Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 16
Tíu árum síðar, eða árið 1960, voru 100.000 tonna olíuskip eða stærri, farin að sigla á höfunum og voru hreint ekki svo óalgengir far- kostir. Hið 19.000 tonna ARGO MERCHANT, sem strandaði útaf strönd Bandaríkjanna og fyrst var talað um, er hreinasta skel hjá stærstu oliuskipunum einsog t.d. hinu japanska GLOBTIK TOKYO, sem er 476.292 tonn. Það er 1.243 fet að lengd og það ristir fulllestað um 92 fet, eða um 30 metra og það getur borið 476.292 tonn af oliu. Við getum vart séð allar afleið- ingarnar fyrir, ef svona skipi hlekktist á og farmur þess rynni í sjóinn. Torrey Canyon sem áður var sagt frá, missti 114 milljónir lítra i hafið árið 1967 undan ströndum Cornwalls og 50—60 milljónir litra fóru í sjóinn í Persaflóa þegar MT METULA strandaði árið 1974. Bæði þessi skip voru i flokki risaskipa. Þriðja stórslysið varð svo árið 1975, þegar danska risaolíuskipið JAKOB MÆRSK brann og sprakk í loft upp í Portúgal og um 95 milljónir lítra af olíu runnu í sjóinn. Menn standa i raun og veru VLCC risaskip á siglingu. Hið 476.292 tonna Globtik Tokyo. ráðþrota gegn slysum af þessu tagi. Hundruðum og þúsundum tonna af ,,hreinsiefnum“ er dælt í sjóinn og sumir sérfræðingar draga mjög í efa að þau geti ekki líka valdið skaða. Sérfræðingar vita að mjög mikið drapst af fiski, skelfiski, kröbbum og sæormum, þegar Torrey Cannyon fórst. Sérfræð- ingar víða um heim hafa rannsak- að tjón í lífríkinu eftir að olía hefur Skipamálning - Utanborðsmálning Botn- málning - Lestalakk - Lestaborðlakk Skipalakk - HARPA HF. sest á botn sjávar og þær skýrslur eru ekki uppörvandi, a.m.k. ekki fyrir Islendinga, sem allt sitt eiga undir sjónum og sjávarafla. Öryggi risaskipa dregið í efa Ein af brennandi spurningum í þessu efni er hvort risaolíuskipin séu í raun og veru eins örugg og menn vilja vera láta (framleiðend- ur og eigendur). Suður-afrískur blaðamaður » Noél Mostert hefur ritað bók um risaolíuskipin, en bókin varð met- sölubók og ber nafnið SUPER- , SHIPS. Blaðamaðurinn dregur öryggi stójskipanna mjög í efa og í viðtali við stórblaðið TIME í byrjun árs, segir hann m.a. á þessa leið: — Þau slys er nú eru að henda minni skip, munu í framtíðinni einnig henda stórskipin, yfirstór skip, sem á fagmáli eru nefnd VLCC (very large crude carri- ers). Við verðum að vera reiðu- búin undir það að slík skip farist á höfunum og við strendurnar í vaxandi mæli. Ennfremur þetta: VLCC skipin eru upphaflega smíðuð án allrar reynslu í því hvað um er að ræða í raun og veru þegar svo stór skip eru byggð. það hafa vissulega orðið framfarir í smíði stórskipa en aðalvandinn við slík skip virðist samt enn ó- leystur. Sem dæmi er, að risaskipið verður að mæta margvíslegum aðstæðum. VLCC skipið verður kannski að þola að sigla eina viku í monsún < vindunum, næst hreppir það ill- viðri í suðuríshafinu á leið fyrir Cape Horn. Síðan liggur leiðin i um hitabeltið, þar sem þrumu- veður og fellibyljir eru tíðir. Síðan verður það að vera fært um að mæta stórviðri í Biscay flóanum, þar sem fárviðri eru tíð. 16 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.