Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 14
GRASKARFINN ER FURÐUFISKUR Graskarfinn getur oröið 1 meter á lenga. 1 Austurlöndum, einkum í Kína, er fiskur sem kallaður er Graskarfi — ctenopharyngod'in idella, — er hann merkilegur að því leyti, að hann er grasæta, og heldur sig því mikið í skurðum og vatnsfarvegum, þar sem gróð- ur er mikill. Er hann athafna- samur að naga gróðurinn, sem annars mundi vaxa og stífla vatnsrennslið á skömmum tíma. Kínverjar telja að 7 ára gam- all geti hann orðið um 30 kg, enda talið að hann éti 1,5 sinnum þyngd sína á degi hverjum. Hanti syndir afbragðs vel og stekkur, að sögn, 2 til 3 m upp úr vatninu. Sennilega er þetta enn ein saga um þá „stóru.“ En hvað um það, þar sem gróður vex ört er hann mjög nytsamur að halda við straumlitlum áveitum eða af- rennslisskurðum. Síðan 1948 hafa verið gerðar tilraunir í allstórum stíl með flutning á karfaseiðum þessum til Norðurálfunnar, — einkum Austur-Evrópu, meðal annars Ungverjalands og Póllands. — Benda skýrslur um þessa starf- semi til þess að karfinn venjist fljótlega loftslaginu og græðgi hans er óseðjandi í allar tegundir gróðurs í vatninu. Á 2—3ja rn dýpi getur hann örugglega lifað þó frostið fari niður í 25 stig á C. Erfiðlega hefir gengið að fá hann til að auka kyn sitt, en það hefir þó tekist að sögn í Ung- verjalandi. Danir eiga í nokkrum erfið- leikum með að viðhalda af- rennslisskurðum hjá sér, sem taldir eru samanlagt um 18,000 km, ýmist á vegum ríkisins eða sýslufélaga. Fara árlega milljón- ir króna í að hreinsa þá. Hafa verið uppi áætlanir um að blanda eitri í vatnið til þess að hefta gróðurinn. En vísindamenn eru því andvígir vegna þess, að það muni eyða fiskinum í fjörðum og ám. Nú er í ráði að flytja inn kínverska grasfiska til þess að setja í danska læki, og eiga þeir von á eitt þúsund seiðum frá Hong Kong. Ef fyrirtækið lukk- ast, eygja þeir möguleika til sparnaðar við „grasklippingu" í lækjum og skurðum, og losna þá um leið við deilur um það, hvort ríkissjóður eða sveitafélögin eigi að halda lækjunum við. Endurs. úr Berl Tidende. Hallgr. Jónsson. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111! 111 i SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11 Siml 16593 Pósthólí 425 * Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 3—5.30. laugardaga 10—12. 196 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.