Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 46
rándýru veiðarfærum er bunkað aðhalds- og eftirlitslaust og þyk- ir allgott ef hægt er að vitja um netin, kannski þriðja eða fimmta hvern dag. Aflinn sem þannig fæst er forskemmdur óþverri, sem hengdur er til þurrkunar, — refum og hröfnum til fóðurs. Það sem fullþornar eftir frekari ýldu er pakkað inn á svertingjana í Afríku eftir margítrekaðar sendi- nefndir og umræður og við þetta er heil hersing matsmanna og yfirmatsmanna; allur sá fjöldi, sem ætlar sér ómorkna seðla út úr starfseminni. Á sama tíma, sem barist er fyrir útfærslu land- helginnar „til verndar fiskistofn- unum“ er þessi gengdarlausa netaveiði óátalin og jafnvel styrkt beint og óbeint. Heyrt hef ég frá kunnugum manni að einn af hæstu bátunum hér á Suðurnesjum, sem stundar netaveiðar, hafi 16 trossur, 12— 15 net í sjó og dragi 8 trossur til skiptis, sem sagt næstum all- ur fiskur tveggja nátta — og auðvitað eldri, ef ógæftir hamla. Því miður er kunnugt um ýmis brögð, sem sumir sjómenn leyfa sér að nota til að reyna að blekkja eftirlitsmenn við innvigtun á fiski upp úr sjó. Hvað er annars varið miklum fjármunum í eftirlitsmenn, mats- menn, reglugerðir, erindi í út- varpi, sjónvarpi og blöðum, ráð- um og nefndum til að brýna fyrir íslenskum sjómönnum og fisk- vinnslumönnum, vöndun og aftur vöndun á meðferð fiskjar? Þetta er að vísu gott og nauðsynlegt — en þegar allt kemur til alls, virð- ist ekki vera nægur strangleiki í þessum málum; þó er þetta orð- ið nokkuð gott viðvíkjandi hrað- frystihúsunum, en þegar til sölt- unarstöðvanna kemur er sagan allt önnur; — þá er eins og allt eftirlit sé upphafið eftir að fisk- urinn er kominn í hús og eigend- urnir megi fara eins illa með hann, sem þeim sýnist og gera meira og minna af honum að vöru nr. 2, sem hefði getað verið núm- er 1, bæði vegna þess að fiskur- inn hefur legið of lengi íslaus og ekki verið unninn upp, til þess að losna við að borga eftirvinnu- kaup — eða hann er of sparlega saltaður. Ég fullyrði að víða reikna fiskeigendurnir það í krónum, hvort borgi sig betur að fá meira og minna í númer 2 og líta svo á að munurinn sé ekki svo mikill á nr. 1 og 2. En þetta er þjóðhættulegt, þeg- ar gerð er fyrsta flokks vara að annars flokks vöru og verra. Línu- og handfærafiskur á að geta verið 90—95% fyrsta flokks, sé rétt að farið. Þegar sjómönnum og fiski- fræðingum ber saman um að fisk- ur fari þverrandi og stofnarnir séu í hættu, ætti að vera alvar- legt eftirlit með þessum málum og engum að líðast að skemma góðan fisk vegna misreiknaðs hagnaðarútreiknings. Stórkostlegt réttlætismál væri það — og raunar alveg sjálfsagt, eí tekin væri lína: 1 sjómíla frá norðurnefi á Reykjanesi (Aunglabrjóstnefi) í vestur og lína frá þeim punkti í Stafnes- vita og banna allar netalagnir innan þess svæðis. Hér í Höfnum er aðeins aðstaða til smáútgerð- ar, sem er atvinnuvegur, sem stundaður hefur verið hér frá alda öðli — fyrst á opnum ára- skipum, en nú á seinni árum á vélknúnum 4ra—6 tonna opum bátum og nokkrum litlum dekk- bátum, sem eingöngu stunda handfæri og hafa skilað þjóðar- búinu 30—60 tonnum á færi yfir úthaldstímann. Nú er svo komið að við þeys- um vonsviknir og í vandræðum um grunnmiðin, allt frá Stafnesi suður að Röst, án þess að geta rennt færi, því alls staðar eru net og aftur net og árangurinn er tap á þessu eina veiðarfæri okkar — slóða og sökku og afli verður sára lítill, en tapið tilfinnanlegt, þ.e. 6 krókar á 60 kr. hver — 360 sakka á 200,00 kr. og taumur á 70,00 kr. eða samtals kr. 630,00 ogþegar slóðarnir fjúka frá 3 upp í e.t.v. 8 geta menn lagt sam- an ókjörin, en allur sá fiskur, sem VÍKINGUR 198

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.