Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 21
Halldór Halldórsson: Aðvörun til 1. stýrimanna og verðandi skipscjóra Það er alþekkt á skipum að þegar skipstjórinn fer í frí og 1. stýrimaður á að leysa hann af, er það ekki alltaf, sem skipstjór- inn treystir honum fyrir skipinu, ýmissa hluta vegna. Á þetta jafnt við um fiskiskip og farskip. Þetta vantraust er oft á tíðum það síðasta, sem 1. stm. sætta sig við. Oft eru skipstjórarnir á eða komnir yfir miðjan aldur og er þú grunnt á því að talað er um „þá gömlu“ af stýrimönnum og öðrum af áhöfn skipsins. Það að skipstjórarnir eru kallaðir „þeir gömlu“ bíður þó upp á vissa hættu, — það getur nefnilega gerst að þeir hafi rétt fyrir sér, reynslu sinnar vegna. Þegar svo hvorki skipstjórinn eða 1. stm. eru í fríi leggur 1. stm. sig fram við að sýna skipstjóranum fram á það, að hann sé fullfær um að leysa hann af í fríum. Sjálfsagt tekst það oft, en stundum getur brugðist illilega til hins verra og um það er eftirfarandi saga, sem er dagsönn: Á skipi einu íslensku, sem siglir að mestu leyti á ströndinni, hafði það nýlega gerst að skipið hafði ekki komist upp að bryggju á stað í Húnaflóa vegna veðurs í tvo sólarhringa. Nú brá svo við að fara átti á þennan sama stað aftur og grunaði skipstjórann að farið gæti eins og í fyrra skiptið vegna veðurútlits, en þetta var að vetrarlagi. Áætlaður komu- timi var kl. 3 um nótt, en þá var 1. stm. á vakt. Mikið hafði verið að gera á undanförnum dögum og var skip- stjórinn þreyttur. Kvöldið áður fer skipstjórinn að leggja sig, en áður fer hann upp í brú og segir við II. stýrimann, sem var á vakt, VIKINGUR en hann var nýlega byrjaður á skipinu, að hann skuli segja við 1. stm. að hlusta á veðurspána og lýsinguna kl. 1. Hefur skipstjór- inn mörg orð um það að hann skuli muna eftir að minnast á þetta við 1. stm. og bætir því við, að hann hafi þá reynslu af 1. stm. að hann geti verið að hlusta á út- varpið, en athyglin sé ekki meiri Halldór Halldórsson stýrimaóur. en það, að allt fari inn um annað eyrað og út um hitt. Heitir II. stm. að gera þetta. Skipstjórinn fer nú úr brúnni, en varla er hann búinn að loka hurðinni þegar hann opnar hana aftur og ítrekar við II. stm. að muna eftir að segja við I. stm. að hlusta á veðr- ið kl. 1. Enn heitir II. stm. því og hugsar með sér að það sé naumast að skipstjóranum sé um- hugað að munað sé eftir því að segja I. stm. að hlusta á veðrið kl. 1. Nú líður að vaktaskiptum og á miðnætti kemur I. stm. upp. Eftir að II. stm. hafði sýnt hon- um hvar skipið var og sagt hon- um frá því, sem venjulega fer á milli stýrimanna á vaktaskiptun- um, segir hann að skipstjórinn hafi komið upp, áður en hann hafi farið að sofa og haft mörg orð um það að biðja sig um að ítreka við I. stm. að hann hlust- aði á veðrið kl. 1. I. stm. skildi strax hvað klukkan sló og sagðist ætla að muna eftir þessu. II. stm. fer nú úr brúnni og minnugur þess hvað skipstjórinn gerði þá beið hann í smástund og opnaði síðan brúarhurðina og segir við l. stm. að muna nú eftir þessu með veðrið kl. 1. Niðamyrkur var í brúnni og nú svaraði I. stm. engu. Svo sagði II. stm. seinna, að þó að I. stm. hafi engu svarað, hafi honum fundist eins og nokkuð hafi sigið í I. stm. þarna í myrkrinu og hafi honum fundist eins og I. stm. hafi getið sér til um það, að skip- stjórinn hafi verið að segja II. stm. frá þessu eftirtektarleysi sínu í sambandi við útvarpið. Hafi því I. stm. heitið því með sjálf- um sér að nú skildi hann koma skipstjóranum rækilega á óvart. Svo er það um kl. hálf tvö um nóttina, sem skipstjórinn vaknar við það að kojuljósið er kveikt hjá honum. Meðan hann er að venjast ljósinu, heyrir hann að byrjað er að lesa upphátt og þekkir hann þar rödd I. stm.: „Útvarp Reykjavík. Þetta eru veðurfregnir frá Veðurstofunni tt Það, sem hér hafði gerst var einfaldlega það, að I. stm. hafði gert sér lítið fyrir og skrifað upp allt sem útvarpað var kl. 1: Veð- urspána og lýsinguna, þar sem m. a. voru staðir í nágrannalönd- um Islands. Var hann nú byrjað- ur að lesa þetta upp fyrir skip- stjóranum. Skipstjórinn hlustaði sallarólegur á I. stm. sinn lesa þetta allt upp. Meira að segja gleymdi I. stm. ekki að geta tveggja báta, sem ekki höfðu full- nægt tilkynningaskyldu sinni og voru „beðnir um að hafa sam- 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.