Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Qupperneq 19
„ WYRE VICTORY" sigldi í hringi Breskur togari strandar vegna áfengisneyslu og lyfjatöku skipshafnarinnar Áfengisvandamál á bresku togurunum Sjópróf fór nýlega fram vegna strands breska togarans Wyre Viktory, en skipið lagði úr höfn 13. janúar 1976 með 18 manna á- höfn, þar með talinn skipstjórann Alfreð Ferrie Waston og skipið strandaði og sökk næsta dag við strendur Skotlands. í ljós kom að áfengi og lyf áttu meginsök á strandinu, en víða um heim er óhófleg áfengis- neysla vandamál um borð í skip- um. Það kom fram í sjóprófunum út af Wyre Victory að áfengið átti meginsökina á því að togarinn fórst, að sögn fulltrúa samgöngu- málaráðuneytisins. Greindi hann frá því að nokkrum mínútum áður en skipið sökk, hafi matsveinninn komið upp í brú. Þegar hann kom aftur niður, sagði hann stýri- manninum að þeir tveir sem stóðu vörð í brúnni væru út úr heimin- um vegna ölvunar og hann bjóst við að skipið strandaði, því það sigldi í hringi. Sagði fulltrúinn það ljóst að skipið hefði strandað vegna hörmulegrar hegðunar báts- mannsins í varðstöðu á stjórnpalli, VÍKINGUR en á breskum togurum er báts- maður vaktformaður í brú, einsog var á íslenskum skipum hér áður fyrr, er reyndir ólærðir menn stóðu vörð. Bátsmaðurinn OTlaherty var nýráðinn á skipið. Mikið áfengi með í túrinn Við yfirheyrslur kom einnig í ljós að mikill drykkjuskapur hafði verið um borð í Wyre Victory eftir að skipið lét úr höfn. Bátsmaður- inn hafði verið drukkinn í landi og hafði tekið með sér tvær flöskur af whisky í ferðina. Ráðuneytisfulltrúinn sagði að skipstjórinn hefði leyfi til þess að hafa áfengi um borð í skipinu og útdeila því meðal skipverja. Hefði hann úthlutað þeim 24 dósum af bjór. Skipstjóri hafði einnig tekið sex flöskur af whisky með í ferðina og 12 flöskur af rommi. Skipverjar fengu ekkert af því áfengi, en dag- legur rommskammtur er tíðkaður á breskum skipum, sem kunnugt er. Fulltrúinn skýrði einnig frá því, hvernig og hversvegna skipstjórinn yfirgaf brúna til þess að komast hjá illdeilum við bátsmanninn, sem krafðist þess að fá meira áfengi. Skipstjórinn var þá þreyttur eftir langar vökur, sem stöfuðu af því að drykkja hafði verið um borð í skipinu og örðugt að fá hæfa menn til varðstöðu. Skipstjórinn sofnaði á bekk og vaknaði ekki fyrr en skömmu áður en skipið steitti á skeri og fórst. Eftir strandið, var skipshöfnin flutt á björgunarbati yfir í annan togara frá sama félagi, Wyre Conqueror og björguðust allir. Á skipstjóri að sigla með ölvaða áhöfn? Skipstjóri togarans, Waston að nafni, sagði að það væri hvorki viturlegt, né æskilegt að veita sjó- mönnum áfengi, en það yrði þó að taka tillit til aðstæðna og þeirrar venju, sem skapast hefði. Hann benti ennfremur á þá staðreynd, að ef hann neitaði að sigla, eftir að búið væri að afgreiða skipið, aðeins af því að einhverjir sjómenn væru á fylleríi og óhæfir til vinnu, eða vegna þess að hann vissi að „ólöglegt“ áfengi væri um borð í skipinu, ætti hann það á hættu að útgerðin sendi annan 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.