Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Qupperneq 25
Ekki ósennilegt að miðunarskífa vík- inganna hafi verið eitthvað í þessum dur. ur Ramskou safnvörður ritað bók, sem nú hefur m. a. verið þýdd á sænsku, og er þar þessum málum gerð mikil skil og góð. Það er ef til vill ekki furða, þótt víkingar hafi fyrstir manna i sögunni vogað sér út á hinn víða sæ, hafi þeir haft það, sem hér hefur aðeins verið nefnt sér til hjálpar — og hver veit nema þeir hafi vitað sitthvað fleira, þótt hvergi sé nefnt. Helztu heimildir um siglingar norrænna manna, íslenzkar bækur fornar, eru kunn- ar að því, fræðimönnum til mik- illar skapraunar, að nefna laus- lega eða ekki það, sem hversdags- legt var, og því vita menn einatt lítið um daglegt líf manna og störf. Hitt er svo annað mál, að það siglir enginn í blindni frá Noregi til Grænlands (án við- komu á Islandi eða annarsstað- ar) án þess að kunna allverulega til siglinga. Ella væri það heimska og áhættuspil, og nor- rænir menn voru engir hugsun- arlausir bjálfar, um það ber sag- an gleggstan vott. Maður nokk- ur rauðhærður, sem útlægur var gerður frá íslandi, lagði upp í ferð, sem stóð í þrjú ár. Það er ætlað að þessi rauðhærði ævin- týramaður hafi farið um 5000 km. vegalengd og það um haf, sem að jafnaði er talið til hættu- slóða. Þetta gerir enginn blábjáni, VlKINGUR sem tekur í blindni hvaða áhættu, sem er, enda var maðurinn ó- heimskur að því er íslenzkar sög- ur herma. Hann hét Eiríkur að kenningarnafni hinn rauði, og hann hefur án efa vitað fleira um hvað hann var að gera og gat gert heldur en sögur segja. Nor- rænir menn vissu hvert þeir voru að fara á skipum sínum, ella hefðu ferðir þeirra ekki orðið jafn margar, langar og áhrifa- miklar. Hugsanlegt er að miðunarskífa víkinga hafi verið, eins og mynd- in sýnir. Þrjátíu og tvær áttir eru markaðar eins og takkar. Þegar sást til sólar mátti nota þetta áhald svo sem hér segir: Nauðsynlegt var að vita um sól- arupprás ákveðins dags — og töflur voru til um það. Töflur Stjörnu-OIdda frá því um árið 1000 (handrit, sem geymir þess- ar töflur, er yngra) segja t.a.m. að 5. jóladag komi sól upp mitt á milli austurs og suðausturs. (Stjörnu-Oddi notaði annars „hálft hjól“, þ. e. hálft þvermál sólar, til þess að kveða á um það hvernig hádegisstaður sólar breytist). Væri miðunarskífan notuð, þá varpaði miðteinninn skugga þvert frá takkanum aust- ur-suð-austur, það er í vestur- norð-vestur. Ætti nú að sigla í norð-vestur, þá var hinum lárétta stefnuvísi snúið að takkanum, sem sýndi þá átt. Svo var skipinu hagrætt þar til stefni sneri í sömu átt og vísirinn — og svo var siglt af stað! Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: það kemur aldrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafír, því áföllin geta hent hvern sem er,hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.