Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Síða 13
skipulagsmálum stofnunarinnar. Hver er helsta verkaskiptingin? Stofnunin hefur sérstaka þriggja manna stjórn, sem fer með æðsta vald. Þá er einnig sérstök ráðgjafa- nefnd, þar sem sitja fulltrúar ým- issa félaga og stofnana. Daglegum rekstri stjórnar for- stjóri, en stofnuninni er skipt niður i deildir, en deildaskiptingin ér þannig talin neðanfrá líffræðilega skoðað: Sjórannsóknir: Deildarstjóri Svend-Aage Malmberg Þörungasvif: Deildarstjóri Þór- unn Þórðardóttir Svif og botndýr: Deildarstjóri Ingvar Hallgrímsson Uppsjávarfiskar: Deildarstjóri Jakob Jakobsson Botnfiskar: Deildarstjóri Jakob Magnússon Flatfiskar: Deildarstjóri: Aðal- steinn Sigurðsson Veiðarfærarannsóknir: Deildar- stjóri Guðni Þorsteinsson Tæknideild: Deildarstjóri Sig- urður Lýðsson. Auk þess eru „deildleysingjar“, starfsmenn sem ekki starfa í ákveðnum deildum, t.d. útibús- stjóri á Húsavík, útgerðarstjóri og fl., sem væntanlega verður gerð grein fyrir í síðari greinum um stofnunina. — Þú nefndir ekki hvali? — Nei. Við höfum ekki neina sérstaka deild fyrir hvali, þessi skemmtilegu stóru sjávardýr. Mik- ill áhugi er þó fyrir því að koma á laggirnar sérstakri deild fyrir sjávarspendýr og verður það von- andi að veruleika innan skamms. Ný sjómannastétt — fiskifræðingar —- Það kemur fram að starfsmenn Hafrannsóknastofnunar eru í raun og veru ný sjómannastétt. Hvað segir þú um það? — Já, ég tel að við séum sjómenn. VÍKINGUR Margir starfsmenn okkar hafa verið meira á sjó en margur skip- stjórinn. Saga fiskifræðinga á sjó er orðin löng hér við land. Eitt fyrsta skipið sem notað var til rannsókna var bátur sem hét GLÆSIR. Árni Friðriksson notaði bátinn til rann- sókna. Skipstjóri var Hilmar Kristjónsson, sem núna er kunnur sem yfirmaður veiðarfæradeildar FAO — Alþjóða matvælastofnun Sameinuðu þjóðarina. Aðstoðar- maður Árna var Jakob Magnús- son, nú fiskifræðingur. Margir fiskifræðingar eru fyrrverandi sjó- menn, eða koma frá sjómanns- heimilum. Árni heitinn Friðriksson sagði stundum i gamla daga í spaugi: Við eigum jafn marga sjómenn og fiskifræðinga. Nú á dögum eru fiskifræðingar mikið til sjós og sama gildir um annað starfslið hafrannsókna- stofnunarinnar. Ég tel þetta vera nýja sjó- mannastétt. — Hvernig er búið að fiski- og hafrannsóknum hér á landi og hvernig ganga samskiptin við yfirvöldin. Ég tel að hafrannsóknir hafi mætt miklum skilningi hér á landi og við sinnum rannsóknum meira en gera mætti ráð fyrir af ekki fjölmennari þjóð. Auðvitað er ekki farið i einu og öllu eftir því sem við segjum og höldum fram. Þó vil ég taka það fram að það sem við för- um framá, er yfirleitt gert, ef ekki strax, þá við hentugleika. Þjóðin hefur búið vel að þessari stofnun, sem er í eigin húsnæði (Skúlagata 4) og við eigum skip, flota af skipum og fyrir það erum við þakklátir, sagði Jón Jónsson, fiskifræðingur og forstjóri Haf- rannsóknastofnunar að lokum. JG Önnumst viðgerðir á rafvét- um og raflögnum fyrir skip og í landi. Góðir farmenn. Vönduð vinna. VOLTI H/F Norðurstig 3, símar 16458 og 16398 Drifkeðjur og keðjuhjól Flestar stærðir ávallt fyrirliggjandi. Verðið mjög hagstætt. LANDSSMIÐJAH SÍMI 20610 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.