Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 33
Brynjólfur Halldórsson skipstjóri: Islenzk mið fyrir Islendmga Rœða flutt fyrir hðnd sfómanna á sfómanna' daginn 1. fúní sl. Mér hefur verið falið það hlut- verk að ávarpa ykkur á þessum 38. sjómannadegi og vissulega er mér það ljúft verk, en ég hefði kosið að geta talað af meiri bjart- sýni og með glaðari hug, en að- stæður nú leyfa. Við höldum þennan sjómannadag, eins og þið allir vitið, í skugga verkfalls á hluta fiski- og farskipaflotanum. En við höfum séð hann svartan VÍKINGUR fyrr, góðir félagar, og ég ætla ekki að fara að víla hér eða vola, það hæfir ekki á sjómannadegi, en ég kemst þó ekki hjá því að fara nokkrum orðum um það ástand, sem nú ríkir og bitnar á mörgum þeim, sem hér eru stadd- ir í dag. Margir bundu miklar vonir við þessi stóru og dýru skip, sem nú liggja bundin við bryggjur að- gerðalaus. Það er vissulega hörmuleg sjón að sjá þennan fríða flota bundinn dag eftir dag. Það er lítil reynsla komin á þessi skip. Mistökin voru vissulega mörg við smíði þeirra og það má segja, að sum hafi ekki komið nema hálfsmíðuð til landsins. Út- haldið hefur því verið stopult á þeim flestum eða öllum, og marg- ir tala nú um, hvort ekki sé bezt 185

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.