Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Qupperneq 26
SKOLASLIT VÉLSKÓLA ÍSLANDS Hinn 31. maí síðastliðinn var Vélskóla íslands slitið í 60. sinn við hátíðlega athöfn. Andrés Guð- jónsson, skólastjóri flutti skóla- slitaræðu og sagði m. a. á þessa leið: „Stofnár Vélskólans er 1915 en upphaf vélfræðideildar við Stýri- mannaskólann. Frá þeirri deild var fyrst tekið próf í apríl 1913 og voru próftakar 6. Næsta ár gengu 9 undir próf og 1915 voru þeir 7. Allir þrír fyrstu vélstjór- arnir, sem próf tóku 1916, höfðu áður lokið prófi frá þessari deild. Eins og kunnugt er, var það M. E. Jessen, danskur maður, sem ráðinn var hingað í fyrstu til að kenna við vélfræðideildina. Fyrsta árið kenndi hann skip- stjóraefnum eðlisfræði og vél- fræði, en haustið 1912 tók hin eiginlega vélfræðideild til starfa og sóttu hana menn, sem leggja vildu fyrir sig vélstjórn eða skyld störf. Það kom brátt í ljós að óheppilegt var að reka þessa starfsemi sem deild í Stýri- mannaskólanum, enda var allur aðbúnaður næsta frumstæður.“ Eftir að hafa rifjað upp for- sendur fyrir stofnun skólans og hafa rakið nokkuð sögu hans, sagði hann: Húsnæðismál V. í. „Skólinn hóf starfsemi sína í kennslustofum Iðnskólans við Lækjargötu og var þar til ársins 1930. Síðan var skólinn til húsa í Stýrimannaskólahúsinu við öldugötu en flutti svo hingað í Sjómannaskólahúsið 1945, eða fyrir 30 árum. Haustið 1935 tók rafmagns- deild til starfa við skólann. Var þá vélstjóranámið orðið þriggja ára nám. Á árinu 1966 var allt vélstjóranám sameinað í Vél- stjóraskólanum og hafin kennsla í vélvirkjun og námið lengt í f jög- ur ár. Ný lög um vélstjóramennt- un tóku þá gildi og var nafni skól- ans breytt í Vélskóla Islands. Með þessum lögum var skólanum falin öll vélstjóramenntun í land- inu. Vélskóladeild var stofnuð 1966 á Akureyri, 1967 í Vestmanna- eyjum, 1972 á Isafirði og 1974 á Siglufirði. Skólinn hefur brautskráð rúm- lega 2000 vélstjóra á 60 árum. Árið 1925 var tala brautskráðra vélstjóra 69, 1935 voru þeir 205, 1945 350, 1955 515, 1965 787 og árið 1975 er tala brautskráðra vélstjóra orðin 2045. Þar af hafa brautskráðst 113 frá Akureyri, 72 frá Vestmannaeyjum, 25 frá Isafirði og 12 frá Siglufirði, eða samtals 222 úti á landi.“ Stúlka lýkur vélstjóraprófi Stúdentar hef ja vélfræðinám „I fyrsta skipti í sögu skólans hafa nemendur með stúdents- menntun stundað nám við hann, í vetur höfðum við tvo slíka nem- endur og tóku þeir 1. og 2. stig saman og ljúka nú 2. stigs vél- stjóraprófi með prýði og óska ég þeim til hamingju með það og vona að framhald verði á því að nemendur með slíka undirbún- ingsmenntun sæki þennan skóla og ljúki vélstjóranámi. Einnig er það í fyrsta skipti í sögu skólans að stúlka er nem- andi við hann og nú í dag — á kvennaári — er verið að braut- skrá fyrsta íslenska kvenvélstjór- ann með mjög hárri einkunn. Þessi nemandi heitir Guðný Lára Petersen. Hún tók hæsta próf úr 1. stigi, eða 9,44; meðaleinkunn hennar í vélfræði var 9,3 og meðaleinkunn í rafmagnsfræði 9,8, sem er mjög góð frammi- staða, og til gamans má geta þess að hún fékk t. d. 7,5 í smíðum og 9,3 í verklegri vélfræði, svo að eftir þessu að dæma kann hún bæði að halda á hamri og hand- leika skiptilykil. Það er mikill heiður fyrir kvenþjóðina að eiga slíkan fulltrúa í vélstjórastétt og óska ég Guðnýju Láru innilega til hamingju með þennan árang- ur.“ Nemendurnir sýndu fram á olíusparnað „Skemmst er þess að minnast hve 3. stigs menn vöktu mikla VÍKINGUR 178
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.