Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 25
Ekki ósennilegt að miðunarskífa vík- inganna hafi verið eitthvað í þessum dur. ur Ramskou safnvörður ritað bók, sem nú hefur m. a. verið þýdd á sænsku, og er þar þessum málum gerð mikil skil og góð. Það er ef til vill ekki furða, þótt víkingar hafi fyrstir manna i sögunni vogað sér út á hinn víða sæ, hafi þeir haft það, sem hér hefur aðeins verið nefnt sér til hjálpar — og hver veit nema þeir hafi vitað sitthvað fleira, þótt hvergi sé nefnt. Helztu heimildir um siglingar norrænna manna, íslenzkar bækur fornar, eru kunn- ar að því, fræðimönnum til mik- illar skapraunar, að nefna laus- lega eða ekki það, sem hversdags- legt var, og því vita menn einatt lítið um daglegt líf manna og störf. Hitt er svo annað mál, að það siglir enginn í blindni frá Noregi til Grænlands (án við- komu á Islandi eða annarsstað- ar) án þess að kunna allverulega til siglinga. Ella væri það heimska og áhættuspil, og nor- rænir menn voru engir hugsun- arlausir bjálfar, um það ber sag- an gleggstan vott. Maður nokk- ur rauðhærður, sem útlægur var gerður frá íslandi, lagði upp í ferð, sem stóð í þrjú ár. Það er ætlað að þessi rauðhærði ævin- týramaður hafi farið um 5000 km. vegalengd og það um haf, sem að jafnaði er talið til hættu- slóða. Þetta gerir enginn blábjáni, VlKINGUR sem tekur í blindni hvaða áhættu, sem er, enda var maðurinn ó- heimskur að því er íslenzkar sög- ur herma. Hann hét Eiríkur að kenningarnafni hinn rauði, og hann hefur án efa vitað fleira um hvað hann var að gera og gat gert heldur en sögur segja. Nor- rænir menn vissu hvert þeir voru að fara á skipum sínum, ella hefðu ferðir þeirra ekki orðið jafn margar, langar og áhrifa- miklar. Hugsanlegt er að miðunarskífa víkinga hafi verið, eins og mynd- in sýnir. Þrjátíu og tvær áttir eru markaðar eins og takkar. Þegar sást til sólar mátti nota þetta áhald svo sem hér segir: Nauðsynlegt var að vita um sól- arupprás ákveðins dags — og töflur voru til um það. Töflur Stjörnu-OIdda frá því um árið 1000 (handrit, sem geymir þess- ar töflur, er yngra) segja t.a.m. að 5. jóladag komi sól upp mitt á milli austurs og suðausturs. (Stjörnu-Oddi notaði annars „hálft hjól“, þ. e. hálft þvermál sólar, til þess að kveða á um það hvernig hádegisstaður sólar breytist). Væri miðunarskífan notuð, þá varpaði miðteinninn skugga þvert frá takkanum aust- ur-suð-austur, það er í vestur- norð-vestur. Ætti nú að sigla í norð-vestur, þá var hinum lárétta stefnuvísi snúið að takkanum, sem sýndi þá átt. Svo var skipinu hagrætt þar til stefni sneri í sömu átt og vísirinn — og svo var siglt af stað! Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: það kemur aldrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafír, því áföllin geta hent hvern sem er,hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.