Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 66
drottnan á alþjóðlegum siglinga-
leiðum.
Þessi bæklingur var notaður i
V-Þýskalandi, Bandaríkjunum og
víðar sem sönnun á „óhreinlyndi“
Sovétríkjanna gagnvart Vestur-
löndum. En hvernig er þessu farið i
raunveruleikanum? Línuskipa-
flutningur á almennum farmi hef-
ur alltaf verið einokað svið alþjóð-
legra skipaflutninga, sem nýir
menn hafa ekki átt aðgang að. Hér
er um að ræða farm, sem er innan
við fjórðungur af öllum skipa-
flutningum, en fyrir hann fæst
verð, sem er um 75-80% af heild-
arverði allra flutninga. Hver er
það, sem flytur þennan dýra farm,
hverjir græða á hæstu flutnings-
gjöldunum? Vestur-Evrópa,
Bandaríkin og Japan. Þessi riki
ráða yfir 71% af flutningi á al-
mennum farmi, nær 98% af gám-
flutningi og 100% af léttari farmi,
en þetta er undirstaða linuskipa-
flutninga á aðalsiglingaleiðunum
nú á dögum. Hvað viðvíkur
Sovétríkjunum og öðrum COME-
CON-löndum, þá er þáttur þeirra
í almennum flutningi 12% og í
gámflutningi 0.8%.
Stutt er síðan sovésku skipa-
félögin hófu þátttöku í alþjóðleg-
um línuskipaflutningum. Þau
flytja aðallega farm fyrir sovéska
utanrikisverslun. Þátttaka sovéska
kaupflotans í flutningi fyrir er-
lenda aðila er alls ekki sambærileg
við flutninga og gróða skipafélaga
hinna svokölluðu stórvelda hafs-
ins. Yfir þessari staðreynd er þagað
á Vesturlöndum. Tilgangurinn er
sá, að kenna Sovétríkjunum um
aukna samkeppni og erfiðleika
vestrænna skipafélaga og hylja
þannig yfir raunverulegar ástæður
þeirrar kreppu, sem nú herjar á
vestræna skipaflutningakerfið.
Sovétríkin hafa ekki áhuga á
neinum einhliða hagaði af alþjóð-
legum skipaflutningum. Þau hafa
ekki áhuga á neinum einhliða
hagnaði af alþjóðlegum skipa-
flutningum. Þau hafa áhuga á
samstarfi, sem gaeti orðið öllum
aðilum hagkvæmt. Slíkt samstarf
er mögulegt, ef hagsmunir allra —
kaupanda, seljanda og flutnings-
aðila — eru teknir með í reikning-
inn. í samræmi við þessa stefnu
veitir sovéska stjórnin þróunar-
löndunum aðstoð við að byggja
hafnir, kaupa skip og þjálfa
áhafnir. Sovéski kaupflotinn hefur
einnig samstarf við mörg vestræn
skipafélög. Þessi stefna er i fullu
samræmi við þann anda sem ríkir
á okkar dögum, andann frá ráð-
stefnunni i Helsinki. APN — Hvað
um horfur á þróun sovéska kaup-
flotans á tímum tiundu fimmára-
áætlunarinnar?
VF — Farmþungi sovéska kaup-
flotans var 15 milljónir tonna 1.
janúar 1976. Áætlun okkar fyrir
tímabilið 1976-1980 eraðuppfylla
allar kröfur lands okkar um farm-
flutning og farþegaflutning.
Skipaflutningur á að aukast um
30% á tímabilinu. Þetta er aðeins
mögulegt með þvi að notfæra sér
allar framfarir tækni og vísinda á
sviði skipasmíða og flutninga. Með
því móti mun sovéski kaupflotinn
vaxa bæði að magni og gæðum.
Þetta kvæöi „fiskafti'* Víkingurinn uppúr Lögberg—Heimskringlu frá því í
vor. Við vitum ekki deili á höfundi, en tókum hið gamalkunna íslenska
„bessalevfi“ til birtingar hér.
FISKÞVOTTAKONAN
Hún tekur í fiskinn og togar i itgga
en talar i hljóði,
og kerlingin rvskin er kannski ekki hvskin,
þó kólni i blóði.
Hún þekkir að liða og salt hefur sopið,
þó segi ekki fni þvi.
Krakkarnir bíða i kotínu og skríða,
en karlinn er „á því".
Veill hans er flaskan. t vali á manni
hún var ekki heppin.
Hún stendur i vaski og stöðugu braski
og stimpist við hreppinn.
Kaldur er sjórinn en kerlingin revnir
að klóra i hakkann.
Saltur er hjórinn en sigurlaun skórinn
á seinasta krakkann.
Oft er hún dottin en guðlega gœsku
i grámóðu leit hún,
þó elskar hún drottinn, sem œ gaf i pottinn
og algóðan veit hún.
Hún vonar það bara að börnin ei fleiri
hann beri i kotið.
Hún reynir að Itjara, en i friði vill fara,
þá fjörið er þrotið.
Borgþór V. Gunnarsson.
394
VÍKINGUR