Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Side 61
því við komum og þangað til skýrslan var prentuð, og líka hitt að sumir okkar eru ekki meira en í meðallagi vanir ritstörfum. En af því að við höfum nú sjálf- ir getað séð nokkra galla á skýrsl unni, með tilhjálp og leiðbein- ingu hins velviljaba landa okkar herra 0. V. G., þá finnum vér oss skylt að reyna til að bæta úr þeim með nokkrum athugasemd- um“. Síðan kemur tæplega dálkur um stærð síldarneta og um lax- veiði, að því er „fluguaungla- veiði“ snertir, en Odd hafði fýst að fi’étta af henni. Loks senda þeir Björgvinjar- farar þrír, sem að sunnan fóru, frá sér 4ra dálka viðbótar- skýrslu, sem birtist 26. marz, en til hinna tveggja þátttakendanna voru engar kröfur gerðar. Er skýrslan að meginefni tilvitnan- ir í bókina „Norges Fiskerier" eftir 0. Löberg. Einnig telja þeir fram nokkur atriði, sem þeir játa, að þeim hefði gleymzt að nefna og reyna að bæta úr því. Segja þeir loks, að ef ávextirnir af ferð þeirra til Björgvinjar eigi eingöngu að koma fram í margbrotnum ritum og ræðum, en þeir séu í alla staði óhæfir til að gefa út slíkar ritgjörðir, þá hafi mannvalið til ferðarinnar ekki heppnazt sem skyldi. Þann- ig tóku þeir í eitt skipti fyrir öll af allan vafa um það, að meira myndi ekki frá þem birtast um för þeirra á fiski- og veiðarfæra- sýninguna í Björgvin 1865. Þess ber að geta, að Sumarliði Sumarliðason hélt aftur á móti sýningu á Isafirði á ýmsum mun um, sem hann kom með hingað úr ferðinni. Og þá skrifaði Haf- liði Eyjólfsson einnig ítarlega ferðasögu og lýsingu á sýning- unni. En það var áhugi þeirra sjálfra og framtak, sem mestu máli réði um för þeirra á sýning- una í Björgvin 1865, en ekki nein „forgaungunefnd um samskota- fé“, sem síðan auglýsti eftir þátt- takendum. Sveinn Ásgeirsson. Sveinn Jónsson Verkstœði: Breiðagerði 7 - Reykjavík. Sími 82730 (2 línur). FRYSTIVÉLAR - uppsetning og eftirlit. íil orkusparnaðar það nýjastð: °*/ . \\V +* 'ly O/. ■ XV v% ^ '// XX Vv »*s. V Höfum fyrirliggjandi varahluti í margar tegundir kœlivéla. - Byggjum upp sjólfgœslukerfi, sniðin eftir þörfum í afkastamöguleikum, í bjóðageymslur og fiskilestar. - Byggjum laus frystikerfi fyrir rœkju og skelfisk. Höfum fyrirliggjandi reimdrifnar skiptivélar fyrir R-12, 22 og 502 kœlimiða, allt að ðO.OOO kg/cal við — 10 til 25°C. — Getum ennfremur útvegað með stuttum fyrirvara hraðfrystitœki í mörgum stœrðum. LEITIÐ TÆKNILEGRA UPPLÝSINGA. - LEITIÐ TILBOÐA. VÍKINGUR 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.