Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 28
Á myndinni eru frá vinstri: Jón Páll Ásgeirsson, Hreggviður Hreggviðs-
son, Þorvaldur Ingibergsson kennari, Hafsteinn Aðalsteinsson, Ólafur Val-
ur Sigurðsson, Guðmundur Kjærnested, Helgi Arason, Þórarinn Ólafsson,
Baldur Halldórsson 2. stýrimaður, Sigurjón Simonarson, Björn Haukur
Pálsson og Halldór Álmarsson.
Þórarinn Ólafsson, Hreggviður Hreggviðsson og Þorvaldur Ingibergsson.
Hreggviður
stýrimaður
Dagana 18. til 21. aprílmánað-
ar gafst okkur nemendum 8.
bekkjar Stýrimannaskólans í
Reykjavík kostur á að fara í 2ja
daga kynnisleiðangur með
stærstu skipum Landhelgisgæzl-
unnar, þ. e. með v/s Ægi og v/s
Tý.
Var hér um að ræða algjöra
nýjung í rekstri skólans, þar sem
nemendum hefur áður aðeins gef-
izt kostur á að taka þátt í hálfs-
dagsferðum með hafrannsóknar-
skipi og þá aðallega m/b Hafþóri.
Fullyrða má að hér hafi verið
stigið stórt spor fram á við á
vegum skólans, þar sem ferðir
sem þessar eru nokkur próf-
steinn á árangur okkar er við höf-
um aflað okkur á siglingatækj um
skips.
Nemendum, sem eru 18 í
bekknum, var skipt í 2 hópa og
fór hvor með sínu varðskipi
ásamt siglingafræði- og tækni-
kennurunum þeim Benedikt Al-
fonssyni og Þorvaldi Ingibergs-
syni.
Móttökurnar sem við fengum
hjá skipherrunum þeim Guð-
mundi Kjærnested, Þresti Sig-
tryggssyni og áhöfnum þeirra,
voru hinar ágætustu í alla staði.
Þá var okkur og gert ljóst að við
mættum vera algjörlega sjálfala
í brúnni, sem og um allt skip, svo
180
VlKINGUR