yfir til okkar
og einn liður af akkeriskeðju okkar lásaður við þá annars-
vegar, en í hinn enda keðjunnar voru togvírar okkar festir,
þannig að keðjan varð á milli víranna, til þess að draga
úr mestu rykkjunum.
Áður en skyggja tók um kvöldið sást til lands frá skip-
unum og vorum við þá staddir norðarlega í miðri Breiðu-
bugt. Var þá þegar breytt um stefnu og haldið í áttina til
Patreksfjarðar. Veður var dágott, en þó voru vírarnir
alltaf öðru hvoru að slitna.
Þriðjudaginn 10. febr.
Þegar komið var fyrir Bjarg tók aftur að livessa af NA.
Kl. 12 á hádegi komum við loks til Patreksfjarðar við
illan leik. Var þar lagzt fyrir akkeri og 5 liðum af koðju.
Veður var slæmt, NA. stormur og liríð.
Hér lýkur dagbókarútdrættinum. Eftir að lagzt liafði
verið á Patreksfirði var farið að huga að ýmsu um borð
í skipinu, sem gengið liafði úr skorðum. Var þar ófagurt
um að litast. Báðir bátarnir höfðu losnað og lafði annar
þeirra að hálfu leyti út af bátapallinum að framan. Báðir
voru þeir fullir af ís og bátaþilfarið allt að útliti eins og
samfelldur jökull. Loftnetið, sem var hringjanet, liafði
vafizt utan um aftur-mastrið, sem var að ummáli eins og
meðal-reykháfur.
Allan miðvikudaginn var unnið að því að koma stýrinu
í lag. Sendi útgerðarfélagið, sem var Hellyersbræður, þá
með bækistöð í Hafnarfirði, einn af toguriun sínum, Cer-
esio, til þess að fylgja okkur suður, því að báðir áttavitar
okkar liöfðu farið fyrir borð um leið og brúna tók af
skipinu.
Þó að langt sé liðið síðan viðburður þessi gerðist, eru
mér enn í minni þær móttökur, sem ég og skipshöfn mín
fékk að þessu sinni hjá Ólafi Jóhannsyni konsúl og fjöl-
skyldu hans á Patreksfirði. Þær mót.tökur komu sér vel,
])ví að flestir voriun við illa haldnir eftir liina erfiðu úti-
vist. Vil ég því nota þetta tækifæri til að þakka þessar
móttökur og þá vináttu, sem jafnan hefur mætt mér á hinu
gestrisna lieimili þeirra.
FRÁSÖGN
Jóns Högnasonar)
skipstjóra á
b.v. Gulltopp
Útdráttur úr
dagbók skipsins
Laugard. 7. febr. 1925.
Verið á Halamiðum. Ilægviðri og nokkur snjókoma.
Með birtu skellur á hvassviðri frá ANA. Kl. 2V2 e. md.
hætt að toga, var þá komið livassviðri og mikill sjór. Skip-
VÍKINGUR
Jón Högnason.
40