Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 1
SJÓMAN N AB LAÐIÐ VÍKINGUR 37, ÁRGANGUR — 5.-6. TÖLUBLAÐ 1975 tJtgefandi: F.F.S.l. Ritstjórar: Guðm. Jensson (áb.) og Jónas Guðmundsson. Ritnefnd: Guðm. Kjærnested, Guðm. Ibsen, Daniel B. Guðmundsson. Varamenn: Ólafur Vignir Sigurðsson, Ásgrímur Bjömsson, Jón Wium. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu II, Reykjavík. Utanáskrift: Sjómannablaðið Víkingur, Pósthólf 425, Reykjavík. Sími 156 53. Árgangurinn kostar kr. 1500. Prentað í Isafoldarprentsmiðju hf. Ingólfur Stefánsson: TOGARASAMNINGARNIR Verkfalli togaramanna er nú lokið. Alls stóð það í 80 daga. Að- eins einu sinni áður munu togara- sjómenn hafa þurft að þrauka svo lengi til þess að fá launakjör sín bætt. Erfitt er að trúa því, að svo langan tíma þurfi til þess að ná fram réttlátum hækkunum til handa togarasjómönnum. Ekki sízt þegar allur þorri vinnandi fólks í landinu hefur fengið launa- hækkanir, — ekki einu sinni, heldur tvisvar frá því að laun togarasjómanna voru ákveðin næst á undan. Rétt þykir að minna lítillega á samskipti aðila varðandi launa- mál togaramanna. Árið 1969 tókust með aðilum samningar, en 1971 lauk viðskipt- um aðila þannig, að miðlunartil- laga sáttasemjara ríkisins var samþykkt eftir mikið þref. Síðan gerðist það næst, að samningar náðust ekki árið 1973, og endaði VIKINGUR sú deila með því, að Alþingi sam- þykkti lög 22. marz það ár, þar sem lögfest voru þau atriði, sem samkomulag hafði orðið um að mestu. Árið 1974 leið án þess að nokkrar leiðréttingar fengjust á kaupi togarasjómanna. Margir fundir voru haldnir um málið, en engin lausn fékkst á málefnum þeirra. Ekki þótti vænlegt að boða til verkfalls, eins og málum var komið fyrir stærstu skipun- um. Má til dæmis nefna, að bilan- ir voru tíðar, þannig að ekki var gott að gera sér grein fyi’ir því, hver geta skipanna til fiskveiða var í raun og veru. Af og til voru reyndar samningaumleitanir allt fram til 14. okt. 1974, að fundum var hætt. Hafði málið verið í höndum sáttasemjara, sem ekki virtist finna lausn á því. Árið 1975 gekk í garð. Var nú orðinn verulegur órói meðal áhafna skipanna. V.S.F.I. lét fara fram um borð í skipunum könn- un á því, hvort menn hygðu á verkfall, ef ekki semdist fljótlega án þess. Að þessu sinni riðu hásetar á vaðið með harðar aðgerðir og boðuðu til vinnustöðvunar fyrri- hluta aprílmánaðar, og eins og fyrr sagði hafði V.S.F.I. fengið ótvíræðar vísbendingar um það að knýja fram samninga, ef ekki án verkfalls, þá með því að boða vinnustöðvun. Auðséð var, að stöðvun togara- flotans, hlaut að hafa í för með sér gífurlega röskun á atvinnulífi í bæjum eins og Akureyri, Akra- nesi og þó nokkra í Reykjavík, en kannski að tiltölu minnst þar. Varla var hægt að segja, að aðilar töluðust við fyrst eftir að skipin stöðvuðust og er sá þáttur deilunnar hvað alvarlegastur. Lyktaði þetta með því, að allir af áhöfn skipanna lögðu niður vinnu, nema meðlimir Skipstjóra- og stýrimannafélagsins „Ægis“. Á sama tíma og þessi hat- ramma deila stóð yfir vofði yfir 153

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.