Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Qupperneq 30
SP ARIS JÓÐUR VÉLSTJÓRA Hátúni 4a (á horni Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30 og 16,30—18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vor- um upp á alla almenna þjónustu og næg bílastæði Símar: 17674 og 16593 VERZLUN O. ELLINGSEN Elzta og stærsta veiðarfæra- verzlun landsins. sextanti og jafnan stungið út í sjókort. Var og þrátt fyrir allan hinn ágæta tækjabúnað, sem þarna gerist hvað beztur, ekki sízt ánægjulegt að mæla með sextanti, sem var óspart gert. Var þar bæði mæld hæð sólar í hágöngu svo og hæð tungls og fastastjarna um miðjar nætur. Til þessa reyndust hin ágæt- ustu tækifæri þar sem blíðviðri var og stjörnubjartar nætur. Komu þessir staðir yfirleitt vel út í kort. Þetta reyndist athygli vert, þar sem við höfum lært þetta mikið í skólanum, en höfum kannski ekki haft of mikla trú á, á þeim forsendum að þetta væri notað svo mikið í raun. Reyndist þetta meðal alls annars því hið raunhæfasta og veitti mikið ör- ygg-i- Þá var og ýmislegt fleira gert á siglingunni, sem lá suður fyrir land og austur með fjörðum. Ferðast var um skipin hátt og lágt, upplýsingar um skipin fengnar og stöðugleiki og djúp- rista reiknuð út, skipssegul- skekkja athuguð og ýmislegt fleira. Ánægjulegt var vissulega að koma um borð í raunveruleg her- skip, þar sem regla virtist ríkja i öllu starfi, virðing yfir- sem undirmanna gagnkvæm og snyrtimennska öll til fyrirmynd- ar. V/s Ægir skilaði öðrum hópn- um til Reykjavíkur, en Týr lagð- ist fyrir akkerum fyrir utan Höfn í Hornafirði og við strák- arnir vorum fluttir í land á skipsbáti. Til Hafnar sótti okkur svo flug- vél Landhelgisgæzlunnar, T. F. Sýr, og flaug með okkur til Reykjavíkur. Reyndist sjóferðin okkur öllum hin gagnlegasta og ánægjulegasta og mikil hressing og uppörvun fyrir vorprófin sem fóru í hönd. Viljum við færa forráðamönn- um Landhelgisgæzlunnar og sér- staklega áhöfnum skipanna hin- ar beztu kveðjur og þakklæti fyr- ir andlega og líkamlega fæðu. Er svo sannarlega vonandi að hér verði ekki látið staðar numið, heldur farið á næstu árum með fleiri bekki og þá fyrr en seinna. Er ég sannfærður um að for- ráðamenn Gæzlunnar eða yfir- menn skipanna set j a sig ekki upp á móti slíku, það sannaðist svo um munaði í þessum ferðum. Lífið í skóla okkar er að blómg- ast mikið og hefur það bezt komið fram í vetur. Tækjabúnaður er að verða mjög viðunandi, en eins og kunnugt er, þá eru fram- farir á því sviði allverulegar. Mikið er um raunhæf námskeið, sem nemendur taka þátt í, svo sem námskeið í skyndihjálp og heilsufræði, sem læknastúdentar annast, þá má og nefna námskeið í slökkvistarfi sem fram fer að nokkru leyti í hinni glæsilegu slökkvistöð okkar í Reykjavík, talstöðvanámskeið og vélritunar- námskeið sem verið er að koma á, svo nokkuð sé nefnt. Þá má og ekki gleyma því allra merkilegasta, sem hafið var í vetur á slysavarðstofunni og 3ju bekkingar tóku þátt í. Reyndist starfsfólk þar hið hjálpfúsasta og sýndi mikinn skilning á þörf okkar á innsýn í þau mál. Allt þetta og fleira sýnir og sannar að Stýrimannaskólinn er á mikilli uppleið og þótt aðsókn að skólanum hafi verið með minna móti undanfarin ár þá á það trúlega eftir að breytast á næstu árum. Það virðist ýmislegt vera hægt að gera raunhæft fyrir skóla okk- ar, það sýna bezt þær móttökur sem skólinn hlýtur hvarvetna. Það sem veltur á, er fram- kvæmdaatriði. Ekki leikur vafi á að stjórnvöld munu halda áfram að styðja skólastjóra og kennara okkar til þess að efla skóla okk- ar. Sjávarútvegurinn er og verður aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Hvernig væri þá að gera þær stofnanir, sem lúta að sjávarút- vegi að eftirsóknarverðari menntastofnunum okkar? VlKINGUR 182
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.