Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 24
Brot úr miðunarskífu, sem fannst á Grænlandi. Með þessu tæki gátu víkingarnir ákveðið áttina út frá útgangspunkti sólar við sjóndeildarhringinn við uppkomu og sólset. í för Ramskou safnvörður, og hafði sólarstein með sér, enda einn fárra, sem trúði sögunni, og vildi ekki láta spotta sig fyrir, en yfirleitt var að honum hlegið fyrir skoðanir hans. Ramskou reyndi steininn hvað eftir annað og fann hvár sólin var bak við skýjaðan himin. Siglingafræð- ingur flugvélarinnar tók og til við tæki sín fullkomin, en komst að því, að Ramskou hafði ákveð- ið stað sólarinnar með steininum af svo mikilli ná- kvæmni að ekki skeikaði nema svo sem 5 gráðum til eða frá, og er það meira en nægilegt fyrir skip með þeim siglingahraða, sem víkingaskipin höfðu. Þetta hefur síðar verið reynt hvað eftir ann- að, og sólarsteinninn alltaf svar- að þeim kröfum, sem til hans vöru gerðar. 1 Hrafns sögu Sveinbjarnar- sonar segir, er Þorvaldur Vatns- firðingur hafði látið drepa Hrafn og ræna á Eyri (Rafnseyri): „I því ráni tóku þeir Þorvaldur sól- arsteininn, er Guðmundur biskup (góði) hafði gefið Hrafni.“ Ráns- mennirnir hentu steininum, því „er þeir voru farnir, fundu heimamenn á Eyri sólarsteininn í flæðarmáli.“ Sagan gefur raun- ar þá skýringu, að þeir hafi ekki mátt hafa sólarsteininn með sér, því að „Guðmundur biskup hefði 272 átt hann.“ Hitt er þó líklegra, að þeim hafi sýnzt steinninn ómerki- legur, og ekki kunnað skil á notk- un hans og hent honum eins og hverri annarri steinvölu. (Um þetta er textaskýring í Sturlunga- útgáfunni 1946, en líklega hæpin í ljósi þess sem nú er vitað um þennan stein og eðli hans). Nú er ekki nóg með það, að víkingar hafi haft sólarsteininn. Þeir höfðu líka áttavitann, mið- unarskífur og siglingatöflur að því er margir ætla. Vísindamenn hrista höfuð sín og eru reiðir. Áttavitinn kom ekki til Norður- landa fyrr en í fyrsta lagi um 1200, segja vísindamenn alveg gáttaðir. Um miðunarskífur eru engar sannanir, og hvað siglinga- töflur snertir eru það uppfinn- ingar, sem komu löngu síðar til sögu. Ekki vilja allir taka undir þetta. Sólarsteininn hefur verið reyndur, og segulmagnað járn var lagt á tréflík í vatnsskál, og nálin benti norður suður. Segul- magnaðir steinar eru nokkuð al- gengir á Norðurlöndum og ekki að undra þótt menn hafi þekkt til þeirra. Það er þetta, sem í sög- um fornum er kallað „leiðar- steinn“, þótti til þessa hafa vafizt fyrir mönnum hvað við væri átt með orðinu. Um miðunarskífuna er það að segja, að brot hefur fundizt (í Grænlandi), sem vart getur ver- ið annað en hluti af slíku tæki, og er með grein þessari birt mynd af þessu áhaldi og hvernig það muni hafa verið og notað. Á eyju norður á íslandi, Flát- ey á Breiðafirði á ca. 65° n.bh., sat maður og skrifaði tölur, blað- síðu eftir blaðsíðu, og vafamál að hann hafi haft nokkur tæki við útreikninga sína, nema þá ef til vill prik, sem hann stakk nið- ur. Sjálfsagt hefur hann byggt á einhverjum og eldri heimildum, en ekki hafa þær heimildir þó fundizt svo vitað sé. Maður þessi hét Oddi og var Helgason, kall- aður Stjörnu-Oddi, en töflur hans eru varðveittar í handriti frá því um 1100. Sólarhæðartöflur Stjörnu-Odda hafa verið til ómet- anlegs gagns fyrir sæfara. Með þeim gat leiðsögumaðurinn, eins og hann er stundum nefndur, bæði reiknað sig áfram yfir haf- ið og komizt á rétta leið úr haf- villum. Hér hefur verið stiklað á stóru, en um þessi mál hefur áðurnefnd- Þetta er blindflugskompás í flugvélum SAS. Tækið byggist á sömu grundvall- aratriðum og hinn frumstæði sólar- steinn víkinganna. VlKINGUE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.