Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 15
V erðlaunin VERÐLAUNABIKARAR er skip- verjarnir á M/S LANGÁ hlutu í sigurlaun í keppni í frjálsum íþrótt- um. Keppt var í 100 m hlaupi, kúlu- varpi, hástökki, langstökki og 4x100 m boðhlaupi. MFS starfsíþróttir eiga rétt á sér. Störf danska velferðarráðsins að málefnum sjómanna eru kunn mörgum íslenskum sjómönnum. Samtökin starfa víða um heim og markmiðið er að skipuleggja tóm- stundastarf um borð í danska kaupskipaflotanum, og eins að skipuleggja landvist sjómanna í erlendum höfnum. Á mörgum hinna stærri skipa hefur verið komið upp aðstöðu til líkamsrækt- ar og tómstundastarfs, sem nýtur mikilla vinsælda hjá sjómönnum á farskipum, sem gjarnan hafa lítið fyrir stafni, þegar vöktum lýkur á stjórnpalli, í vél, eða við dagleg störf, hver sem þau kunna ao vera. Danska ríkið og ýms líknarfélög leggja þessu starfi lið og útgerðarfélögin dönsku hafa mörg hver sýnt þessu máli skiln- ing og hafa varið fjármunum til þess að bæta tómstundaaðstöðu sjómanna sinna. Auðvitað er þetta nokkuð mis- jafnt frá einu félagi til annars. Skipin eru líka misstór og henta misjafnlega til tómstundastarfa, en ekki er óalgengt að t. d. knatt- spyrna sé leikin á undirþiljum meðan skipið plægir hafið, og sum skip hafa litlar sundlaugar, sem eru til afnota fyrir skipverja. Algengast mun samt vera, að komið er fyrir þrekþjálfunar- tækjum, þar sem menn geta stundað líkamsrækt í frístundum sínum. MFS Skipulagt tómstundastarf. Þá er ótalið að þegar skipin koma til erlendra hafna er þess oft kostur að gefa skipverjum tækifæri til þess að koma á sund- staði eða íþróttavelli til æfinga, ennfremur eru skipulagðar skoð- unarferðir og ferðir á knatt- spyrnuleiki eða íþróttamót, ef svo stendur á. Þá eiga danskir sjó- menn greiðan aðgang að kvik- myndum, en filmur eru á ferða- lagi um allan heim. Þegar komið er í hafnir er skipt um filmur, annað hvort beint milli skipa, eða á dönskum sjómannaheimilum, sem eru víðsvegar um heiminn. En sem mestu máli skiptir er, að þetta tómstundastarf er skipu- lagt og um borð í skipunum er skipsklúbbur, sem er tengiliður milli skipulagsaðila í landi og skipshafnarinnar á skipinu. Það er kunnugt að um borð í snmum Islenskum skipum eru starfandi skipsklúbbar, sem beita sér fyrir einu og öðru, er tóm- stundir skipshafnarinnar varðar. Væri gaman að fá fregnir af slíku starfi um borð í íslenskum skipum. Þótt segja megi að ís- lenskir farmenn hafi nokkra sér- stöðu, þ. e. að skipin sigla yfir- leitt til íslenskra hafna, eru dag- ar samt oft gráir og í lengra lagi. Það er því sannarlega þörf fyrir skipulagt tómstundastarf á far- skipunum okkar, ekki síður en á öðrum norrænum kaupförum. J. G. FÆRIBANDAREIMAR Fyrir fiskvinnslustöðvar, skuttogara, rækjustöÖvar, fiskimjölsverksmiðjur RÆKJUFRAMLEIÐ- ENDUR ATHUGIÐ: Ljósgrænu reimarn- ar á skoðunar- böndin hafa sannað gildi sitt. MIKIÐ ÚRVAL TEGUNDA, LITA OG STÆRÐA. Einnig allar tegundir færi- bandareima úr riðfríu stáli og galvaniseruðu stáli. SPYRJIÐ ÞÁ, SEM REYNSLUNA HAFA. SLÉTTAR fyrir LÁRÉTTA FÆRSLU RIFLAÐAR fyrir HALLANDI FÆRSLU með ÁSOÐNAR SPYRNUR fyrir BRATTA FÆRSLU ARNIOLAFSSON &CO.SIMI 40088 VÍKINGUR 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.