Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 60
hjá oss í fiskiútgerð vorri, lýsis- bræðslu o. fl. munu lesendur Þjóðólfs mega búast við innan skamms svona smám saman“. Nú hafa vafalaust margir beð- ið með eftirvæntingu eftir þess- ari skýrslu, og fyrri hluti henn- ar birtist þegar 3 vikum eftir komu þeirra í Þjóðólfi. Til að semja hana höfðu þeir félagar valið Guðmund „ýngismann" á Landakoti. I upphafi skýrslunnar segir m. a.: „Við komum til Björgvin 24. ágúst og fórum strax daginn eft- ir að skoða fiskveiðaútbúnaðinn, en leituðum einkum eftir því fyrst og fremst, sem við hugsuð- um að gæti verið oss að verulegu gagni og því sem helzt gæti átt við okkar aflabrögð og annað á- stand vort heima, en það leit svo út, sem það væri hér sízt að finna ,og sáum við þá, að margt af því var til heima á íslandi, enda vorum við oftar en einu sinni spurðir að, hvort við hefð- um ekki komið með nokkuð heim- anað, og má af því ráða, hversu það var leiðinlegt fyrir oss, að hafa engi veiðarfæri með oss og sjá, að ekkert var frá Islandi til sýnis þar í Björgvin, nema illa verkaður saltfiskur, sem hafði verið sendur þangað frá Kaup- mannahöfn“. Skýrslan byrjar ekki efnilega! Alls er hún eins og ca. 4 dálkar í Víkingi. Er ekki rúm til að rekja hana hér, en hún er nán- ast almenn frásögn um ýmislegt varðandi fiskiveiðar Norðmanna og veiðarfæri þeirra. í febrúar 1866 birtist svo útskorin mynd í Þjóðólfi, sem var einstakt fyr- irbæri, af bræðslupotti, og stóð ofan við hana þessi klausa: „B j örgvinarfararnir, landar vorir, er hafa fyrr í blaði þessu skýrt oss svo rækilega frá lifr- arbræðslunni til þess að ná úr henni bezta og mesta lýsi, sem verða má, höfðu með sér út hing- að uppdrátt af eldsgagni því eð- ur bræðslupotti, sem til þess er liafður. Hefur herra Geir Zoéga látið skera út mynd eftir mál- verkinu, og setjum vér hana hér 212 til fróðleiks lesendum vorum“. Fyrir neðan myndina voru svo skýringar á því, hvað væri hvað. En næst lætur Oddur V. Gísla- son frá sér heyra. Sendir hann ritstjóra Þjóðólfs nokkrar línur um „Björgvinarförina og Björg- vinarfarana o. s. frv.“ Fyrst rekur Oddur aðdragand- ann að förinni, og kemur þar fram um fram það, sem áður er getið, að sjávarbændur höfðu einnig verið beðnir að senda hinu heiðraða Bústjórnarfélagi ýmsa hluti og áhöld, sem hér tíðkuðust við fiskiveiðar, sem senda mætti til Björgvinar." CMdur kveður valinkunna menn hafa verið valda til farar- ínnar, en sér sé ekki með öllu 5j óst, á hverra vegum þeir hafi íarið, því að eftir því fari þær fcröfur, sem til þeirra sé hægt að gera. En hafi þeim verið lagt fé til fararinnar, þá sé það auðvit- að, að það hafi verið gert í al- mennings þarfir, en ekki fyrir neinn einstakan. Þeim beri þá skylda til að skýra frá því, hvern ig þeir hafi brúkað tímann og peningana. Tímann, sem þeir ætluðu að verja til almennings heilla, og peningana, sem þeim voru lagðir til fararinnar. Síðan snýr hann sér að skýrslunni: Skýrslan ber með sér áhuga- leysi og eftirtökuleysi, og ég álít, að hún geti gert eins mikið illt eins og gott, ef einhver yrði til þess að fylgja henni“. Þó telji hann að henni nokkurt gagn, sem sagt að því leyti sem grein- in um laxveiðina geti minnt okk- ur á það, „að vér sjálfir vísvit- andi eyðileggjum þennan atvinnu veg“. Og það sé eflaust rétt sem í skýrslunni standi, að það sé „sennilegt mjög, að netin séu veiðnari, ef þau eru samlit botn- inum“. Síðan snýr hann sér að einstökum atriðum í skýrslunni: „I skýrslunni er sagt frá, hvernig síldarbátar séu að aftan, og að þar fáist 8 til 9 rd. fyrir eina tunnu af velverJcaðri síld. Hvaða gagn hef ég af slíkri upp- lýsingu, þegar ég hvorki veit, hvernig ég á að ríða netið, og því síður hvernig ég á að verka síldina, sem þó er aðalatriðið. Um lýsisbræðslu er farið mörg um orðum, og^enda bræðsluílátið framkomið í mynd. Samt sem áð- ur ef einhver ætlaði að fara eftir þessu, sem heita má aldeilis sama aðferð, og skrifað er um í fiski- bók eftir herra Jón Sigurðsson, þá er, þegar minnst varir, allt orðið ónýtt. Það er óhætt að segja, að meðalalýsi má bræða í hverju íláti, sem er lýsishelt. En vilji þeir brúka pottinn, þá reið meira á því að sýna, hvernig bú- ið er um hann, þegar hann er sett ur upp, heldur en að sýna mynd af sjálfum honum. Aðalatriðinu í lýsingu þessari er líka sleppt, sem sé hvemig ílát megi brúka undir þetta lýsi . . . Til þess að gjöra netin hvít, er sagt að eigi að sjóða þau í bark- arlegi, en í stað barkar megi líka brúka Sóda. En í skýrslunni eru engin hlutföll gefin milli Sódans og vatnsins, og er því líklegast, ef einhver ætlaði að þvo úr Sóda, að hann brenndi allt í sundur". Ýmislegt fleira tekur Oddur til meðferðar úr skýrslunni í svip- uðum dúr og lýkur grein sinni með þessum orðum: „Að sinni læt ég hér við lenda og vona, að þessir heiðruðu Björgvinarfarar bæti löndum sínum þessa skýrslu með annarri betri, þ v ' ugt er, að þess- ir menn eru ti. gnaðar- og áhuga- memi, hvað þeirra eigin hag snertir". Eftir rúman mánuð heyrist svo frá Björgvinarförum. Segja þeir, að í blaðinu hafi birzt nokk- urs konar áminningar eða hirt- ingarræða frá herra kandidat í guðfræði 0. V. Gíslasyni. Fyrri 'hluta greinar hans (þ. e. um far- areyrinn) ælti þeir ekki að svara. Hinir aðgætnu landar muni hér v-m bil geta getið sér til um til- gang hans. En síðan segir orð- rétt: „Vér játum það að vísu, að skýrsla okkar um Björgvinar- ferðina hefði bæði mátt og átt að vera greinilegri, en fyrst er nú það, að tíminn var ekki lagur, frá VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.