Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Page 12
suðvestur af Dyrhólaey. Lunda- drangur, sem er eins og kastali suður af eynni, er hann syðri grunnlínupunktur í landhelginni, og svo síðast Háidrangur, milli Dyrhólaeyjar og Lundadrangs- Auk þess eru flúðir og sker und- an Dyrhólaey, en koma eigi við sögu. Háidrangur er hæstur af Dyrhóladröngum, 56 metrar á hæð og mikið til þverhnýptur allt um kring. Er hann sögufrægast- ur af dröngunum, og kem ég að því síðar. Dyrhólahverfingar hafa frá ó- munatíð stundað eggjatekju og fugla, þá er gefið hefur í drang- ana. Fóru þeir venjulega tvær ferðir árlega í drangana. Fyrst í svartfuglaeggin 6 vik- ur af sumri og svo til fýlunga- tekju 17 vikur af sumri. Allmjög var það misbrestasamt að dranga- færi væri á þessum tíma, sjór varð að vera ládauður, svo að hægt væri að leggja að dröngun- um. Mest var af svartfug’inum í Mávadrang. Var auðveld upp- ganga í dranginn. Fóru dranga- menn ávallt með fjallabönd með sér, því að síga varð í drangana, því að á sillum verpti langvían, og fýllinn. Auðveldust var u])p- gangan í Lundadrang. Drangur- inn er holur að innan og boga- göng inn í hann að fara. Fr sú leið fær á áttæring inn í drang- inn og fóru Dyrhólahverfingar ávallt þá leið, þá er þeir fóru í dranginn. Er það mjög undra- vert að sjá hvernig sjórinn hefir holað móbergið í drangnum. 1 Lundadrang var allmikil eggja- taka og éins allmikið af fýl. Háidrangur var ekki nytjaður fyrr en laust fyrir síðustu alda- mót, var hann ókleifur en hafði lengi freistað drangamanna sök- um þess að uppi er hann sléttur og grasi vaxinn. Verpti þar mikil mergð af fýl, sem ekki var hægt að ná. Reynt hafði verið að klífa dranginn, en eigi tekist, hafði maður hrapað þar til bana við slíka tilraun. Svo var það vorið 1896 að Hjalti Jónsson (Eldeyjar Hjalti), semur við landeigendur að leggja veg upp á dranginn. Tókst sú til- raun með ágætum, rak Hjalti fleyga í bergið og lagði síðan járnkeðju í dranginn þar sem að ókleifir hjallar voru. Hjálpar- maður Hjalta við þetta verk var Skúli Unason á Fossi í Mýrdal. Eftir þetta var ávallt farið i Háadrang þá er færi gafst. — Fyrstu árin var upp undir eitt þúsund fýlungar, sem teknir voru uppi á Háadrang, en fór svo smá minnkandi, á síðari árum sem drangaferðir voru stundaðar mun tala fýlunga uppi á drangnum hafa verið nálægt fimm hundr- uðum. Það er eins með Dyrhóladranga og Reynisdranga, að drangaferð- irnar eru nú aflagðar fyrir all- löngu síðan. Þó var farið lengur í Dyrhóladranga, jafnvel eitthvað fram yfir 1940. Drangamenn voru ýmsir full- hugar úr Dyrhólahverfi, svo sem Loftsalabræður Þorsteinn og Björn Guðmundssynir. Þá var Eyjólfur Jakobsson á Dyrhólum mikill fjallamaður. — Sennilega mun hann síðastur hafa farið á Háadrang. Sagði hann mér að festin, sem Hjalti lagði væri orð- in allmjög ryðbrunnin og tærð þar sem hún lá í grasi á brún- inni á drangnum. Það væri auð- velt að lenda þyrlu á Háadrang, svo sléttur er hann að ofan og stór um sig. Þessar drangaferðir í DyrhóJa- dranga eru nú lagðar niður, því miður. Þetta var íþrótt, sem stælti og lcallaði til dáða syni sveitarinnar. Það er með dranga- ferðirnar í Mýrdal, að þær hafa orðið að þoka fyrir ýmsu nýju, sem nýi tíminn hefur flutt með sér, en skapar enga afreksmenn. gen'ð aS undirbúa niSursetningu. Yfirvélstjórinn, Bergsveinn Bergsveinsson, fylgist meö starfi kafaranna. VlKINGUR 194

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.