Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 15
V erðlaunin VERÐLAUNABIKARAR er skip- verjarnir á M/S LANGÁ hlutu í sigurlaun í keppni í frjálsum íþrótt- um. Keppt var í 100 m hlaupi, kúlu- varpi, hástökki, langstökki og 4x100 m boðhlaupi. MFS starfsíþróttir eiga rétt á sér. Störf danska velferðarráðsins að málefnum sjómanna eru kunn mörgum íslenskum sjómönnum. Samtökin starfa víða um heim og markmiðið er að skipuleggja tóm- stundastarf um borð í danska kaupskipaflotanum, og eins að skipuleggja landvist sjómanna í erlendum höfnum. Á mörgum hinna stærri skipa hefur verið komið upp aðstöðu til líkamsrækt- ar og tómstundastarfs, sem nýtur mikilla vinsælda hjá sjómönnum á farskipum, sem gjarnan hafa lítið fyrir stafni, þegar vöktum lýkur á stjórnpalli, í vél, eða við dagleg störf, hver sem þau kunna ao vera. Danska ríkið og ýms líknarfélög leggja þessu starfi lið og útgerðarfélögin dönsku hafa mörg hver sýnt þessu máli skiln- ing og hafa varið fjármunum til þess að bæta tómstundaaðstöðu sjómanna sinna. Auðvitað er þetta nokkuð mis- jafnt frá einu félagi til annars. Skipin eru líka misstór og henta misjafnlega til tómstundastarfa, en ekki er óalgengt að t. d. knatt- spyrna sé leikin á undirþiljum meðan skipið plægir hafið, og sum skip hafa litlar sundlaugar, sem eru til afnota fyrir skipverja. Algengast mun samt vera, að komið er fyrir þrekþjálfunar- tækjum, þar sem menn geta stundað líkamsrækt í frístundum sínum. MFS Skipulagt tómstundastarf. Þá er ótalið að þegar skipin koma til erlendra hafna er þess oft kostur að gefa skipverjum tækifæri til þess að koma á sund- staði eða íþróttavelli til æfinga, ennfremur eru skipulagðar skoð- unarferðir og ferðir á knatt- spyrnuleiki eða íþróttamót, ef svo stendur á. Þá eiga danskir sjó- menn greiðan aðgang að kvik- myndum, en filmur eru á ferða- lagi um allan heim. Þegar komið er í hafnir er skipt um filmur, annað hvort beint milli skipa, eða á dönskum sjómannaheimilum, sem eru víðsvegar um heiminn. En sem mestu máli skiptir er, að þetta tómstundastarf er skipu- lagt og um borð í skipunum er skipsklúbbur, sem er tengiliður milli skipulagsaðila í landi og skipshafnarinnar á skipinu. Það er kunnugt að um borð í snmum Islenskum skipum eru starfandi skipsklúbbar, sem beita sér fyrir einu og öðru, er tóm- stundir skipshafnarinnar varðar. Væri gaman að fá fregnir af slíku starfi um borð í íslenskum skipum. Þótt segja megi að ís- lenskir farmenn hafi nokkra sér- stöðu, þ. e. að skipin sigla yfir- leitt til íslenskra hafna, eru dag- ar samt oft gráir og í lengra lagi. Það er því sannarlega þörf fyrir skipulagt tómstundastarf á far- skipunum okkar, ekki síður en á öðrum norrænum kaupförum. J. G. FÆRIBANDAREIMAR Fyrir fiskvinnslustöðvar, skuttogara, rækjustöÖvar, fiskimjölsverksmiðjur RÆKJUFRAMLEIÐ- ENDUR ATHUGIÐ: Ljósgrænu reimarn- ar á skoðunar- böndin hafa sannað gildi sitt. MIKIÐ ÚRVAL TEGUNDA, LITA OG STÆRÐA. Einnig allar tegundir færi- bandareima úr riðfríu stáli og galvaniseruðu stáli. SPYRJIÐ ÞÁ, SEM REYNSLUNA HAFA. SLÉTTAR fyrir LÁRÉTTA FÆRSLU RIFLAÐAR fyrir HALLANDI FÆRSLU með ÁSOÐNAR SPYRNUR fyrir BRATTA FÆRSLU ARNIOLAFSSON &CO.SIMI 40088 VÍKINGUR 167

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.