Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 65
Samstarf á hafinu Sjóveldin sækja fram: Risatankskipið SEA SAINI 355 þús. brt. lestir. Sá fyrsti af 7 slíkum, sem eru í smíðum hjá Kockums í Svíþjóð. Eigendur Saléns AB. Viktor Miknovits, fréttaskýrandi APN, átti eftirfarandi viðtal við Vasilí Fedénko, aðstoðarmann ráðherra sovéska kaupflotans. APN — Margt hefur verið rætt og ritað uppá síðkastið um kreppu í alþjóðlegum skipaflutningum: kaupflotar margra landa eru stöð- ugt illa nýttir, sum skip eru alls ekki notuð og dregið hefur úr skipasmíðum. Á sama tíma er talsverð gróska í alþjóðaviðskipt- um, sem eru óhugsandi án skipa- flutninga. Hverjar eru ástæðurnar fyrir svo mótsagnakenndu ástandi? VF — Þetta ástand er vissulega fyrir hendi, en það er ekkert und- arlegt við það. Þetta er árangurinn af ófullkomnum viðskiptatengsl- um í heiminum og síaukinni sam- keppni milli skipa- og olíufyrir- tækja ýmissa landa. En hvað ligg- ur að baki þessari síauknu sam- keppni? í fyrsta lagi er hér um að ræða þá breytingu, sem á sér stað á samskiptum þróunarlanda og hinna þróuðu iðnaðarlanda. Til skamms tíma höfðu einokunarfyr- irtæki auðvaldslandanna frjálsar hendur til að notfæra sér auðlindir þróunarlandanna, en nú er slíkt ekki lengur fyrir hendi. Þróunar- löndin hafa nú ýmist að hluta eða VÍKINGUR að fullu þjóðnýtt erlend fyrirtæki sem vinna olíu og önnur dýrmæt efni úr jörðu. Þau vinna líka ötul- lega að því að koma sér upp eigin kaupflotum til að flytja sínar vör- ur, i stað þess að leyfa erlendum skipafélögum að hirða gróðann af þeim flutningum. Árangurinn af þessu er sá, að skroppið hefur saman verksvið olíufélaganna, námufélaganna og einokunar- hringja, og flutningar skipafélag- anna hafa minnkað. Við þessar nýju aðstæður hefur komið upp hörð samkeppni um skiptingu á þeim flutningi sem eftir er, og um áhrif innan kaupflota þróunar- landanna. Keppinautarnir finna upp nýjar aðferðir til að viðhalda stöðu sinni: þeir stofna sameigin- leg félög í þróunárlöndunum, af- henda þessum ríkjum skip með allri áhöfn, og taka upp tollvernd- arkerfi. I þessari samkeppni hlýtur sá sterkari að fara með sigur af hólmi. Lítil skipafélög þola t.d. ekki sam- keppnina við stóra olíuhringi. Stærstu hringirnir ryðja keppi- nautum sínum úr vegi og veita hatramma mótspyrnu gegn öllum tilraunum til að þrengja svið þeirra, sama hvaðan slikar til- raunir koma. Árið 1973, þegar tímabundinn skortur var á flutn- ingaskipum í þróunarlöndunum, notuðu hringirnir sér það til að koma á flutningsgjöldum, sem fóru mörgum sinnum framúr verðinu á olíunni sjálfri. Þetta varð til þess að verð á olíu snarhækkaði, og var ein af ástæðunum fyrir olíukreppunni. Á sama tíma græddu hringirnir á tá og fingri. APN — Á Vesturlöndum halda margir að Sovétríkin, sem eiga einn nýtískulegasta kaupflota heims, hafi einnig aukið samkeppnina á þessu sviði. A.m.k. tala vestrænir fjölmiðlar oft um „útþenslustefnu“ sovéska kaup- flotans, og segja að hann „grafi undan“ gömlum og grónum versl- unarsamböndum. Hvað viljið þér segja um þetta atriði? VF — Þessar sögur eru helber uppspuni, sem dreift er í augljós- um tilgangi. Til dæmis dreifðu vesturþýsk félög, Hapag Loyd, Deutsche Afrika linien o.fl. í októ- ber í fyrra bæklingi um „rauðu hættuna“ sem alþjóðlegum skipa- flutningum átti að stafa af sovéska kaupflotanum. Höfundar bækl- ingsins reyndu að telja fólki trú um að markmið sovéska kaupflotans væri að eyðileggja núverandi kerfi, ryðja burt vestrænum skipaeig- endum og koma á sovéskri yfir- 393

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.