Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 3
Hinn almenni áhugi, sem komið hef- ur í ljós meðal sjómanna við undirbún- ing Víkings og móttöku hans, bendir ótvírætt til þess, að ritsins sé full þörf. Að einmitt í sérstöku velútbreiddu sjó- mannablaði sé hinn rétti vettvangur til þess að ræða útgerðarmálin og allt það, sem undir þau heyrir. Að sjálfsögðu láta vélstjórarnir sig ekki vanta. Hafa þeir sýnt það í dálk- um vélstjóraritsins, að margir þeirra hafa áhuga á útvegs- og sjómanna- málum almennt. Tómstundunum er og ekki betur varið á annan hátt, en að láta í ljós skoðanir sínar á sjávai'út- vegsmálum. Er ekki ólíklega til getið, að margt væri öðruvísi og betra um útveginn nú, ef sjómennirnir sjálfir hefðu látið sig meiru skipta hin almennu mál hans á undanförnum árum. Hallgr. Jónsson." Með þessu kjarnyrta ávarpi Hallgríms hófst hin gagnmerki ritferill hans. Víkingurinn varð hans vett- vangur sem hann vék ekki af til æviloka. Blaðið var alla tíð hans óska- barn og ekki verður á neinn hall- að, hvorki lífs né liðinn þótt ég fullyrði, að enginn hafi lagt því til margþættara eða betra efni frumsamið og þýtt. Ritleikni Hall- gríms hvað snerti mál og stíl var slík, að efnið varð lifandi; vakti athygli lesenda og áhuga. Og launin? Þau voru engin. — Og þó. Hinar óteljandi greinar hans um margvíslegustu efni munu lifa á síðum Víkingsins um ókomna tíð, sem óbrotgjarn minn- isvarði. En nú er þar skarð fyrir skildi. Hann naut þakklætis og virð- ingar íslenzkrar sjómannastéttar, sem hann helgaði starfskrafta sinnar löngu og farsælu ævi. Hallgríms Jónssonar minn- umst við ávallt, er góðs manns verður getið. Víkingurinn og við, sem unnum með honum, sendum okkar hinztu þakklætiskveðju. Skólaslit Stýrimannaskólans í Westmannaeyjum Víkingur birtir hér sérstæða skólauppsögn þessa merka skóla, en skólinn hélt áfram starfsemi sinni í húsakynnum Stýrimanna- ckólans í Reykjavík seinni hluta sl. vetrar vegna eldgossins í Eyj- um. Nú hillir undir endurreisn Eyj- anna og er von okkar a<5 Eyja- menn geti brátt óhultir haldiö til heimahaga sinna. Eyjamenn hafa á aðdáunarverðan hátt hald- ið hópnum saman í þrengingum sínum staðráðnir í að endur- byggja heimabyggð sína. — Já, segja má að hér ríki sannur sjó- mannskjarkur. — Ö.S. Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum var slitið í Reykja- vík að Hótel Sögu á lokadaginn hinn 11. maí sl. Frá skólanum luku 25 sjómenn skipstjórnarprófum í vetur. — I skólaslitaræðu sinni minntist skólastjóri í upphafi drukknaðra sjómapna á liðnum sjóslysavetri og allra í sjómannastétt, sem þjóðin hefur orðið að sjá á bak. Skólastjóri sagði m. a.: „Það þarf ekki að eyða að því mörgum orðum hve veturinn hefur verið okkur tslendingum erfiður, en í allri óhamingju Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga fylgdi þó sú mildi, að engan sakaði og engin kona eða börn misstu fyrirvinn- una vegna eldgossins“. Síðan var lýst prófum, en 7. apríl luku 14 nemendur fiski- mannaprófi 1. stigs, en einn nem- andi mun væntanlega ljúka próf- inu að fullu í haust, svo að sam- tals ljúka þá 15 nemendur þessu prófi frá skólanum. Hæstu einkunn á fiskimanna- prófi 1. stigs hlaut Helgi Ágústs- son frá Seyðisfirði 7,09, sem er góð 1. einkunn, en hæst er gefið 8. Fiskimannaprófi 2. stigs lauk 10. maí og luku 11 nemendur því prófi. — Fimm nemendur fengu einkunn yfir 7. Hæstu einkunnir hlutu: Lúðvík Einarsson Ási Breiðdalsvík 7,58, sem er mjög góð ágætiseinkunn; annar varð Steindór Árnason Vestmannaeyj- um 7,42, sem einnig er ágætis- einkunn; 3. varð Birgir Laxdal Baldvinsson Svalbarðsstr., Eyja- firði með 7,23, sem er mjög há 1. einkunn (ágætiseinkunn er 7,25), Jón Stefánsson Þórshöfn 7,17, Magnús Þorsteinsson Ólafs- firði 7,11. Prófdómarar í siglingafræði- greinum skólans voru Árni E. Valdimarsson og Róbert Dan Jensson sjómælingamenn, Rvík, auk þeirra Einar Haukur Eiríks- son, Einar Guttormsson, Haf- steinn Bergþórsson og Jón Hjaltason hrl., sem hefur verið formaður prófnefndar frá upp- hafi skólans. Við skólaslitin voru nemendum veitt ýmis verðlaun. Frá skólan- um fengu hæstu nemendur bóka- verðlaun. Þá afhenti Einar Sig- urðsson útgerðarmaður fagran veggskjöld, fyrir hæstu einkunn. En þannig verðlaun hefur Einar gefið hæsta nemanda skólans frá upphafi. Mynd veggskjaldarins er aldrei sú sama hvert ár, en tengd sjósókn úr Vestmannaeyj- um. Þetta eru því sérstæð og skemmtileg verðlaun og í ár var á skildinum bátur á siglingu fyr- ir Eiðinu í Vestmannaeyjum, en í baksýn var eldgosið. Við þetta tækifæri minntist skólastjóri nokkrum orðum á föð- VlKINGUR 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.