Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 36
1. tímabil. tog kg/togtíma Vigri 2 400 togahar 8 1000 aðrir 11 530 Afli var heldur misjafn og sam- anburður því ekki rnjög góður. 2. tímabil. tog kg/togtíma Vigri 2 900 togarar 10 760 aðrir 7 590 Afli var frekar jafn og því um sæmilegan samanburð að ræða. Þó eru togin svo fá, að tilviljun ræður miklu. 3. tímabil. tog kg/togtíma Vigri 4 710 togarar 4 500 aðrir 2 600 Afli var nokkuð jafn en togin fá. Þá má geta þess, að á einum stað fékkst allgóður samanburð- ur við önnur skip með sams konar trolli og þau nota. Afli reyndist mjög áþekkur hjá öllum. Loks má geta þess, að í lok ferðarinnar var fiskað einskipa á Jökultungu bæði með tilrauna- trollinu og Marz-trolli. Afli var nokkuð misjafn og ekki hægt að bera trollin saman á þennan hátt. Þá kom í ljós, að tilraunatrollið getur reynzt vel á karfa, enda þótt botnlagið takmarki mjög notagildi þess. Úr fyrri ferðinni var landað alls 254.9 tn. Miðað við tíma var því um ágætan afla að ræða ekki sízt, ef tillit er tekið til þess, að um allmiklar tafir var að ræða, enda náði Vigri aðeins einn sól- arhring lítið eitt meiri togtíma en . togararnir að meðaltali. Ef tímatapið dagana 13.4.—20.4 er metið til afla og gengið út frá óbreyttum afla á togtíma á hverj - um degi er um að ræða 20.3 tn, en þá er einungis gert ráð fyrir sama togtíma og togararnir náðu að meðaltali. Skuttogari ætti þó að ná talsvert meiri togtíma en síðuskipin (flest samanburðar- 234 skipin), ekki sízt í jafn góðum aflabrögðum og hér var um að ræða. Tvo síðustu dagana var mesta aflavonin á slæmum tog- botni, þar sem rétt hefði verið við venjulegar veiðar að fiska með Marz-trolli. Hefði svo verið gert og meðalafli náðst hefði heildaraflinn aukizt um 20.6 tn eða samtals um 40.9 tn. 3. 3. Túlkun. Eins og fram hefur komið er tilraunatrollið ekki líklegt til að skila góðum árangri a. m. k. ekki að staðaldri á slæmum togbotni. Flest bendir þó til þess, að mun meira megi fá í slíka gerð trolla á sæmilegum togbotni einkum þegar fiskur er laus frá. Að dómi skipstjórans á Vigra, Hans Sig- urjónssonar, er trollið líklegt til að henta vel á mestum hluta Vest- fjarðamiða svo og á ýmsum ufsa- bleyðum. I tilraununum kom enn- fremur fram, að trollið má nota víðast suðvestanlands. Við aðra landshluta eru þau svæði, sem lík- lega mætti nota troilið á, minni. Og enn er rétt að ítreka, að mjög hagkvæmt væri, ef hægt væri að notast við 60 feta bobbinga- lengju. Hitt er þó rétt að taka fram, að unnt er að ganga betur frá trollinu þannig að það rifni síður. Þar að lútandi má nefna minna troll af svipaðri gerð en sterklegar útbúið sem reynt var á bv. Maí í fyrra, reyndist mun síður viðkvæmt en þau troll, sem prófuð voru á Vigra. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram, að Hans Sigurjónsson, skipstjóri, hefur lesið framan- skráð, og hefur ekkert við inni- haldið að athuga. U. Þakkarfjjörö. Þar sem Hafrannsóknarstofn- unin hafði ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að standa undir aflatryggingu til útgerðar til- raunaskips, varð að leita á önnur og fengsælli mið. Lá nokkuð beint við að leita til sjávarútvegsráð- herra, Lúðvíks Jósepssonar. Ráð- herra tók málinu mjög vel og fól ráðuneytisstjóra sínum, Jóni Arnalds, að hafa milligöngu um fjáröflun. Var síðan knúið dyra hjá Fiskimálasjóði og lukust þær upp greiðlega. Öllum þessum mönnum eru hér með þakkir færðar fyrir skjót handbrögð, skilning, velvilja og góðan styrk. Skipstjóra og skipshöfn á Vigra er hér með einlæglega þakkað fyrir áhuga þeirra á til- rauninni og fyrir öll þau auka- störf, sem tilrauninni voru sam- fara og tæpast var greitt fyrir að verðleikum. Samstarfsmanni mín- um Sigurði Árnasyni er af heil- um hug þakkað fyrir ódrepandi áhuga og fádæma dugnað og út- sjónarsemi. Þá er þeim manni þakkað, sem öðrum fremur bar hita og þunga tilraunarinnar, en það er að sjálfsögðu Hans Sigur- jónsson, skipstjóri. Hans hafði takmarkalausan áhuga á því að prófa tilraunatrollin við sem flestar aðstæður til þess að fá sem gleggst úr því skorið, hvert gagn togararnir gætu haft af þessu veiðarfæri. Sýndi Hans mikla útsjónarsemi og var fljót- ur að sjá á hvern hátt veiðarfær- ið skilaði beztum árangri. Það sama gilti einnig fyrir Eðvald Eyjólfsson, 1. stýrimann. Allri skipshöfninni er að síðustu þakk- að fyrir einstaklega góða við- kynningu. Til þess að fá aflasamanburð við önnur togskip þurfti að þaul- spyrja skipstjóra og stýrimenn þessara skipa um aflamagn, tog- tíma, stað og dýpi o. s. frv. Var kvabbi þessu vel tekið og af þol- inmæði. Er þessum mönnum hér með þakkað fyrir upplýsingar þessar og ýmsar aðrar svo og fyrir áhuga þeirra og ábending- ar. ■>. Heimildarrit. Við ritsmíð bessa var stuðzt við eitt heimildarrit, sem er: Steinberg, R. 1971: Vei'suche mit hochstauenden Grundschlepp- netzen: Informationen fúr die Fischwirtschaft, 18. árg. Nr. 6: 178—187. VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.