Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 7
ii ii ii 11111 iii iii 1111111 iii iii iii mn iii in ii 11111111111 iii i iii iii i ii llll■ll■ll■lll Sífellt er unniS a8 því a8 sérhœfa skip til ákveSinna flutninga. Skipi8 hér til hœgri er nýtt skip, 2675 tonn a8 stær8, œtla8 ein- göngu til flutninga á bifreiSum. Skipi8 get- ur flult 250 einkabifreiSir í einu. ii 111111111111 iii iii miiiiiimiiiiiiiimii iii iii iii ii iiiMiiimin iii iiMinmi þau fari sem bezt í sjó. Þetta er kennt í skólanum hér. Á þessu sviði sem öðrum er bóklegur lærdómur ekki einhlýtur, en nauðsynlegur. Reynslunni má ekki gleyma, því að enginn verður fullnuma án hennar. Til þess að bóklegt nám komi að fullum notum, verður að vera til góð kennslubók, svo alltaf sé hægt að rifja upp það, sem kennt hefur verið. Annars er hætt við að það rjúki smátt og smátt út í veður og vind. Vöruflutningar er það sem skipin „lifa “ á- Það er því nokkurs vert, að þeir sem um vörurnar eiga að sjá, og annast hleðslu þeirra, kunni vel til verka. Ég hef hér að framan talið upp nokkrar náms- greinar, sem ég tel nauðsynlegt að bæta og auka kennslu í, en það er tæknileg kennsla, sjóréttur, tungumál og heilsufræði, og auk þess að taka upp kennslu í tryggingarfræði, verkstjórn og stjórnun, og vöruþekkingu og vöruhleðslu. Ég hef um leið reynt að færa rök fyrir því í stuttu máli, að þetta sé nauðsynlegt. Mér er þó ljóst, að það sem ég hef sagt hér að framan er langt frá því að vera tæm- andi, því ótal margt er hægt að segja þessu máli til stuðnings, svo of langt mál yrði að telja það allt upp. En hvað sem um það er, þá má slá því föstu, að íslenzkir skipstjórnarmenn á farskipum verða að standa jafnfætis erlendum starfsbræðr- um sínum í menntun og öllu því er að starfi þeirra lýtur. En þeir verða um leið að gera sér það ljóst, að með tilkomu sjálfvirkni og fjarstýringu og fækkun skipsmanna, eykst starf þeirra og ábyrgð að miklum mun, og að með meiri menntun, sem þeir fá, verða gerðar meiri kröfur til þeirra. Menn verða engu síður að gera sér ljóst, að bóklegt nám er ekki nægilegt til að gera menn fullhæfa til starfsins. Þeir verða að kynnast starfinu sjálfu og þjálfast í því. Öll viðleitni í þá átt að stytta reynslutíma skipstjórnarmanna, er með þarf til að veita þeim réttindi til skipstjórnar, eða skerða VfKINGUR reynslu þeirra á annan hátt, hlýtur að vera á- hyggjuefni fyrir hvern þann, sem ber hag og vel- ferð íslenzkra siglinga og sjómanna fyrir brjósti. Það getur engum verið til gagns, ekki skipstjórn- armönnunum sjálfum, ekki útgerðarmönnum, sem vitað vilja hafa sem færasta menn á skipum sín- um, og ekki siglingum Islendinga í heild. Jón Eiríksson. LÍFSFRÓUN. Er Drottinn valdfesti „verði ljós,“ hann vildi sjá til að skapa, og lífið spratt upp til lands og sjós, með lindýr, hákarla og apa. Við geisla sólar upp gróska þaut, það glóði af velsæld hver staður, þá fann hann loksins upp formið naut, og fyrsti þjónn þess var maður. Andi spurnar því að mér skaut, - sem ætti nánar að kanna, - hvort öskri og belgi sig ofmörg naut á akri Drottins og manna? 1964 Gísli Indriðason. 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.