Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 8
SMÁSÖGUR eftir P. Björnsson G., frá Rifi- Jæja, strákar, hvað haldið þið að blessuð stúlkan hafi gert, já, ég segi blessuð stúlkan, ef ég hef nokkurn tíma beðið guð að blessa einn kvenmann, þá var það þessa. Hún sneri sér til veggjar og lét fara eins lítið fyrir sér og hún gat. Ég breiddi teppið vel yfir hana og hlúði að henni eins og góð móðir gjörir við barnið sitt. Nú var ég fljótur að svífa inn í draumaheiminn og vaknaði ekki fyr en komið var fram á morgun, heyrði ég þá einhvern umgang frammi á göngunum, hugsaði ég þá með mér að ráðleg- ast myndi vera fyrir mig, að ég kæmi mér burt, áður en klefabúar og þjónustufólk vaknaði, því ef það yrði vart við mig þarna, gæti það kostað töluvert rex og við jafnvel hlotið skerðingu á okkar góða mannorði. Ég smeygði mér því út úr kojunni jafn hljóðlega cg ég hafði farið í hana. Þegar ég var kominn fram fyrir hurðina, létti mér mikið því mér fannst að ég hefði sloppið vel úr þeirri miklu hættu, sem ég hafði stofn- að mér í með tiltæki mínu. Þegar ég hitti félaga mína, urðu þeir eitt spurningarmerki og spurðu mig í þaula, en ég gat lítið frætt þá um kvenmanninn, sem ég hafði sofið hjá. Ég hafði ekki séð framan í hana, svo ég vissi ekki hvort hún væri falleg eða ekki, hvað hún hét vissi ég ekki heldur, en eitt vissi ég og það var mér nóg, að hún var góð sál. Seinna um daginn, þegar skip- iö var að koma til ákvörðunar- staðar ferðarinnar, sátum við í reyksalnum. Þegar farþegarnir voru að koma á stjá og litu inn í salinn voru strákarnir alltaf að hnippa í mig og hvísla að mér, var það þessi eða var það hin, en ég var jafnófróður og þeir. Þeg- ar skipið var lagst upp að, skild- ust leiðir og hver hélt til síns heima. 256 Sá framliðni Einhver hafði nú haldið að pen- ingastofnanir væru þeir staðir, sem hinir framliðnu mundu sízt sækja á. En svo ótrúlegur at- burður gerðist í einum banka hér í bæ, ekki alls fyrir löngu. Þótt bankastjórinn sjálfur segði mér ekki söguna, var ekki nema einn á milli okkar, og var hann al- gjörlega ólyginn og því trúi ég sögunni og set hana hér. Bankastjóranum sagðist svo frá: Við höfðum fengið fyrirmæli frá bankaráðinu, að það eigi að stöðva öll lán um tíma. Með öðr- um orðum ekki kaupa neina víxla. „Svo var það einn morguninn, að ég var við móttöku. Einn við- mælandinn var genginn út og ég var að athuga skjöl, sem hann hafði skilið eftir. Mér varð þá litið í stólinn, sá ég þá hvar sat eldri maður, en um leið og ég leit til hans, brosti hann og sagði: Ég verð að biðja þig að fyrirgefa að ég kom óboðinn, en svo er mál með vexti, að næsti maður sem kemur er sonur minn. Hann er dálítið óframfærinn og óvanur að heimsækja þessar stofnanir , en hann þarf nauðsyn- lega að selja víxil upp á 50 þús- und krónur og ég treysti þér bezt til að hjálpa honum.“ „Já, en við höfum fengið fyrir- mæli um að kaupa enga víxla,“ kvaðst bankastjórinn hafa sagt. „Þið hafið nóga peninga," sagði maðurinn í stólnum," og ég skal sjá til þess að þig skal ekki iðra þess að hafa gert þetta. Hann sonur minn er með konuna sína komna að falli á götunni og til þess að komast í húsið sitt þarf hann 50 þúsund krónur.“ „Ég skal sjá til, hvað ég get gert,“ en nú greip hinn fram í og sagði : „engar tálvonir, aðeins ákveðið loforð, og ég tek það fram, þig skal ekki iðra þess, ef þú gjörir þetta.“ Hann horfði svo stíft á mig, að mér fannst ég vera algjörlega á valdi hans og áður en ég hafði gert mér grein fyrir því, hvað væri að gjörast, hafði ég sagt, já, „ég skal gjöra þetta.“ Gamli maðurinn stóð upp og brosti til mín um l'eið og hann hneigði sig og sagði, þakka þér fyrir, síðan leið hann fram gólf- ið, og þegar hann kom að dyrun- um, hvarf hann. Einhver ónota- kennd hafði gripið mig, sagði bankastjórinn, svo ég tók upp vasaklút minn og þerraði af mér hinn kalda svita, sem spratt á enni mínu, að því loknu hringdi ég á þann næsta. Inn kom ungur maður, hár og grannur, klæddur dökkum fötum, sem voru töluvert snjáð, en virt- ust hrein og fóru honum vel. Hann virtist óframfærinn. Ég bauð honum sæti í stólnum gegnt mér og kom honum til hjálpar. „Hvað var það fyrir þig?“ „Ja, mig vantar dálítið af peningum um stund.“ „Hvað er það mikið?“ Hann rétti mér víxilinn og ég sagði við hann: „Það er dálítið erfitt með peninga núna, okkur hefur verið bannað að kaupa víxla.“ Það var sem vonleysið færðist yfir andlit mannsins og hann sagði með mestu hægð, er þetta þá alveg útilokað. Þegar ég ætlaði að fara að svara honum, var sem einhver hvíslaði í eyra mér: „þig skal ekki iðra þess, ef þú gjörir það.“ Ég gleymdi því sem ég ætlaði að segja við mann- inn, en tók víxilinn og fór að skoða hann. Hver er útgefandi á víxlinum? Faðir minn, sagði mað- urinn með mestu hægð. Ég horfði á manninn og víxilinn dál'itla stund, því næst spurði ég eins og ósjálfrætt. „Hvenær dó faðir þinn?“ Unga manninum brá sjá- anlega við þessa spurningu, því VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.