Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 31
þessi troll með góðum árangri. íslenzkir bátar, einkum frá Vest- mannaeyjum, hafa talsvert notað troll svipuðum þeim, sem hér um ræðir, en þó með tvöföldum gröndurum í stað þrefaldra. Hafa þeir oft fengið góðan afla í þessi troll. Með tilkomu okkar stóra og glæsilega skuttogaraflota skapast að sjálfsögðu auknir möguleikar til að fiska með stærri trollum en áður var. Því er nú brýn ástæða til þess að gera margháttaðar veiðitilraunir með nýjum gerðum varpna. Þetta hefur nokkuð ver- ið gert að undanförnu bæði á veg- um einkaaðila og hins opinbera eða í samvinnu beggja. En nú er víst komið að frumtil- gangi þessarar greinar, en það er að gera grein fyrir þeim veiðitil- raunum, sem gerðar voru með þýzkri vörpu (myndir 2 og 3) í apríl—maí sl. Fyrst er þó rétt að taka fram, að nokkrar styttri undirbúningstilraunir voru gerð- ar í fyrra með slík troll á r/s Bjarna Sæmundssyni, bv. Maí og bv. Karlsefni. 1 þeim tilraunum tókst að vísu ekki að fiska að staðaldri meira en í önnur troll, en ýmsar nytsamar upplýsingar fengust þó. 3. 2. Tilraunin á Vigra. Farnar voru tvær tilrauna- veiðiferðir. 1 hinni fyrri 13.4.— 24.4. var eingöngu fiskað með þýzkum trollum. Hið fyrra var úr næloni aftur að poka, sem var úr poiyethylen. Þetta troll er sýnt á 2. mynd. Hitt trollið var allt úr polyethylen og í sjálfu sér eins og hitt, nema hvað belgspólur voru færri. Troll þetta er sýnt á 4. mynd. 1 síðari ferðinni, sem stóð yfir frá 27.4—6.5., var bæði fiskað með þýzku trollunum og venjulegu Marz-trolli. Ástæðan til þess, að ekki var stöðugt fisk- að með þýzku trollunum var sú, að varastykki í þau höfðu að nokkru gengið til þurrðar, svo að tímafrekar netaviðgerðir leyfðu ekki annað. Þá rifnaði polyethyl- entrollið einnig svo illa á flaki, að það varð ekki notað meira. Áður en byrjað verður að f jalla um árangur tilraunarinnar sem slíkrar, er rétt að minnast á þá galla eða vandamál, sem því eru samfara að nota trollið. Það segir sig sjálft, að einu kostirnir við það að taka upp stærra, flóknara og viðkvæmara troll, eru að fá meiri afla. Fyrsti gallinn er stærðin á trollinu og þá einkum 100 feta bobbingalengjan. Þetta vandamál var leyst með því að færa hóf- skeggið (skeifuna) aftar. Með því fyrirkomulagi hlutust engin vandræði. Hitt er svo rétt að benda á, að unnt er að fá slík troll með 60 feta bobbingalengju, sem reynast kann skilyrði fyriis notkun slíkra trolla á ýmsum minni skuttogaranna. Næsti galli er höfuðlínuhlerinn (mynd 5). Á Vigra notuðum við ýmist tréhlera eða álhlera. Báðar gerðirnar voru þungar og tré- hlerarnir þörfnuðust oft við- gerða. Nokkuð oft kom það fyrir, að hlerinn vildi ekki fara klár í sjóinn, einkum ef ekki var slakað jafnt út báðum megin. Þó var 279 1,(5. X z í * 0I.u. , MK-1 1. mynd. Japanskt troll útbúið fyrir veiðar á íslenzkum miðum. Alls er um 6 byrði að ræða fyrir utan hornin fremst á skvernum. Mér telst til, að um 53 einstök netastykki sé að ræða í trollinu. Myndin er fengin hjá sérfræðingum TAITO SEIKO fyrirtækinu í Japan. VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.