Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Side 3
'/-■ s Hafn mnsokna- stofn un Fyrsta grein V i Ein mikilsverðasta opinber stofnun hér á landi er Hafrann- sóknastofnunin. Þar er fylgst með hjartslætti hafsins, framgangi fiska, lífi og dauða, og það sem gerir stofnun þessa svo dýrmæta er að nú er svo komið, að unnt er að þurrausa auðlindir landsins í einum svip, ef ekki væri beitt friðun og hagstjórn við nýtingu þeirra. Útilokað er svo á hinn bóginn að nýta hafið og sjávarafla skyn- samlega, án fiskifræði og vísinda, sem á tímum tækni og framfara, geta sagt til með nokkurri ná- kvæmni um stærð og viðgang fiskistofna, og hversu mikið þjóðin má taka, án þess að skerða höfuð- stólinn. Til þess er m.a. Hafrann- sóknastofnunin, sem auk þess stundar almennar náttúrufræði- rannsóknir og önnur vísindi hafs- ins. Sjómannablaðið Víkingur mun í þessu blaði og næstu blöðum kynna Hafrannsóknastofnunina, störf hennar og starfskrafta, les- endum sínum til fróðleiks og væntanlega til nokkurs gagns. Rætt við Jón Jónsson fiskifræðing Saga nútíma fiskifræði er ekki löng, nær að minnsta kosti ekki langt aftur í aldir, þótt almenn náttúrufræði og dýrafræði eigi sér orðið alllanga sögu. Báðum við Jón Jónsson, fiskifræðing, forstjóra VÍKINGUR Hafrannsóknastofnunarinnar að segja okkur helstu atriði um til- drög og upphaf fiskirannsókna hér á landi, og ennfremur að gera grein fyrir helstu þáttum hafrann- sókna hér við land. Jón hafði þetta að segja: — Hafrannsóknastofnunin i þeirri mynd sem hún er nú, var endurskipulögð með lögum frá ár- inu 1965, en á sér hinsvegar all- langa sögu. r ^ Rætt við Jón Jónsson, fiskifræðing, forstjóra Hafrannsóknastofnunar um upphaf fiskifræði á ístandi og fi. s____________________________J Almennar hafrannsóknir hófust hér við land í byrjun þessarar aldar að tilhlutan dönsku ríkisstjórnar- innar og í samráði við Alþjóðahaf- rannsóknaráðið, sem þá var ný- stofnað. Danir inntu hér af hendi mikilsverðar byrjunarrannsóknir, en þær voru þó æði slitróttar fram til ársins 1924, en upp frá því komu þeir oftast nær einu sinni á ári á rannsóknarskipi sínu „Dana“ allt fram til ársins 1939. margir Is- Jón Jónsson, fiskifræðingur, forstjóri Hafrannsóknastofnunar lendingar þekktu prófessor Johso, Schmidt og dr. Taaning, en þeir og ýmsir fleiri Danir komu mikið við sögu í þessum rannsóknum og hafa skrifað fjölmargt um islenska fiska. Að öllum þessum vísindamönn- um ólöstuðum er þó dr. Bjarni Sæmundsson stórvirkastur þeirra, er byggðu upp rannsóknirnar á þessum árum. Vann hann störf sín við hin erfiðustu skilyrði, fátækt, einangrun og skilningsleysi oft og tíðum, en hefur þó skilið eftir sig fjölmargar, merkar skýrslur og ritgerðir um rannsóknir sínar. Má hiklaust telja Bjarna meðal helstu forvígismanna Evrópuþjóða í fiskirannsóknum. Dr. Bjarni Sæmundsson Dr. Bjarni er meðal þeirra fyrstu er taka fyrir fiskafræði sem vís- mdagrein. Hann er samtímamað- ur margra er fyrstir byrjuðu rann- sóknir á fiskum og ég tel hann hiklaust í hópi þeirra merkustu. 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.