Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 55
og svo .... Hefði hann undireins
tekið afstöðu til þess, sem hann
fann á sér, snúið skipinu í veðrið
og dregið úr hraðanum........
Tómar spekúlasjónir. Skeð var
skeð. „Balli“ var reyndar með
skilju milli botntankanna, og dá-
lítið var kannski hægt að rétta
skipið með því að dæla sjó í
stjórnborðshólfið. Annars . . . jú,
það var aðeins um eitt að ræða:
senda skipverja niður og láta þá
moka korninu frá bakborða og
yfir til stjórnborða, rétta skipið
við með því móti. Moka, moka . .
annars var það bara tímaspurs-
mál þangað til slagsíðan yrði of
mikil þar til skipið þyldi ekki
lengur, og . . . . Þá fengi enginn
framar fregnir af Baldjökli né
áhöfn hans. Hallinn var þegar 25
gráður----og korn rann til, næst-
um eins og vatn . . .
Jón skipstjóri fór upp aftur,
strauk korn og ryk af höndunum.
Stýrimaðurinn og allir þeir, sem
komið höfðu, þar með frívaktin,
stóðu þama.
— Jæja.
— Einn neitar að fara niður,
kallaði stýrimaður gegnum rok-
ið, brá fyrir sig bakborðsfæti en
rann samt eftir höllu dekkinu.
— Neitar?
— Já, skipstjóri Steinsson leit
yfir hópinn. — Komið með mér
inn í messann, kallaði hann.
Fylltu tvötankinn stjórnborðs-
meginn, stýrimaður, og komdu
svo.
Skipstjórinn settist, beið, stýri-
maðurinn kom. Það varð þögn.
Allir fundu hvernig öldurnar
skullu á skipinu, liallann, hitt og
annað rann niður á bakborða. tJt-
um ljórann glórði í mastrið, sem
sýndist halla sér að hafinu; væri
litið út stjórnborðsmeginn, sást
bara blýgrár himinn.
— Á ég að skilja þetta svo að
einhver neiti að hlýða skipun?
sagði Jón Steinn. Enginn svar-
aði, og hann leit yfir hópinn.
— Jæja?
— Ég læt ekki nappa mig eins
og rottu í gildru! æpti maður
frammi við dyr.
VÍKINGUR
— Þú skilur að þetta er upp-
reisn um borð? Og hvaða afleið-
ingar það hefur?
— Eg fer ekki niður í lestina,
gargaði maðurinn við dyrnar.
Skjóttu mig heldur!
Skipstjórinn leit snöggvast á
stýrimanninn. Jón Steinn var
þungur á svip og djúp hrukka
milli augnanna.
— Sjáið þið nú, sagði hann og
talaði seint en fast. Ef við liggj-
um svona um stund, þá rennur
kornið yfir til bakborðs. Ef dall-
inum hvolfir, drukknum við. í
þessu veðri er vonlaust að koma
út bj örgunarbátum. Þeir mundu
líka sökkva eins og skot jafnvel
þótt við kæmum þeim á flot. And-
artak þagði hann. Við verðum að
fara niður í lest og moka kominu
yfir í stjórnborða. Ef það tekst
þá höldum við lífi. Ef ekki . . . ?
Það er allt og sumt. Neitar ein-
hver ennþá? Þögn.
— Jæja?
— Ég vil það ekki, vil það
ekki! Æpti röddin við dyrnar.
Skipstjórinn reis á fætur, en
mennimir viku frá honum, og
maðurinn við dyrnar stóð allt í
einu einn.
— Skjóttu mig skipstjóri.
Skjóttu mig! En ekki — þetta!
— Gott og vel, sagði Jón
Steinn allt í einu, og rétti úr
sér. Þú tekur við skipinu, stýri-
maður. Skrifaðu niður það, sem
hér hefur gerst, en ekki í logg-
bókina, heldur á laust blað. Ann-
ar stýrimaður getur verið vottur,
en náðu þessu öllu niður. Ég fer
niður í lest og lempa. Þú skálkar
lúguna á eftir mér.
— Ætlarðu einn, skipstjóri?
— Hvað annað?
— En . . . skipstjóri . . .
— Þetta er skipun, sagði Jón
Steinn hvass í bragði Skilurðu
það?
— Já, skipstjóri.
— Opnaðu lúguna og láttu
senda þangað mat og vatn strax.
Skipstjórinn gekk milli mann-
anna og tók í hurðarhandfang-
ið.
— En, . . . en . . skipstjjóri .
sagði þá einn mannanna, ákafur
og hræddur.
— Hvað var það?
— En . . . við höfum ekki neit-
að! Við höfum ekki neitað! Auð-
vitað verðum við allir með, eða
hvað, piltar? Enginn okkar hef-
ur neitað, ha?
— Nei, við komum allir vitan-
lega!
— Það koma allir með, skip-
stjóri. Heldurðu að við vildum
ekki . . . ég fann það, að minnsta
kosti . . . Það var bara hann Ingi
. sem . . sem Maðurinn blóð-
roðnaði og varð niðurlútur.
— Hann vildi læra . . . stúdera
. . . hann. En hann var neyddur
til þess að fara á sjóinn, sagði
maðurinn lágmæltur . Hann . . .
móðir hans var ekkja og gifti sig
aftur, og svo . . .
Hann leit upp . . . var vand-
ræðalegur
— Eg fer ekki . . . geri það
ekki . . . sagði Ingi þvermóðsku-
legur, hljómlausri röddu.
Jón Steina, skipstjóri leit á
mennina. — Ég biðst afsökunar,
sagði hann lágt — en þetta var
heimskulegt af mér — stýrimað-
ur, mat og vatn fyrir sex menn.
Lúguna verður að skálka yfir
okkur.
— En, skipstjóri, er ekki
betra að skiptia um menn? Opna
lúguna að minnsta kosti á klukku-
tíma fresti eða svo, og sjá hvem-
ig gengur?
— Jú, það væri betra. En við
getum ekki hætt á að opna lest-
ina í þessu veðri. Þetta — verður
eins og ég hefi sagt.
Stýrimaðurinn gat ekkert ann-
að en játað, og Jón Steinn, skip-
stjóri, gekk út, klifraði yfir lest-
arkarminn með ljósker og skófl-
ur — hvarf. Fimm menn fóru
þegjandi á eftir honum. Lestar-
hlerarnir voru látnir á og lúgan
skálkuð.
Stormurinn æddi óstöðvandi.
Jón Steinn mokaði komi.
Stingur skóflunni djúpt, hendir
af henni yfir á stjórnborða.
Stingur skólfunni aftur á kaf
kastar af henni. Mokar. Mokar.
207