Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 49
Hornblower fer til sjós eftir C. S. Forester Báröur Jakobsson þýddi Heitar kulur Við hvert hom virkisins voru turnar, sem náðu út fyrir aðal- veggina, og uppi á suðvestur turninum stóð lítill varðturn, en þar var fánastöngin. Bush og Hornblower stóðu uppi á turnin- um, Atlantshafið framundan en að baki hinn langi Samanáflói. Yfir höfðum þeirra blöktu tveir fánar, hvíti brezki orustufáninn og rauði og guli spánski fáninn neðan við. Vera mátti að um borð í Renown gætu þeir ekki greint litina, en þeir mundu áreiðanlega sjá flöggin tvö. Þegar þeir síðan heyrðu þrjú skot og beindu sjón- aukum sínum að virkinu, þá hlutu þeir að sjá flöggin síga, vera dregin að hún aftur, síga, rísa. Þrjú skot, flöggin látin síga og síðan dregin upp aftur tvívegis. Það var merkið um að virkið væri á valdi Englendinga, og Renow hafði séð þetta, því að búið var að leysa úr seglum, hagræða þeim og skipið farið að sigla áleiðis hina löngu leið meðfram skag- anum. Bush og Hornblowr höfðu til skiptist eina kíkinn, sem fundizt hafði í virkinu, og meðan annar hafði sjónaukann, gat hinn varla á sér setið af óþolinmæði. I svip- an horfði Bush um sjónaukann á ströndina í fjarska, en Horn- blower benti vísifingri þangað í átt, sem hann sjálfur hafði verið að horfa rétt áður. „Þér sjáið það,“ sagði hann. Lengra inn með firðinum heldur en skotvirkið stendur. Þarna er bær, Savana er hann kallaður. Og enn fjær eru skipin. Þau munu létta akkerum senn hvað líður.“ „Sé þau,“ sagði Bush með kík- inn fyrir auga. Fjögur lítil skip. Engin segl uppi — ekki gott að segja hvers konar skip þetta eru.“ „Auðvelt að geta sér til um það, herra.“ „Já, ég býst við því,“ sagði Bush. Þarna rétt við Monasundið var ekki þörf fyrir stór herskip. Helftin af siglingum um Karíba- hafið fór þarna um, innan við þrjátíu mílur frá Savanaflóa. Hraðskreið og lipur skip, með tvær til þrjár langdrægar byssur og stóra áhöfn, gátu auðveldlega skotizt út og rænt skip undir vernd virkjanna, sem öruggt mátti heita að héldu óvinaskip- um í hæfilegri fjarlægð. Atburðir gærdagsins höfðu og sýnt það. Ræningjaskipin þurftu varla að vera úti á hafi yfir nótt. „Þeir vita nú að við höfum tekið virkið,“ sagði Hornblower. Þeir gizka á að Renow muni senn koma á vettvang. Þeir geta notað báta til dráttar og nota akkeri eins og við í gær og þeir geta meira að segja róið. Þeir verða komnir út úr flóanum áður en hendi er veifað. Og frá Engano- nesi til Martinique er blásandi byr.“ „Það er mjög sennilegt allt saman,“ sagði Bush. Með sömu hugsun sneru þeir sér báðir við til þess að horfa á Renown. Skipið sneri að þeim skut, seglin voru lögð út á stjórn- borðsbóg, og verið að byrja á hin- um langa sveig út til hafs. Lang- ur tími mundi líða þar til skipið gæti snúið við og lokað rottugat- inu. Bush sneri sér aftur við og athugaði hinn skjól'góða flóa. „Það er bezt að manna fallbyss- urnar og vera við því búinn að taka á móti þeim,“ sagði hann. „Já, herra,“ sagði Hornblower en hikaði við. „Við höfum þá ekki lengi í skotfæri. Þau rista grunnt og geta farið mun nær tangan- um heldur en Renown. „En það þarf heldur ekki mik- ið til þess að sökkva þeim,“ sagði Bush, ójá, ég skil livað þú ert að fara.“ „Rauðglóandi kúlur gætu gert allan muninn, herra,“ sagði Horn- blower. „Svara þeim í sömu mynt,“ sagði Bush og brosti breitt af ánægju. í gær hafði Renown orðið að þola það víti, sem rauð- glóandi kúlur komu af stað. Að því er Bush snerti var það bara ánægja að steikja nokkra Spán- ver j a. „Rétt er og, herra,“ sagði Hornblower. Hann brosti ekki eins og Bush. Hann var ýrður á svip, þrúgaður þeirri hugsun að sjóræningjarnir slyppu og gætu haldið áfram hermdarverkum annars staðar, og allt varð að gera til þess að hindra þetta. „Ég kemst fram úr því ein- hvern veginn, herra.“ Ég skal veðja um að enginn okkar manna kann þetta.“ Kúlur var aðeins hægt að hita í landi. Skip á hafi úti gat ekki átt undir því, þar sem það var sjálft úr eldfimu efni, að leggja til orustu með kynt bál um borð. Sæfarar létu það eftir landkröbb- um að nota glóandi kúlur í strand- virkj um. „Ég reyni að finna hvernig fara skuli að þessu sjál'fur," sagði Hornblower. Hann var föl- ur, skítugur og skeggjaður, en í svip hans börðust þreyta og ákafi næsta einkennilega. Bush vissi ekki fyrr en hann hafði rétt Hornblower sjónaukann. „Má ég aðeins lítast um áður en ég fer niður? Átti ég ekki á von. Tvímöstrungurinn er að leggja af stað og notar vörpu, herra. Innan klukkustundar verð- ur hann kominn í skotfæri. Ég ætla að setja menn að fallbyss- unum. Sjáið þér sjálfur," sagði hann og steðjaði niður turnstig- ann. Þegar Bush leit í sjónauk- ann fékk hann staðfestingu á því, sem Hornblower hafði sagt. í það minnsta eitt skipanna inni í fló- anum var tekið að hreyfast. Hann svipaðist um allt í kring svo sem VÍKINGUK 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.