Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 45
I FULLRI ALVÖRU
Eftir Hinrih ívarsson, Merkinesi
I öðru tölublaði Víkings 1975
er mjög athyglisvert viðtal við
Dr. Sigfús Schopka fiskifræðing
um fiskispár og fiskimagn um
nokkurra ára bil, sem sannar
ótvírætt að uggur okkar eldri
manna hefur ekki verið, né er út
í bláinn, að hin gegndarlausa
sókn í fiskistofnana hér við land
stefnir að þjóðhags vandræðum.
Þegar litið er til þess að fiskveið-
ar eru okkar aðalatvinnuvegur,
íer ekki hjá því að stjórnarherr-
ar landsins á hverjum tíma þurfi
að taka á þessum málum með
festu, en ekki með hálfvelgju né
vettlingatökum.
Við höfum, nú um skeið, búið
við 50 mílna landhelgi og ýmsar
ályktanir og reglugerðir hafa
verið í notkun undanfarið við-
víkjandi stærð og gerð fiskiskipa
og mílnalengd frá landi, sem skip-
um þessum — eftir stærð — hef-
ur verið heimilt að nýta. Ég er
nú ekki svo alveg hárviss um
linumörkin né tonnafjölda bát-
anna, en vitað er að 105 tonna
bátar hafa verið byggðir —
næstum í fjöldaframleiðslu og
þeim sé heimilt að vera á svæð-
um upp að 4 mílum — sem sagt
stærsta gerð af smæstu togskip-
um. Hinir sem stærri eru megi
ekki toga innar en að 6 mílum.
Nú hefur það verið reynsla
okkar Hafnamanna að smæstu
bátamir hafa togað rétt upp í
landsteina, — og mundu hafa far-
ið upp í kálgarða okkar, ef von
hefði verið um afla, og þeir hefðu
flotið þangað — en stærri bát-
amir hafa verið á svæðum upp
VlKINGUR
að 4 mílum — sem litlu bátunum
var ætlað. Ekki vantar að kvart-
að hafi verið undan þessu seint
og snemma og á tímabili fór næst-
um hvítt band til sýslumanns
Gullbringusýslu, af pottþéttum
kærum, með staðarákvörðunum
og tímasetningu og vottfest, svo
engu skakkaði. Bréfleg áskorun
með fjölda undirskriftum héðan
úr hreppnum til yfirmanns land-
helgisgæslunnar vitum við ekki
hvort barst honum í hendur, og
enga frekari tilburði sjáum við í
betri gæslu. Eitt vil ég þó taka
fram, að einn var sá maður hjá
Landhelgisgæslunni, þegar við
hringdum í síma, sem ekki svar-
aði með: Hum og jæja, en tók
þessum málum af áhuga (ekki
þori ég að segja nafn hans, ef til
vill fengi hann bágt fyrir). Leið
þá sjaldan á löngu, þar til flugvél
sveif hér með landi fram, eða
varðbátur kom öslandi og fruss-
aði þá stundum 2—3 lausaskot-
um í átt til lögbrjótanna, en forð-
aðist að hafa hendur í hári
þeirra, en lofaði þeim að forða
sér sitt í hverja áttina. Minnis-
stætt verður mér alltaf er einn af
þremur bátum fór hreint inn á
milli brota milli Þórshafnar og
Stafness, svo við óttuðumst að
hann mundi stranda, en kunnug-
leiki hans forðaði slíku, en sjálf-
sagt minnist liann þessa, ef hann
les þessar línur, að öllu jöfnu er-
um við bestu kunningjar þótt á
stundum séum við búnir að marg
bölva hvor öðrum.
Nú — þetta var nú „útúrdúr"
— við vorum að tala um land-
helgi — og landhelgi skal það
vera.
Nú er hugmyndin að verða að
staðreynd, að 200 mílur skal
landhelgin vera.
Við — sem erum gamlir og tor-
tryggnir eins og gömlu refirnir,
getum ekki séð að mögulegt sé að
koma fastri skipan á þetta mál
nema nýir menn komi til, — nýir
menn, sem hafa óskorað vald til
aðgerða, án þess að þurfa að
sækja um heimildir hverju sinni
til staðnaðra gamalmenna og sér-
stakra pólitískra værðarsetu-
manna, sem óttast atkvæðamissi
og tap stólanna, sem þeir sitja
í, ef þeir stjórna með járnhönsk-
um réttlætisins í samræmi við
þau lög er sett hafa verið.
Fyrir nokkrum árum var talið,
að vertíð byrjaði 2. febrúar
(kyndilmessa) og fágætt var að
sjá netabát á miðunum fyrir þann
tíma og varla fyrr en í byrjun
mars. Eftir því, sem skipin hafa
stækkað og orðið fullkomnari,
hefur örtröð netaveiðanna aukist
við strendur landsins, einkum á
svæðinu frá Skor á Breiðafirði,
austur fyrir Homafjörð. Flestir
hafa þó tekið upp net sín fyrir
maílok, en hér fyrir Hafnalandi
voru komin aftur net í sjó strax
í ágúst sl. sumar. Þó hefur víst
aldrei „tekið eins í hnúkana" eins
og síðastliðið haust, 1974, því þá
áttu margir net norðan við
Reykjanes, úti í Röst, úti við
„Eldey“ og úti á „Hólum“. Þessi
starfsemi er höfð í frammi í
svartasta skammdeginu, þegar
veður eru sem válindust. Þessum
197