Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 11
Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: það kemur aldrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er, hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið sírax ALMENNAR TRYGGINGAR” Pósthússtræti 9, sími 17700 keypt af öðrum skipafélögum, en LANGÁ var smíðuð fyrir félagið árið 1965 og er elsta skipið í flot- anum. — Nú enda öll skipsnöfn á ,,á“ hjá yJckur. Er einhver saga bak viö þaö? — Ég er nú ekki kunnugur því máli. Þetta er algeng venja hér- lendis og erlendis, að skipafélög láta skip sín heita nöfnum, sem öll enda eins, „foss“ og „fell“ þekkjum við hérna heima, það er tilhneiging til þess að skíra skip með kerfisbundnum hætti. Það hefur augljósa kosti. Skip Hafskips hf. eru einnig skrásett víðsvegar um landið, til þess að undirstrika það, að það eru samtök manna víðsvegar á landinu, sem standa að rekstri skipanna. Þannig er LANGÁ skrásett í Neskaupstað, SKAFTÁ í Njarðvíkum, HVÍTÁ á Akra- nesi og SELÁ á Akureyri. Siglingsalelðir — Erfið ár fyrir „árnar" — Hvernig hefur rekstur fé- lagsins gengiö? — Það hefur auðvitað gengið misjafnlega. Sum ár voru hag- stæðari en önnur. Það skiptust á skin og skúrir, einsog hjá öðrum félögum í þessum rekstri. I upphafi beindi félagið kröft- um sínum í flutninga á heilum förmum milli landa. Skipin tóku heila farma af kolum, timbri og öðru slíku og sigldu svo út með afurðir landsins, eftir því sem tækifæri gáfust. Skipin voru sér- staklega gerð til slíkra flutninga, sérstaklega smíðuð fyrir þá. Síð- an fór félagið yfir í stykkjavöru, sem safnað var á ákveðnum höfn- um. Skipin voru þá ekki eins hentug. Á árinu 1970 og 1971 voru miklir rekstrarörðugleikar hj á félaginu og var þá hlutafé þess aukið (1973) og rekstur þess endurskipulagður frá grunni. Farmgjöld voru lág og voru tekj- ur félagsins í litlu samræmi við há rekstrargjöld. Afla varð hentugri skipa og endurskipuleggja leiðakerfi fé- lagsins. Skip voru seld og í stað þeirra komu önnur ný og stærri. Nýju skipin voru SKAFTÁ, HVlTÁ og SELÁ og samningar standa yfir um kaup á fimmta og sjötta skipinu, en of snemmt er þó að skýra frá því nú í ein- stökum atriðum. Verða skip þessi af svipaðri stærð og þau sem fyrir eru. — Jafnframt því að nýrra skipa var aflað og flutningaleiðir voru endurskoðaðar, þá voru gerðar veigamiklar breytingar á öllum rekstri félagsins og starf- semin færð í það horf er talið var henta nýjum viðhorfum. Regluliundnar siglfngar — Hafskip hf. hefur frá fyrstu tíð, einsog áður kom reyndar fram, stundað millilandaferðir og strandsiglingar jöfnum hönd- um. I fyrstu með heila farma, án skipulagðra áætlana. Verkefnum var sinnt eftir ástæðum. — Þegar RANGÁ var keypt til landsins á sínum tíma má segja að fyrsta „rútan“ hafi ver- ið opnuð. Skipið var í reglu- bundnum ferðum til Póllands. Með komu SELÁR var síðan opnuð rúta á Hamborg, Rotter- dam, Antwerpen og Hull. Leiða- kerfið var skipulagt með þarfir viðskiptamanna okkar og til þeirra landa er keyptu afurðir landsins og seldu því nauðsynjar. Núverandi leiðakerfi er í aðal- atriðum á þessa leið: Tvö skipanna sigla reglubund- ið, talið frá Reykjavík, til Húsa- víkur, Hamborgar og Antwerpen. Eitt skip siglir á Kaupmanna- höfn, Gautaborg og Friðriksstað, og eitt skip siglir á Pólland. Norðurlandaferðirnar eru hálfsmánaðarlega, Póllandsferð- ir á 3—4 vikna fresti, en Húsa- víkur—Hamborgarferðirnar eru á 10 daga fresti. — Húsavíkurferðirnar eru vegna flutninga á kísilgúr frá Húsavík til meginlands Evrópu. VIKINGUR 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.