Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 14
Vestmannaeyjum nú í vetur, sáu menn, að án hafnar við suður- ströndina væri í mikið óefni kom- ið, hvergi lands að leita frá Hornafirði til Þorlákshafnar. — Hófust þá enn á ný umræður um hafnargerð á suðurströnd- inni, og var Dyrhólaey þar á meðal í sviðsljósinu. Undanfarin ár hefur verið unnið að rann- sóknum á hafnarstæði þar, sam- kvæmt því er fé hefur verið veitt til frá Alþingi og fyrir þrýsting heiman úr héraði. Sjálfsagt er þeim rannsóknum hvergi nærri lokið, ef til alvarlegrar ákvörð- unar kæmi með höfn við Dyr- hólaey. Það hefur komið fram við hreyfingu þessa máls, að hafn- argerð þar mundi verða mjög dýr, en að staðhættir og aðstæður allar mæltu ekki á móti því, að það væri framkvæmanlegt. En nú er talið, að eldgosinu við Vestmannaeyjakaupstað sé lokið og að þar geti á ný hafizt at- hafnalíf, og höfnin þar sé ef til vill betri en áður var. Þessar staðreyndir mæla ekki á móti því, að við Dyrhólaey geti og eigi að koma höfn með aðstöðu til sjósóknar með nútíma sniði. Það er að vísu rétt, að þeir, sem nú kæmu til með að njóta hafnar við Dyrhólaey, Skaftfell- ingar og austurhluti Rangárvalla- sýslu, eru fáir og nú þegar bundn- ir við önnur störf, en það er mín skoðun, að hafnargerð við Dyrhólaey sé mál miklu fleiri, mál þeirra, sem þurfa að stofna heimili einhvers staðar á land- inu, og þá væri stefnt að byggða- jafnvægi, ef þessu fólki, viðkomu þjóðarinnar, væri gert kleift að setja sig niður til framtíðarbú- setu í Mýrdal og gerast þar landnemar, þá er höfn væri kom- in við Dyrhólaey, og aðstaða sköpuð til þéttbýlismyndunar við auðug og nærtæk fiskimið. Ég efa ekki, að þetta mál verður flutt enn á ný inn á Alþingi í vetur, og þá verður fróðlegt að fylgjast með hversu því reiðir af á eftir það sem gerðist í Vest- mannaeyjum nú á þessu ári. Nýr forstjóri Hrafnistu Stjórn Sjómannadagsráðsins í Reykjavík og Hafnarfirði aug- lýsti í vor lausa stöðu forstjóra Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, Hrafnistu. Margar um- sóknir bárust, og hefur stjórn ráðsins sett Rafn E. Sigurðsson bryta í starfið til eins árs. Rafn E. Sigurðsson fæddist á Aki'anesi 20. ágúst 1938, foreldrar hans eru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir frá Súgandafirði og Sigurður Hallbj örnsson, ættaður frá Tálknafirði, hann var útgerðar- maður á Akranesi. Hann lézt ár- ið 1946. Rafn E. Sigurðsson hóf sinn sjómannsferil sem vikadrengur á hvalveiðiskipum Lofts Bjarna- sonar árið 1953 og var þar í tvö sumur. Síðan vann hann við mat- reiðslustörf á skipum Eimskipa- félags Islands á árunum 1955— 1957, að hann hóf matreiðslunám í Kaupmannahöfn og lauk þar sveinsprófi, síðan hóf hann mat- reiðslustörf á ms. Gullfossi unz hann varð bryti hjá Eimskipafé- laginu 1963, og starfaði þar til ársins 1969, að hann varð for- stjóri veitingahússins SKIP- Rafn E. Sigurðsson. HÓLL í Hafnarfirði, og gegndi hann því starfi þar til hann nú í ágústmánuði tók við hinu nýja starfi sínu sem forstjóri Hrafn- istu. Hann hefur mikið látið félags- mál til sín taka, hefur um árabil átt sæti í stjórn Félags bryta og er nú ritari þess, hann er fulltrúi í Sjómannadagsráði og varamað- ur í stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, einnig er hann varamaður í ritnefnd Sjómannablaðsins Víkingur. Rafn E. Sigurðsson er kvænt- ur Rannveigu Þóroddsdóttur frá Hafnarfirði og eiga þau þrjú börn. Sjómannablaðið Víkingur árn- ar Rafni allra heilla í hinu nýja starfi sem forstjóri Hrafnistu. 262 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.