Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 65
Samstarf á hafinu Sjóveldin sækja fram: Risatankskipið SEA SAINI 355 þús. brt. lestir. Sá fyrsti af 7 slíkum, sem eru í smíðum hjá Kockums í Svíþjóð. Eigendur Saléns AB. Viktor Miknovits, fréttaskýrandi APN, átti eftirfarandi viðtal við Vasilí Fedénko, aðstoðarmann ráðherra sovéska kaupflotans. APN — Margt hefur verið rætt og ritað uppá síðkastið um kreppu í alþjóðlegum skipaflutningum: kaupflotar margra landa eru stöð- ugt illa nýttir, sum skip eru alls ekki notuð og dregið hefur úr skipasmíðum. Á sama tíma er talsverð gróska í alþjóðaviðskipt- um, sem eru óhugsandi án skipa- flutninga. Hverjar eru ástæðurnar fyrir svo mótsagnakenndu ástandi? VF — Þetta ástand er vissulega fyrir hendi, en það er ekkert und- arlegt við það. Þetta er árangurinn af ófullkomnum viðskiptatengsl- um í heiminum og síaukinni sam- keppni milli skipa- og olíufyrir- tækja ýmissa landa. En hvað ligg- ur að baki þessari síauknu sam- keppni? í fyrsta lagi er hér um að ræða þá breytingu, sem á sér stað á samskiptum þróunarlanda og hinna þróuðu iðnaðarlanda. Til skamms tíma höfðu einokunarfyr- irtæki auðvaldslandanna frjálsar hendur til að notfæra sér auðlindir þróunarlandanna, en nú er slíkt ekki lengur fyrir hendi. Þróunar- löndin hafa nú ýmist að hluta eða VÍKINGUR að fullu þjóðnýtt erlend fyrirtæki sem vinna olíu og önnur dýrmæt efni úr jörðu. Þau vinna líka ötul- lega að því að koma sér upp eigin kaupflotum til að flytja sínar vör- ur, i stað þess að leyfa erlendum skipafélögum að hirða gróðann af þeim flutningum. Árangurinn af þessu er sá, að skroppið hefur saman verksvið olíufélaganna, námufélaganna og einokunar- hringja, og flutningar skipafélag- anna hafa minnkað. Við þessar nýju aðstæður hefur komið upp hörð samkeppni um skiptingu á þeim flutningi sem eftir er, og um áhrif innan kaupflota þróunar- landanna. Keppinautarnir finna upp nýjar aðferðir til að viðhalda stöðu sinni: þeir stofna sameigin- leg félög í þróunárlöndunum, af- henda þessum ríkjum skip með allri áhöfn, og taka upp tollvernd- arkerfi. I þessari samkeppni hlýtur sá sterkari að fara með sigur af hólmi. Lítil skipafélög þola t.d. ekki sam- keppnina við stóra olíuhringi. Stærstu hringirnir ryðja keppi- nautum sínum úr vegi og veita hatramma mótspyrnu gegn öllum tilraunum til að þrengja svið þeirra, sama hvaðan slikar til- raunir koma. Árið 1973, þegar tímabundinn skortur var á flutn- ingaskipum í þróunarlöndunum, notuðu hringirnir sér það til að koma á flutningsgjöldum, sem fóru mörgum sinnum framúr verðinu á olíunni sjálfri. Þetta varð til þess að verð á olíu snarhækkaði, og var ein af ástæðunum fyrir olíukreppunni. Á sama tíma græddu hringirnir á tá og fingri. APN — Á Vesturlöndum halda margir að Sovétríkin, sem eiga einn nýtískulegasta kaupflota heims, hafi einnig aukið samkeppnina á þessu sviði. A.m.k. tala vestrænir fjölmiðlar oft um „útþenslustefnu“ sovéska kaup- flotans, og segja að hann „grafi undan“ gömlum og grónum versl- unarsamböndum. Hvað viljið þér segja um þetta atriði? VF — Þessar sögur eru helber uppspuni, sem dreift er í augljós- um tilgangi. Til dæmis dreifðu vesturþýsk félög, Hapag Loyd, Deutsche Afrika linien o.fl. í októ- ber í fyrra bæklingi um „rauðu hættuna“ sem alþjóðlegum skipa- flutningum átti að stafa af sovéska kaupflotanum. Höfundar bækl- ingsins reyndu að telja fólki trú um að markmið sovéska kaupflotans væri að eyðileggja núverandi kerfi, ryðja burt vestrænum skipaeig- endum og koma á sovéskri yfir- 393
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.